Land & synir - 01.08.2001, Blaðsíða 13

Land & synir - 01.08.2001, Blaðsíða 13
ÞEIRRA ER FRAMTÍÐIN: "Ég veit að hægt er að hjálpa leiklistarnema til að ná betri tökum á kvikmyndaleik og skilja sérstöðu hans og töfra og ég er sannfærður um að betur menntaðir leikarar munu stuðla að betri kvikmyndum. Leikarar verða að skilja að þetta er sameiginlegt hagsmunamál leikarastéttarinnar og kvikmyndagerðarinnar í landinu" segir Hilmar Oddsson kvikmyndaleikstjóri meðal annars í þessari umfjöllun. AÐ OFAN: Útskriftarárgangur Leiklistarskóla íslands árið 1999. Frá vinstri: Egill Heiðar Anton Pálsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Rúnar Freyr Gíslason, María Pálsdóttir, Stefán Karl Stefánsson, Hinrik Hoe Haraldsson og Laufey Brá Guðjónsdóttir. þær út frá vinnu leikarans til þess að sjá hvernig auglýsing er klippt og svo framvegis Ætlunin er að halda þessu áfram á öðru og þriðja ári og síðan ef til vill að gera stuttmynd á fjórða ári. Aðalmarkmiðið er að skila þessum nemendum út á vinnumarkaðinn sem best undirbúnum fýrir atvinnu- mennsku á sviði kvikmynda- og auglýsingaleiks þó svo að aðaláherslan á náminu í þessari deild verði enn um sinn á sviðslistina.” Hilmar segist hafa sett á oddinn strax í upphafi að afrakstur þessarar kennslu kæmi til með að vera raunverulegur lokaáfangi við útskrift nemenda, þ.e. hluti af Nemendaleikhúsi. “Þetta tókst í tvígang í samstarfi við RÚV og það var mjög af hinu góða. Af einhverjum ástæðum klúðraðist þetta hjá síðasta útskriffarárgangi þannig að klippt var á þráðinn. Næsti árgangur, sem mun starfrækja Nemendaleikhús í vetur, reyndist ekki hafa áhuga á að gera mynd að hluta vetrarstarfsins, þannig að teikn eru á lofti um að þetta mikilvæga starf heyri nú sögunni til. Ég hef barist gegn þessu á undanförnum mánuðum en án sýnilegs árangurs.” Mikilvægi náms í kvikmyndaleik Aðspurður um hvernig hann myndi vilja sjá kennslu í kvikmyndaleik háttað hjá LHÍ í framtíðinni segir Hilmar: “Á fyrsta ári ætti að vera stuttur kúrs um kvikmyndir sem listgrein. Kúrs sem ætlað væri að opna augu fyrir möguleikum og því sem ekki alltaf er til sýnis í kvikmyndahúsum. Kúrsinn myndi kvikmyndagerðarmaður eða kvikmyndafræðingur annast. Sem sagt skemmtilegar pælingar, með sögulegu ívafi. Á öðru ári væri kúrs (vika) með reyndum kvikmyndaleikstjóra þar sem nemendur eru leiddir fram fyrir tökuvél líkt og um áheyrnarprufu væri að ræða. Farið í gegnum það ferli. Fjallað um samband leikara og tökuvélar. Jafnframt væri nemendum kennd undirtöðuatriði á stafrænar tökuvélar (ef þeir kunna það ekki allir þegar) og þeir hvattir til að gera litlar tilraunir hverjir með öðrum. Afraksturinn skoðaður og ræddur. Á þriðja ári færi fram aðalkennslan á svipaðan hátt og ég hef verið að lýsa að framan. Á fjórða ári væri gerð samstarfsmynd RÚV og Nemendaleikhúss og hún sýnd í sjónvarpi allra landsmanna. Þessar hugmyndir má að sjálfsögðu þróa miklu lengra.” En hversu mikilvæg er kennsla í kvikmyndaleik í námi leikara? Björn Thors leiklistarnemi, sem er að hefja þriðja ár sitt í skólanum og jafnframt að leggja lokahönd á stafræna bíómynd ásamt samstarfsfóLki, telur hana mjög mikilvæga. “Nemendur skólans hafa mjög gott