Land & synir - 01.08.2001, Page 1
•••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••
Athugið! Skilafrestur umsókna íKvikmyndasjóð er 1. okt. n.k.
Meðal efnis:
Leitin að
Lalla Johns
Þorfinnur Guðnason
ræðir um samnefnda
heimildarmynd sína
Að notfæra sér
kosti hvors
annars
Á nám í kvikmyndaleik
að vera hluti af
leiklistarnámi?
Handritið
skrifaði
guðspjalla-
maðurinn Lúkas
ÓlafurH. Torfason
leggur útafhinu
trúarlega í bíómyndum
555-6160
"Takk fyrir að
hringja í Bæjar-
bíó, kirkju
kvikmyndanna"
Sigurjón Baldur
Hafsteinsson fœrir rök
fyrir mikilvœgi
kvikmyndasafnsins
og fleira
GÆSIR FAGNA: Oddný Guðmundsdóttir leikur brúði á báðum áttum í mynd Böðvars Bjarka Péturssonar, "Gæsapartí" sem
frumsýnd verður í október. Sjá nánar á bls. 3.
l?orfinnur
Omarsson í
úthlutunar-
nefnd Kvik-
mynda-
sjoðs
Tf fundi stjórnar Kvikmyndasjóðs þann 14.
/\ ágúst s.l. var samþykkt að Þorfinnur
JL \.Ómarsson tæki sæti í næstu úthlutunar-
nefhd. Þetta er gert til þess að byrja að aðlaga
úthlutunarferli Kvikmyndasjóðs að þeim hug-
myndum sem fram koma í frumvarpi að nýjum
kvikmyndalögum sem nú liggur fyrir Alþingi.
Nánar er fjallað um viðbrögð aðila í kvikmynda-
geiranum við frumvarpinu á bls. 2.
Umsóknargögn
sjóðsins á netinu
Af slóðinni www.iff.is er nú hægt að nálgast öll umsóknar-
gögn vegna Kvikmyndasjóðs og því hægt að spara sér
sporin á Túngötuna. Vefsíðan hefur einnig fengið
andlitslyftingu og er allt annað að sjá hana.
Handritshöfundar
ekki lengur slegnir af
Kvikmyndasjóður hefur ákveðið að hætta við útsláttarkerfið
sem notað hefur verið undanfarin ár varðandi styrkveit-
ingar til handritsgerðar. Við næstu úthlutun verða því valin
færri verkefni en öll verða þau með til enda. Handrits-
höfundarnir styrktu munu koma til með að njóta aðstoðar
handritsráðgjafa líkt og áður, sem vinna mun markvisst með
höfundunum. L&S mun fjalla nánar um handritsþróunarmál á
komandi hausti og þær hugmyndir sem uppi eru innan
Kvikmyndasjóðs um þau mál.
Land & synir birtist nú e.inniq á netinu undir www.producers.is