Land & synir - 01.08.2001, Blaðsíða 10

Land & synir - 01.08.2001, Blaðsíða 10
mitt hlutverk að leita skýringa, heldur eingöngu að varpa ljósi á ákveðinn veruleika. Einhverja smáveröld sem hann býr í. Mér leiðast myndir sem hafa einhverja pólitíska réttlætingu að leiðarljósi. Kvikmyndagerðarmaður með skoðun er eitthvað sem að ég hef ekki áhuga á. "Ég ætlaði að spyrja um hvaða rétt maður hefði varðandi sjúkra-dagpeninga...Aftur ítímann... En nú hafa menn fengið það.... Ja, nei ekki þeir sem hafa verið í fangelsi.... Ég veit um einn sem var á skíðum og hann bara labbaði þarna inn í Trygginga-stofnun ríkisins og talaði við einhverja yfirmenn þar og... Er engin yfirmaður þarna sem maður getur talað við þarna? Nú er þannig sko að ég á þvott niðri á Hótel Lind sko sem kostar 500 kall. En get ég ekki náð í neinn núna? Er sem sagt... Á maður engan rétt?" Lalli Johns Ég fann það líka með félagsmálastofnun og félagsþjónustuna að þeir voru bara ekkert til viðtals. Þeir vildu ekki að ég væri að gera þessa mynd. Ég fann það líka með fangelsismála- stofnun. Þeir vildu ekki að ég væri að gera þessa mynd. Þeir vildu ekki hleypa mér inn þegar Lalli var inni. Á meðan spígsporaði Jón Ársæll Þórðar- son frá Stöð 2 og gerði þáttaröð sem átti að vera vika Jóns Ársæls í fangelsinu, en var í raun og veru ekld nema tveir dagar. Hann kom inn í íslandi í dag kvöld eftir kvöld í viku að segja frá. Spígsporandi þarna um með míkrafóninn og talandi við hina og þessa fanga. Ég fékk það ekki. Af hverju fékk ég það ekki? Af því að þeir vildu ekki að ég væri að gera þessa mynd. Af því að þeir eru litlir smákóngar í kerfinu. Þeir ráða hverjir fara inn og hverjir ekki. Þetta eru bara geðþóttaákvarðanir yfirmanna. Þetta er ákveðið vald sem þeir nota og beita. Og ég get sagt þér margar sögur um það. Hins vegar fór ég inn í fangelsið þegar Lalli var laus. Þá gat ég farið og myndað hann inní fangaklefanum. Ekki fyrr. Það er nefnilega ekki sama Jón eða séra Jón. "Góðan daginn" (Lalli Johns) "Sæll vertu kallinn minn. Hvern ertu með þér?" (Lögreglumaður) "Þetta er heimildakvikmyndamaður. Það er kannski vont að fá hann í þessa deild hérna?" "Já. Hann er ekki leyfilegur hingað inn. Hann getur beðið fyrir utan bara meðan við ræðum málin." "Já." "Eru þeir að gera heimildarmynd um þig?" "Já, já og engin fíkniefni." "Heyrðu! Þá lokum við bara.Takk fyrir." [Mynd af lokuðum dyrum.] Ég vildi ekki taka þetta lengra og eyða orku í það. Þá hefði myndin bara breyst. Maður hefði farið í annan farveg. Það má kannski orða það þannig að ég var kominn í spor Lalla Johns að þessu leitinu til gagnvart kerfinu. Ég fann fyrir kerfinu. Það var ekkert hrifið af því sem ég var að gera. Það voru ákveðnir menn innan MYNDIN SEM KERFIÐ VILDI EKKIAÐ YRÐI GERÐ: "Ég fann það líka með félagsmálastofnun og félagsþjónustuna að þeir voru bara ekkert til viðtals. Þeir vildu ekki að ég væri að gera þessa mynd. Ég fann það líka með fangelsis- málastofnun. Þeir vildu ekki að ég væri að gera þessa mynd" segir Þorfinnur Guðnason meðal annars. sannleikur, vegna þess að þær ákvarðanir sem þú tekur við klippiborðið eru þess eðlis