af slíku námi og reyndar öllum störfum við kvikmyndir” segir hann. “Kvikmyndagerðar- menn ættu að vera enn duglegri að sækja sér starfsfólk inn í Leiklistar- skólann til að vinna við kvikmyndir sínar og þannig ala markvisst upp leikara sem kunna að vinna á setti og hafa þ.a.l. einhverja þekkingu og reynslu þegar kemur að þeim að standa fyrir framan linsuna.” Og Björn hefur ýmislegt til málanna að leggja varðandi umræður, bæði opinberar og manna á meðal, um frammistöðu íslenskra leikara í kvikmyndum. “Leikarar eru mis hæfileikaríkir eins og leikstjórar og fullyrðingar þess efnis að íslenskir leikarar geti ekki leikið í bíómyndum eru gömul tugga. Góður leikari getur leikið hvað sem er, hvort sem í kvikmynd eða á sviði, það höfum við séð í mörgum íslenskum kvikmyndum. Til dæmis má nefna að mjög stór hluti bandarísku kvikmyndaleikaraflórunnar (sem iðulega er tekin til viðmiðunar) er einnig sviðsleikarar. Það eru hins vegar ekki allir leikarar góðir leikarar. Starf leikarans er ekki svo ólíkt í leikhúsinu og á tökustað þó svo formerkin séu önnur. Lykilatriði er að leikstjórinn og leikarinn tali sama tungumál svo afraksturinn verði góður.” Ragnheiður segir kennslu í kvikmyndaleik vera sjálfsagða. “Auðvitað hlýtur hver maður að sjá það að markaðurinn sem þessir nemendur koma inn á er orðin miklu ijölbreyttari nú heldur en hann var fyrir aðeins fáeinum árum” segir hún. “Að sjálfsögðu eigum við sem bjóðum upp á nám í leiklist að hafa það í huga og gefa nemendum okkar kost á að fara í gegnum grunnþætti kvikmyndaleiks. Þetta verður að skipuleggja vel eins og alla aðra kennslu og má ekki frekar en annað vera einhver tilviljunarkennd kennsla. Hitt er svo annað mál að það hljóta að fara að spretta upp aðrir skólar eða námskeið, t.d Kvikmyndaskólinn, sem sérhæfa sig í þessum hlutum og hafa þá vonandi hæfustu kennara sem völ er á. Nemendur héðan geta þá á eigin vegum sótt þessi námskeið annaðhvort samhliða veru sinni í leildistardeildinni eða að námi loknu sem viðbót við sitt nám.” Hilmar fullyrðir að fleiri nemendur sem útskrifast eiga eftir að fá tækifæri í myndmiðli (kvikmynd, sjónvarpsmynd, stuttmynd, auglýs- ingum, sjónvarpsþáttum hvers kyns) heldur en hjá atvinnuleikhúsum. “Fyrir marga verður þetta helsti starfsvettvangur þeirra sem leikara, segir hann. “Því megum við alls ekki stinga höfðinu í sandinn og láta eins og vinna leikarans fari aðeins fram í leikhúsi, það er einfaldlega ekki í takt við tímann. Hins vegar á kennsla í kvikmyndaleik alls ekki að vera uppistaðan í námi leikarans, því fyrst þarf að byggja þann grunn sem allur leikur hvílir á. Hún á hins vegar að vera raunverulegur, sýnilegur og viðurkenndur þáttur í leiklistarnámi. Leikhúsið og kvikmyndagerðin eiga að vinna saman og notfæra sér kosti hvors annars. Ég veit að hægt er að hjálpa leiklistarnema til að ná betri tökum á kvikmyndaleik og skilja sérstöðu hans og töfra og ég er sannfærður um að betur menntaðir leikarar munu stuðla að betri kvikmyndum. Leikarar verða að skilja að þetta er sameiginlegt hagsmunamál leikarastéttarinnar og kvikmynda- gerðarinnar í landinu.” Land& synir 13

x

Land & synir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.