Land & synir - 01.08.2001, Page 4
HANDRITIÐ SKRIFAÐL
GUÐSPJALLAMAÐURINN LÚKAS
Bíóið er musteri og hýsir fjölmennustu andlegu samkomur okkar tíma.
Ogflest kvikmyndahandrit eru byggð á hugmyndum sem hafa skolast til höfundanna úr
Biblíunni, Kóraninum, Úpanisjödunum, Bókinni um veginn eða öðrum slíkum pælingum.
Allar bíómyndir eru vitnisburður um eða athugasemdir við siðaboðskap, trúarbrögð
og lífsskoðanir. Hver er öflugasti boðskapurinn í samtímanum?
NOKKRAR VINSÆLUSTU BÍÓMYNDIR ALLRA TÍMA
1 Titanic (1997), J. Cameron
2 Star Wars (1977), G. Lucas
3 Star Wars: The Phantom Menace (1999),G. Lucas
4 E.T.(1982), S. Spielberg
5 Jurassic Park (1993), S. Spielberg
6 Forrest Gump (1994), R. Zemeckis
7 The Lion King (1994), R. Allers/R. Minkoff
8 Return of the Jedi (1983), R. Marquand
9 Independence Day (1996), R. Emmerich
10 The Sixth Sense (1999), M. Night Shyamalan
11 The Empire Strikes Back, (1980), I. Kershner
Aths.: Hér er miðað við dali í kassann, þ.e. greiddan
aðgangseyri í kvikmyndahúsum á verðlagi hvers tíma.
Röðin verður önnur ef tekið er tillit til verðbólgu. Erfitt að
gera svona samanburð nákvæman og nægilega upplýsandi
af ýmsum orsökum, heimildir eru stundum eldki
áreiðanlegar og hér er ekki tekið tillit til sölu myndbanda
og geisladiska og áhorfs á þá.
Eitt af því sem vekur athygli er hve mörg verkanna
snerta ögurstundir og endalok, smæð mannsins gagnvart j
óvæntum atvikum, en ekki síst návist hins óútskýranlega j
og "yfirnáttúrlega".
Trú og bíó
Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Martin Scorsese (f. 1942) er af
ítölsku foreldri og þefaði af kaþólskum prestaskóla í New York áður
en hann sneri sér að kvikmyndanámi. Ein af frægustu
stuttmyndum sögunnar er skólaverk hans Raksturinn mikli (The Big
Shave,1967) þar sem maður sker sig við rakstur en heldur áfram og
úthellir blóði sínu stöðugt í hvítan vaskinn og loks um allt baðherbergið
á svo yfirgengilegan máta að fæstum er rótt í kvið. Þótt Scorsese segist í
Rakstrinum hafa verið að mótmæla Víetnamstríðinu leikur lítill vafi á því
að þessi blóðfórn kallast á við blóðhefð kristninnar.
Fyrsta stýrða mynd Scorsese sem hann var að gera á sama tíma og
Raksturinn, Hver ber að dyrum? (I Call First (1967) / Who's that
Knocking at My Door (1968)), endar á því að aðalpersónan kyssir fætur
Krists á róðukrossi í kirkju og blóð tekur að renna úr fætinum.
Raksturinn á sér þannig sama uppruna og Krossvísur Jóns biskups
Arasonar á 16. öld: "fyrir þann dýra dreyrafoss / er dundi af sárum þín /
blessað benja vín". Enn skýrari er samlíkingin við Passíusálma sr.
Hallgríms Péturssonar á 17. öld: "opinbert sáu allirþar / útrunninn dreyra
foss". Eins og Scorsese segir: "Blóð er mjög mikilvœgt í kirkjunni. Blóðið er
lífskrafturinn, kjarninn, fórnin."1 Og hann sagði á árinu 1997:
“Ég sé ekki andstæður milli trúar og kvikmynda, hins helga og hins verald-
lega. Auðvitað er ýmislegt sem skilur á milli, en ég get líka séð líkindi með
kirkju og kvikmyndahúsi. Á báðum stöðum kemur fólk saman til að deila
sameiginlegri reynslu. Ég trúi því að andlega reynslu sé að finna í
kvikmyndum, þó hún komi ekki í stað trúar. Ég hefkomist að því gegnum
tíðina að margar kvikmyndir höfða til hins andlega í náttúru mannsins, allt
frá Intolerance Griffiths, gegnum Þrúgur reiðinnar [eftirj John Ford, Vertigo
[eftirj Hitchcock til 2001 [eftir] Kubrick... ogsvo margar fleiri. Það er eins og
kvikmyndir hafi svarað hinni cevafornu leit okkar að sameiginlegu algleymi.
Þær uppfylla hina andlegu þörf fólks til að deila sameiginlegum
minningum".2
Scorsese segist síðast hafa skriftað hjá presti 1965 en síðan skriftað í
myndum sínum (skyldi kaþólilddnn Lars von Trier vera að gera það
sama?) og að gamlir félagar hans í prestastétt hafi skilning á þessu.
Scorsese segir: "...ég get ekki hætt að vera trúaður. Ég er að leita að
sambandinu milli Guðs og manns eins og allir aðrir."3
Tvær bíómynda Scorsese snúast beinlínis um trúarleg efni, Síðasta
freisting Krists (The Last Temptation of Christ, 1988) og Kundun (1997),
sem skýrir frá tíbetska Búddistaleiðtoganum Dalai Lama.4 Sú fyrrnefnda
lýsir m.a. manneðli Krists á opinskáan hátt og mætti harðri andstöðu
ýmissa siðapostula. Hún var sýnd athugasemdalítið í bíói hérlendis en
tekin fyrirvaralítið af dagskrá Sjónvarpsins fyrir nokkrum árum vegna
mótmæla ónafngreindra þrýstara og hefur ekki enn sést á skjáum
landsmanna.
Kvikmyndin er kirkja
Ásgrímur Sverrisson (f. 1964)5 kvilcmyndaleikstjóri og ritstjóri Lands
& sona hefur teldð enn dýpra í árinni um hliðstæður kirkju og
kvikmynda heldur en Scorsese:
“Kvikmyndin er kirkja. Staður til að eiga sameiginlegan fund með guði,
en um leið einkafund, með okkar persónulega guði. Til hvers segjum við
sögur? Sögur eru lækningfyrir sálina. Tilraun til að skilja, skilgreina, hrífast,
komast í algleymið. Kvikmyndin, líkt og trúin, er aðferð til að skoða
mannskepnuna að innan og utan, vonir og þrár, drauma og martraðir,
tengsl hennar við umhverfi sitt.
Kvikmyndastjörnurnar eru dýrlingarnir, íkonarnir, birtingarmynd hinna
háleitu markmiða sem okkur dreymir um. Poppið og kókið - oblátan og
vínið?
Ég trúi á kvikmyndina. Ég trúi á mátt hennar til að hreyfa við okkur,
snerta okkur. Ég trúi á Chaplin og Hitchcock, John Ford, Orson Welles,
Woody Allen og Billy Wilder, Kieslowski og Bergman, Scorsese og jafnvel
Friðrik Þór.
Kvikmyndasýningin er altarisganga. Við játumst töfrum hennar sam-
eiginlega og um stund opnast okkur himnarnir.”6
4 Land & synir