að það er aldrei hægt að segja alla söguna. Sannleikur plús eða mínus er ekki sannleikur. Hann er teintaður (veill). Maður er að reyna að varpa ljósi á sann- leikann en maður er aldrei að reyna að segja hann allann. Þetta er svolítið atriði því að það er í höndum leikstjórans eða klipparans að ákveða hvað áhorfendur fá að sjá. "Ég var búinn að vera á flakki í þrjú ár, þá vinnur mamma stóran vinning í Happdrætti Háskólans [...] Þá keypti hún sér íbúð og við fluttum inn til hennar. Það var rosalega gaman. Kábojar og indjánar og ég, Buffalo Bill frá A til Ö. Hold it, stick'em up. Bang." Lalli Johns Ég gæti klippt á þar sem Lalli segir “Ekki setja þetta inní myndina” eða “Ég var bara að ljúga” og ég gæti presenterað það sem heilagan sannleik, þó hann væri bara að ljúga. Mér finnst þetta vera svolítið málið í heimildarmyndagerð af þessum toga. Menn mega ekki búast við því að allt sé hreinn og beinn sannleikur vegna þess að plús eða mínus einn af þessum 100% sannleik hann gerir sannlerkinn fangelsismálastofnunar sem reyndu beinlínis að setja stein í götu mína þegar ég var að gera myndina. "Ég er tækifærissinni, en ekki þjófur." Lalli Johns teintaðan, hann verður aldrei hreinn sannleikur. Þannig að það eina sem þú getur gert er að reyna að varpa ljósi á hann í gegnum þessa frásögn sem klippingin er. Menn voru með allskonar vandlætingu gagnvart öðrum kvikmyndagerðarmönnum á þessum cinéma vérité tímabili og menn fóru svona í ýmsar áttir í þessu observational dæmi. Þessi rammaffysting í myndinni markast af því að annað hvort var spólan ónýt eða biluð á ákveðnum tíma. Þannig að ég varð að frysta rammann eða fara út í svart. Þannig að þetta var bara spurning um það eða að sleppa atriðinu algjörlega. Þetta er bara hrá mynd. Ég bara reyndi með öllum ráðum að segja þessa sögu. Það var því engin djúp hugsun þar að baki. Það er svolítið gaman að segja frá því að þegar myndin fór í gegnum tækniskoðun hjá Sjónvarpinu þá hringdu þeir í mig og bentu mér á galla sem var reyndar mjög djúpt hugsaður. Þá hafði ég klippt mjög hratt og látið myndina óma í endurtekningu. Þeir bentu mér á þennan “galla”. Ég hins vegar benti þeim á að þetta væri listræn úrlausn. Þegar menn eru að rökræða um sannleikann í kvikmyndagerð og sérstakleg í svona observational myndum. Þá er það alveg svart á hvítu að það er enginn sannleikur til í raun og veru. Enginn heilagur, einn hreinn, heilagur Menn voru t.d. með ákveðnar reglur eins og cinema direct þar sem að þú varðst að klippa allt eftir tímaröð. Máttir ekki færa tímann til og frá. Allir þessir vandlætingasinnar sem töluðu með kyndilinn í hendinni og töluðu um leitina að sannleikanum - að þetta væri sannleikur en hitt lygi. Það er bara bull að mínu mati. Sannleikurinn er bara í einhverju núi. Þú getur ekki endursagt sannleika. Sannleikurinn er hér og nú. Þú endursegir hann ekki. Allar hugmyndir um háheilagleika eru bara bull. "Gangi þér vel Lalli. Passaðu að lenda ekki inni!" N.N. vinur Lalla Johns VIÐTAL: SIGURJÓN BALDUR HAFSTEINSSON sbh@kvikmyndasafn.is 10 Land & synir

x

Land & synir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.