Land & synir - 01.08.2001, Page 3
Á skrifstofu Böðvars Bjarka Péturssonar í Kvikmyndaskóla l'slands hangir stórt plakat úr La Strada Fellinis og blæs
honum hetjudáðir í brjóst á hverjum degi.
Bjarki og gæsirnar hans
Böðvar Bjarki Pétursson hefur ásamt samstarfs-
fólki sínu nýlokið tökum á kvikmynd sem ætluð
er til sýninga í kvikmyndahúsum. Myndin, sem
kallast “Gæsapartí”, er tekin upp á stafrænt mynd-
band (DV) og er stefnan að frumsýna hana í Háskóla-
bíói um miðjan októbermánuð. Myndin er framleidd
af 20 geitum í samvinnu við kvikmyndaklúbbinn
Filmund sem einnig stóð fyrir sýningum á heim-
ildarmynd Þorfmns Guðnasonar, “Lalli Johns” við
miklar vinsældir síðastliðinn vetur. Auk þess koma
ýmsir styrktaraðilar að myndinni en hún er unnin afar
ódýrt.
“Gæsapartí” var tekin upp á aðeins níu dögum og
fóru upptökur fram að mestu á Mótel Venusi við
Borgarnes. Að sögn Böðvars Bjarka kom hugmyndin
til hans þegar hann lenti óvænt í gæsapartíi á
Hyrnunni í Borgarnesi og upplifði hina villtu Fellini
stemmningu sem slíkar veislur bera með sér.
Myndin þallar um konu sem ætlar að giftast inní
sértrúarsöfnuð. Bróðir hennar, sem ér í sama söfnuði
og mannsefnið, ætlar að sjá til þess að veislan sem
kolgeggjaðar vinkonur hennar halda henni sé Guði
þóknanleg. Sem mótspil við afskiptum safnaðarins
sýna vinkonurnar henni rækilega fram á hverskonar
lífi hún er að fórna fýrir hnapphelduna. Hennar er
valið en þegar maður er lauf í vindi er erfitt að komast
leiðar sinnar.
Böðvar Bjarki Pétursson framleiðir myndina og
Ieikstýrir jafnframt. Hann gerir einnig handritið
ásamt Pétri Má Gunnarssyni. Guðmundur Bjartmars-
son sér um kvikmyndatöku, Árni Pétur Guðjónsson
er aðstoðarleikstjóri, um klippingu sér Gunnþóra
Halldórsdóttir, Sigurður Pálmason er framkvæmda-
stjóri og Inga Rut Sigurðardóttir sér um leikmynd og
búninga.
Með aðalhlutverk fara Oddný Guðmundsdóttir og
Magnús Jónsson. Leikaraval fór fram í Borgarfirði og
koma flestir leikaranna þaðan.
Undirbúningur að
Eddu 2001 hafinn
Undirbúningur
Eddunnar,
íslensku kvik-
mynda- og sjón-
varpsverðlaunanna er
hafinn. Hátíðin fer
fram í nóvember eins
og fyrr og líklega í
fyrrihluta mánað-
arins. Ekkert hefur
enn verið ákveðið
hvar herlegheitin
fara fram en Sjónvarp-
ið mun sýna beint frá
verðlaunaafhend-
ingunni líkt og í
fyrra, þegar hvorki
meira né minna en
65% þjóðarinnar
sátu límd við
skjáinn.
Heyrst hefur að helstu
fatahönnuðir þjóðarinnar hafi þegar
fengið margar pantanir vegna
hinnar væntanlegu hátíðar og því
Ijóst að Eddan hefur unnið sér sess
sem einn af hápunktum sam-
kvæmislífsins.
Tveir nýjir flokkar munu bætast
við næstu Eddu, verðlaun fyrir
handrit ársins, hvort sem er í kvik-
mynd eða sjónvarpi og verðlaun fyrir
fréttamann ársins, sem valinn verður
af sérstakri nefnd í samráði við fag-
aðila.
Sem fyrr eru þau verk sem sýnd
eru í kvikmyndahúsum frá 1. nóv-
ember 2000 til 31. október 2001
gjaldgeng í keppni en hvað varðar
sjónvarpsverk gildir tímabilið 1. okt-
óber 2000 til 30. september 2001.
Innan tíðar verður framleiðendum
sendar upplýsingar þar sem þeim er
gefinn kostur á að leggja verk sín
fram til tilnefningar.
Síðustu styrkirnir
úr stuttmynda- og
heimi Idarmyndadei Id
Þann 10. júlí s.l. voru veittir tveir styrldr úr Stutt- og heimildarmyndadeild Kvikmyndasjóðs
til neðantalinna verkefna. Ekki verður úthlutað til fleiri nýrra verkefna á vegum þessarar
deildar Kvikmyndasjóðs í ár. Einungis verður úthlutað til verkefna sem þegar hafa fengið
undirbúnings eða handritsstyrki, enda er þegar búið að ráðstafa mestum hluta þess sem til
ráðstöfunar er í ár og stórum hluta af fjármagni næsta árs. Tekið verður við nýjum umsólm-
um en þær eldd afgreiddar fyrr en í upphafi næsta árs.
a arinu
Umsækjandi Stjórnandi Verkefni Tegund Handr. & þr. 01 Framleiðsla 01 Framleiðsla 02
SamsLhópur um betri horg Helen Stefánsdóttir Föstudagur Stuttmynd 700.000
Nýja bíó Anna Þóra Steinþórsdóttir Ema bittir frænku Heimildarmynd 500.000
SAMTALS: 1.200.000
Land &. synir 3