Fréttablaðið - 22.03.2018, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 22.03.2018, Blaðsíða 35
KYNNINGARBLAÐ 7 F I M MT U DAG U R 2 2 . m a r s 2 0 1 8 NoRÐURLAND Akureyringar kunna þá list öðrum betur að bera fram girnilegar pulsur og ham- borgara. Í bílalúgum eru til dæmis afgreiddar djúpsteiktar pulsur með óvæntu meðlæti eins og rauðkáli, osti, kryddi, frönskum og kokteilsósu og eru algjört lostæti. Vitaskuld er líka hægt að panta hefðbundið pulsumeðlæti í pulsu- brauðið; lauk, tómatsósu, sinnep og remúlaði, en hitt sérakureyrska er einstaklega ljúft og sælt eitt og sér. Hamborgari með girnilegum, djúpsteikum frönskum kartöflum á milli er annar akureyrskur sæl- kerabiti og hjá mörgum þekktur sem „Akureyringur“ enda ómiss- andi bragðupplifun á ferð um Norðurland. Ómissandi sælkerastopp Hrísey hefur löngum verið kölluð perla Eyjafjarðar en hún býður m.a. upp á fallega náttúru, skemmtilega gistimögu- leika og ýmsa afþreyingu fyrir fólk á öllum aldri. Í eyjunni er m.a. hægt að fara í margar skemmti- legar gönguferðir, bregða sér upp á traktor með heimamönnum í túr um eyjuna, heimsækja hús Hákarla-Jörundar sem er eftir- minnileg upplifun, kíkja í sund- laugina og rabba við heimamenn eða bara njóta friðsældar og fjöl- breytts fuglalífs á þessum einstaka stað. Matvöruverslun er í Hrísey auk veitingastaða, leiksvæða og frisbígolfvallar. Ár hvert er haldin Hríseyjarhátíð en hún fer fram í júlí og stendur yfir heila helgi. Boðið er upp á fjölskylduvæna dagskrá sem felst m.a. í óvissuferðum um eyjuna, fjöruferð, kvöldvöku, varðeldi og söng. Hríseyjarhátíðin 2018 verður haldin helgina 13. til 14. júlí. Ferjan Sævar siglir til Hríseyjar reglulega allt árið frá Árskógssandi og tekur siglingin aðeins um 15 mínútur. Nánari upplýsingar má m.a. finna á www.hrisey.is. Perla Eyjafjarðar Mývatn er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins, enda náttúran, vatnið sjálft og umhverfið engu líkt. Á góðum sumardögum koma fleiri ferðamenn að Mývatni en til Þingvalla en á veturna snýst dæmið við. Við vatnið eru vegir og merktar gönguleiðir sem leiða fólk að áhugaverðum stöðum og er hægt að njóta landslagsins, skoða náttúrufyrirbæri eða stunda plöntu- og fuglaskoðun. Mývatn er einmitt frægt fyrir fjölbreytt fuglalíf en talið er að á svæðinu haldi sig fleiri anda- tegundir en annars staðar á jörðinni. Dimmuborgir eru í nágrenni vatnsins en um er að ræða hraunmyndanir sem líkjast helst kynjaverum úr íslenskum ævintýrum. Fyrir jólin má t.d. sjá jólasveina á ferð um Dimmu- borgir. Frá Mývatni er stutt yfir að Dettifossi, sem er ekki aðeins stórbrotinn heldur aflmesti foss landsins. Á síðasta ári kom út bókin Undur Mývatns eftir Unni Jökulsdóttur. Unnur hlaut Hin íslensku bókmenntaverðlaun og Fjöruverðlaunin fyrir bókina sem lýsir vel lífinu við Mývatn. Við Mývatn eru hótel, veitinga- staðir og önnur þjónusta. Mývatn kemur stöðugt á óvart Mývatn er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. 2 2 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :5 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 4 4 -E 4 9 8 1 F 4 4 -E 3 5 C 1 F 4 4 -E 2 2 0 1 F 4 4 -E 0 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 2 1 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.