Land & synir - 01.08.2001, Síða 2
Land & synir
Nr. 30 - 4. tbl 7. árg. JÚLÍ/ÁGÚST2001.
Útgefandi: Félag kvikmyndagerðarmanna í samvinnu við Kvikmyndasjóð fslands, Framleið-
endafélagið SfK og Samtök kvikmyndaleikstjóra. Ritstjóri: Ásgrímur Sverrisson.
Ábyrgðarmaður: Björn Brynjúlfur Björnsson. Ritnefnd: Anna Th. Rögnvaldsdóttir, Ari
Kristinsson, Björn Brynjúlfur Björnsson, Friðrik Þór Friðriksson, Hrafn Gunnlaugsson,
Ólafur H. Torfason, Þorfinnur Ómarsson. Prentun: Prentkó.
Land & synir kemur út annan hvern mánuð. Tölvupóstur: olla.asi@simnet.is.
Sagan og safnið
lega hljóta
afgreiðslu frá Alþingi á hausti
komanda er nauðsynlegt að hafa (
huga að þau lög ná líka yfir starf-
semi Kvikmyndasafns Islands. Á
þeirri stofnun er griðarlegt starf
óunnið eins og fram kemur í grein
Sigurjóns Baldurs Hafsteinssonar
forstöðumanns safnsins hér ann-
arsstaðar í blaðinu. Verði frum-
varpið að lögum hefur safnið
ágæta möguleika til að gegna
hlutverki sínu með sóma.
Starfsemi Kvikmyndasafnsins
má skipta gróflega í fjóra megin-
þætti; söfnun, varðveislu, skrán-
ingu og sýningarhald. Vegna fjár-
skorts hingað til má segja að eini
liðurinn sem sinnt hefur verið af
alvöru er sá fyrstnefndi, söfnunin.
En einnig þar er ástandið alls ekki
nógu gott. Til dæmis er frumefni
fjölmargra (slenskra bíómynda
ekki geymt þar likt og eðlilegt
hlýtur að teljast. Sú spurning
vaknar hvar það sé niðurkomið.
Full ástæða er til að hvetja fram-
leiðendur íslenskra bíómynda til
að taka til hendinni í þessum
málum hið allra fyrsta svo einhver
framtíðar Árni Magnússon þurfi
ekki að ríða um héruð og draga
gamlar filmudósir útúr rykföllnum
kompum í kapphlaupi við eyði-
leggingaröfl tima og sinnuleysis.
Slíkt er með öllu óþarfi. íslensk
kvikmyndasaga er stutt og okkur
ekki ofvaxið verk að halda utan
um hana frá byrjun. Hinsvegar
verður það ögn erfiðara með
hverju árinu sem Ifður án þess að
nokkuð sé gert. Filmur þarfnast
sérstakrar geymslu og meðhöndl-
unar, eigi þær ekki að skemmast
fljótt.
Það viðhorf hefur of lengi ráðið
ríkjum að varðveisla kvikmynda-
arfsins sé eitthvað sem mæta
megi afgangi. Slikt er auðvitað
argasta skammsýni, Líkt og
Martin Scorsese hefur bent á eru
kvikmyndirnar einhver skýrasti
vitnisburður um viðhorf og lífsstil
síns tima sem finna má. Því hljóta
skyldur kvikmyndaframleiðenda
gagnvart sögunni að teljast
miklar. Ný lög um skylduskil til
safna munu vonandi ná að kippa
hlutunum i lag varðandi myndir
framtíðarinnar en hvað eldri
myndir varðar liggur ábyrgðin hjá
framleiðendum þeirra.
Þó að segja megi að söfnunin
sé ákveðin frumforsenda hinna
þáttanna í starfsemi safnsins,
þjónar hún litlum tilgangi ef ekki
er vel staðið að varðveislu,
skráningu og sýningarhaldi. Þessi
starfsemi er undirstaða kvik-
myndamenningar í landinu, brúin
milli fortíðar og framtíðar. Á
Kvikmyndasafninu er geymd sú
fjársjóðskista sem auðgar
hugarheim komandi kynslóða.
Vonandi bera menn gæfu til að
fela henni í auknum mæli umsjón
með þeim dýru gripum sem gefa
henni gildi.
