Land & synir - 01.08.2001, Side 12

Land & synir - 01.08.2001, Side 12
hvors annars færi fram í nokkrum erlendum leiklistar- skólum. Ég komst að því að það var allur gangur á hvað mikil eða lítil áhersla var lögð á kvikmyndavinnu. En útúr þessum pælingum þróaði ég kúrs sem ég hef kennt síðan með smávægilegum breytingum. Lykilatriði var að virkja nemandann sem leikara, en jafnffamt gefa honum innsýn í vinnu annarrra við kvikmyndagerð - þannig kenni ég undirstöðuatriði í myndmáli og ýmis konar vinnu sem yfirleitt er aðeins kennd í kvikmyndaskólum. Ég held að mér sé óhætt að segja að ég hafi fengið gífurlega mikil og jákvæð viðbrögð, bæði hjá nemendum og flestum kennurum. Og bæði Gísli Alfreðsson og síðar Ragnheiður Skúladóttir höfðu góðan skilning á því sem ég var að reyna að gera.” Á nám í kvikmyndaleik að vera viðurkenndur þáttur í leiklistarnámi? Samfara sífellt auknum umsvifum íslenska kvikmynda- og sjónvarpsgeirans á síðustu árum er Ijóst að starfstækifæri leikara á þeim vettvangi hafa stóraukist. Auk vinnu við bíómyndir og sjónvarpsverk má nefna auglýsingar, talsetningu, stuttmyndir og fleira. L&S lék því forvitni á að vita hvernig tekið er á þessum þætti leiklistar hjá Leiklistardeild Listaháskóla íslands (sem tekið hefur við af Leiklistarskóla íslands) og hvaða sjónarmið eru uppi hjá hlutaðeigandi aðilum varðandi þessi mál. í lausum skorðum já Leiklistarskóla Islands meðan hann var og hét, voru kennd kvikmyndanámskeið á 3. ári sem stóðu í 3-5 vikur og komu ýmsir kvikmyndagerðarmenn að þeim. Þá var Leiklistarskólinn í samvinnu við Sjónvarpið um gerð leikinnar sjónvarpsmyndar með þáttöku 4. árs nema og var það verkefni hluti af Nemendaleikhúsi. Af þessu samstarfi spruttu sjónvarpsmyndirnar “Rót” í leikstjórn Óskars Jónassonar og “Guð er til og ástin” í leikstjórn Hilmars Oddssonar. Að sögn Ragnheiðar Skúladóttur, deildarforseta Leiklistardeildar LHl, hafa ekki orðið breytingar varðandi t.d síðasta 3.ár (sem er að fara á 4.ár núna) og þá nemendur sem eru að fara á þriðja ár í haust. Báðir þessir bekkir fá “intensívt” námskeið í kvikmyndaleik hjá Hilmari Oddssyni. Hilmar semur handritið í samvinnu við nemendurnar og þau skjóta stuttmynd á myndband og fá krakkarnir að koma að ferlinu á margan hátt. Þetta er þó aðeins fárra vikna námskeið. “Nám í kvikmyndaleik við Leiklistarskóla íslands var í mjög lausum skorðum fram til ársins 1997” segir Hilmar Oddsson. “Engin námsáætlun var til um þá kennslu sem þar átti að fara fram, ýmsir höfðu sinnt henni og oftar en ekki var afrakstur kúrsins látinn liggja óklipptur, þannig að nemendur fengu sjaldnast tækifæri til að skoða það sem þeir höfðu verið að gera og læra þannig af því. Stundum var einfaldlega stillt upp VHS tökuvél sem tók upp lítinn leikþátt, nánast eins og á sviði, án þess að alvarleg tilraun væri gerð til að sýna sama hlutinn frá fleiru en einu sjónarhorni, eins og kvikmynda er gjarnan háttur. Ég held að það sé óhætt að segja að nám í kvikmyndaleik hafi verið mjög marklaust, með einni eða tveimur undantekningum. Ég var beðinn um að taka þessa kennslu að mér 1997 og ég ákvað að gjörbylta henni. Ég byrjaði á að setja mér markmið með kennslunni. Hvað væri hægt að miðla miklu á þeim 3- 4 vikum sem mér voru skammtaðar með þriðja árs nemendum? Ég lagði í töluverða undirbúningsvinnu og kannaði hvernig sambærileg kennsla Uppbygging námskeiðs í kvikmyndaleik Námskeið Hilmars er fjögurra til fimm vikna hálfsdags námskeið þar sem afrakst- urinn er leikin 40 mínútna kvikmynd þar sem allir hafa fengið tækifæri til að láta ljós sitt skína. Þessi mynd er sýnd í skólanum með pompi og pragt en fer ekki víðar, þar sem ekki er hægt að líta á hana sem fullkomlega faglega mynd. Svona lýsir Hilmar uppbyggingu nám- skeiðsins: "Fyrsta vikan er teórítísk kennsla í kvikmyndagerð með áherslu á starf kvik- myndaleikarans. Allt ferlið er tekið fyrir, frá hugmynd að frumsýningu. Ég sýni búta úr kvikmyndum eða heilar kvikmyndir máli mínu til stuðnings. Jafnframt þessu fer fram önnur vinna. Nemendur, hver og einn koma með hugmyndir að 40 mínútna mynd með átta persónum (ef það er fjöldi bekkjar- félaga), hugmyndir eru ræddar, ein er valin af kennara og nemendum og henni er gróflega skipt niður í atriði. Atburðarás þróuð. Fyrsta vika endar á því að kennari kastar nemendum í hlutverk. I annarri viku fer ffam spunavinna útfrá þeim atriðum sem þegar hafa verið ákveðin. I þessari viku verður til raunverulegt handrit að 40-50 mínútna mynd. Jafnframt fara fram ákveðin skipulagsatriði sem tengjast tökum sem hefjast strax í þriðju viku. Vikur þrjú og fjögur eru tökur samkvæmt handriti. Nemendur leika og sinna öðrum störfum eins og hljóðupptöku, skriftun, framkvæmda- og upptökustjórn, aðstoð við myndatöku og öllu sem til fellur. Kennari er leikstjóri og yfirleitt er reynt að fá utanaðkomandi tökumann með einhverja reynslu. Fimmta vikur hefur verið eftirvinnsluvika, þar sem kennari klippir og gengur frá eins og aðstæður leyfa. Nemendur fylgjast með þessari vinnu og geta þannig metið vinnu sína og skoðað tökur sem ekki verða notaðar í endanlega mynd. Ferlið endar á frumsýningu fyrir nemendur, kennara og helstu velunnara skólans.” Ekki framhald á samvinnu við Sjónvarpið Ekki hefur orðið framhald á samstarfi Leiklistardeildar LHl og Sjónvarpsins um gerð sjónvarpsmyndar með þátttöku 4. árs nema. “Okkur fannst nauðsynlegt að endurskoða innanhúss hvernig þessari kennslu yrði háttað til þess að nemendur séu hreinlega tilbúnir til að leika í sjónvarpsmynd sem send er út um allt land” segir Ragnheiður um það atriði. “Hinsvegar fá þeir nemendur sem koma núna inn sem nýnemar námskeið sem stendur yfir allan veturinn en er meira í fyrirlestraformi á þessu fyrsta ári, tveir tímar á viku, þar sem farið er í hina ýmsu þætti kvikmyndagerðar, hljóðsetningu og gerð auglýsinga. Þau munu fá að spreyta sig eilítið hvað varðar leik en aðaláherslan verður á að undirbúa þau fræðilega allt frá því að horfa á valdar senur úr bíómyndum og ræða 12 Land & synir

x

Land & synir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.