STJÓRNIR FÉLAGANNA
STJÓRN FÉLAGS KVIKMYNDAGERÐARMANNA: Formaður: Björn Br. Björnsson. Varafor-
maður: Jón Karl Helgason. Ritari: Kristín Erna Arnardóttir. Gjaldkeri: Katrín Ingvadóttir. Með-
stjórnendur: Anna Dís Ólafsdóttir, Ingvar Á. Þórisson, Hjálmtýr Heiðdal. Varamenn: Kristín
María Ingimarsdóttir, Hildur Bruun. STJÓRN FRAMLEIÐENDAFÉLAGSINS SÍK: Formaður:
Ari Kristinsson. Varaformaður: Jón Þór Hannesson. Gjaldkeri: Snorri Þórisson. Meðstjórnendur:
Friðrik Þór Friðriksson og Guðmundur Kristjánsson. Varamenn: Viðar Garðarsson og Hrafn
Gunnlaugsson. STJÓRN SAMTAKA KVIKMYNDALEIKSTJÓRA: Formaður: Friðrik Þór
Friðriksson. Gjaldkeri: Hilmar Oddsson. Ritari: óskar Jónasson. Varamenn: Hrafn Gunnlaugsson,
Kristín Jóhannesdóttir, Jón Tryggvason.
TIÐ
N D I Ú
Itfl ..........
KMYNDAHEIMINUM
Jákvæð viðbrögð
gagnvart hinu nýja
kvikmyndalagafrumvarpi
Meðal kvikmynda-
gerðarmanna virðist
ríkja almenn sátt við
hið nýja frumvarp um
kvikmyndalög sem nú er í
meðförum Alþingis og kemur
að öllum líkindum til
atkvæðagreiðslu í haust. Fari
svo munu lögin komast til
framkvæmda á næsta ári.
Frumvarpið ásamt fylgi-
gögnum var birt í heild sinni í
síðasta tölublaði L&S en það er
einnig hægt að nálgast á vef
Alþingis.
Forstöðumaður hefur
ákvörðunarvald
í nýju lögunum er gert ráð
fyrir stofnun Kvikmyndamið-
stöðvar íslands. Ráðinn verður
forstöðumaður til fimm ára og
hefur hann ákvörðunarvald
varðandi hverskonar íjárstuðn-
ing við íslenskar kvikmyndir af
öllu tagi. f reglugerð sem
menntamálaráðherra setur er
gert ráð fyrir að kveðið verði á
um ráðningu úthlutunarnefnda
eða kvikmyndaráðgjafa, for-
stöðumanni til aðstoðar.
Úthlutað árið
um kring?
Talið er líklegast að lendingin
verði sú að forstöðumaður ráði
sér ráðgjafa sér við hlið og
þannig verði fyrirkomulag
íjárveitinga úr Kvikmyndasjóði í
svipuðum farvegi og víðast hvar
á Norðurlöndum og í Evrópu.
Þetta þýðir væntanlega að
úthlutað verður árið um kring,
líkt og nú tíðkast þegar hjá
stuttmynda- og heimildar-
myndadeild sjóðsins undir
stjórn Kristínar Pálsdóttur.
Ályktun SÍK
Framleiðendafélagið SÍK
ályktaði nýlega um frumvarpið
og segir þar m.a.: “Stjórn félags-
ins hefur skoðað frumvarpið
ítarlega og lýsir hér með yfir
ánægju með frumvarpið í heild.
Það er álit stjórnar SfK að mikil
þörf hafi verið á nýju frumvarpi
um kvikmyndamál, vegna þeirra
miklu breytingar sem átt hafa
sér stað á starfsumhverfi kvik-
myndaframleiðenda á undan-
förnum árum. Vel virðist hafa
tekist til með frumvarpið, enda
hefur við gerð frumvarpsins
verið tekið tillit til flestra
ábendinga kvikmyndagerðar-
manna.”
Fimm handrit fá framhaldsstyrki
frá Kvikmyndasjóði
Handritanefnd hefur veitt eftirfarandi fimm verkefnum framhaldsstyrk
að upphæð kr. 300.000,- hvert:
Barndómur eftir Karl Ágúst Úlfsson
Búktalaraást eftir Kristínu Ómarsdóttur og Oddnýju Eir Ævarsdóttur
Napóleonsskjölin eftir Arnald Indriðason
Skuggar eftir Jón Steinar Ragnarsson
Snjódóníu eftir Ragnar Bragason
2 Land & synir