Land & synir - 01.08.2001, Blaðsíða 14
555-6160
"Takk fyrir að hringja í Bæjarbíó,
kirkju kvikmyndanna.
EFTIR SIGURJÓN BALDUR HAFSTEINSSON
forstöðumann K v i k m y n d a s a f n s íslands
“What we're actually talking about is the
destruction ofa culture. Certainfilms made
during the Thirties, Forties or Sixties can tell you
more about the attitudes and lifestyles of a
country ihan anything else. But thesefilms are
really being used as disposable art. ..in-built
obsolescence, where a color print fades after only
two years and the negative fades after six or
seven. It's an outrage. ...Áll of our agonizing
labor and creative effort isfor nothing because
ourfilms are vanishing.”
annig kemst bandaríski leikstjórinn
Martin Scorsese að orði í blaðagrein frá
1980, en hann hefur verið ötull talsmaður
þess að þjóðir heims hugi að kvikmyndaarfi
sínum og geri ráðstafanir til þess að honum sé
bjargað frá glötun. Annar kvikmyndaleikstjóri,
Steven Spielberg, hefur einnig verið talsmaður
kvikmyndavarðveislu og fjármagnaði m.a.
byggingu kvikmyndasafns í ísrael. Ef slíkra
manna nyti ekki við væri hætta á að margar
háskóladeildir sem stunda sagnfræði, félags-
vísindi, hugvísindi einsog bókmennta- og kvik-
myndafræði þyrfti að leggjast niður vegna þess
einfaldlega að það er ekki til neitt sem heitir
kvikmynd - nema þá í munnmælasögum eða
sem stafir á bók sem lýsa listformi sem hrifið
hefur fólk allt frá fyrstu tíð. Tíminn hefur lagt
filmur og myndbandsmerki að velli, og sú hætta
er viðvarandi.
Söfnun kvikmynda
Þó svo að Islendingar hafi verið tiltölulega
fljótir að komast í kynni við kvikmyndalistina,
en elstu heimildir um sýningar á kvikmyndum
er að finna frá árinu 1903, og verið farnir að fást
sjálfir við kvikmyndatökur um 1904, var það
ekki fyrr en um 70 árum síðar sem farið var að
huga að því að safna þessum menningarsögu-
legu minjum með skipulögðum hætti. Er það
nokkuð seinna en í nágrannalöndunum. Sem
dæmi má nefna að Svíar hófu sína söfnun árið
1933 og var það tveimur árum áður en
Þjóðverjar, Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn
stofnuðu sín söfn. Að mörgu leyti má segja að
sögu kvikmyndasafha í Evrópu svipi saman, en
mörg þeirra hafa byrjað fýrir tilstilli áhuga-
samra einstaklinga sem vakið hafa athygli á því
að kvikmyndir eyðileggjast (t.a.m. er áætlað að
75 tO 80 prósent af þöglum myndum sem
gerðar hafa verið í heiminum séu glataðar) og
að það þurfi að koma til samstillt átak
samfélagsins til þess að bjarga þeim frá glötun.
Á sama hátt og Frakkar eiga Henri Langlois,
stofnanda franska cinemateksins (en hann
geymdi meðal annars kvikmyndaarfinn í bað-
karinu heima hjá móður sinni), geta
íslendingar teflt fram Erlendi Sveinssyni sem
ósérhlífnum upphafsmanni að samfelldri
söfnun á kvikmyndaarfi þjóðarinnar. Fleiri
komu að þeirri söfnun, einsog Knútur Hallsson
í menntamálaráðuneytinu, en það var fyrir
vitund og þekkingu þessara manna á eyðingar-
mætti tímans sem íslendingar geta nú horft inní
fortíðina á slökkviliðsæfingu í Reykjavík frá
árinu 1906 eða á svipmyndir úr Reykjavík um
1920.
Sem dæmi um þær hættur sem steðja að
filmuefni má nefna nitrat filmubasann, en hann
er eldfimur og þurfa þær filmur því sérstaka
meðhöndlun svo ekki fari jafn illa og þegar
Cineteca Nacional í Mexíkó brann til kaldra
kola á áttunda áratugnum og stór hluti af
Mexíkanskri kvikmyndasögu, filmum og gögn-
um, glataðist fýrir fullt og allt. Annað dæmi um
hættur er vinegar syndrómid, en það lýsir sér
sem efnalosun og veikir mjög filmuefnið, með
þeim afleiðingum að endurgera (kópíera) þarf
myndina. Og í þriðja lagi má nefna dofnun á
litum í handlituðum filmum eða litfilmum, en
litasamsetningar á filmubasa (hvort sem það er
nitrat, acetat eða polyester) eru mun við-
kvæmara efnasamband en svart hvítar filmur.
Segja má að Kvikmyndasafn Islands standi
einna helst framrni fyrir tveimur síðastnefndu
vandamálunum á næstu árum. Þessi þrjú dæmi
sýna okkur að leggja þarf í gríðarlegan kostnað
við að búa þessum minjum viðunandi aðstöðu
til að varna hættum og hrörnun á efninu, og er
það hægt með réttum umbúðum sem filmurnar
eru geymdar í og hita- og rakastýringu í
geymslurýminu. Einnig þarf töluverða fjármuni
í að endurgera myndefhi sem látið hefur á sjá
vegna mikillar notkunar (rennsli í gegnum
sýningavélar), lélegra geymsluaðstæðna í
marga áratugi, vegna vatnstjóns osff., osfr..
Kostnaður við söfnun, varðveislu og endur-
gerðir er flestum einstaklingum og fýrirtækjum
hér á landi (og í flestum Evrópulöndum) of
mikill til þess að þeim sé þetta mögulegt. Bretar
stóðu frammi fyrir samskonar vandamáli og
árið 1948 skrifaði starfsmaður British Film
Institute, Ernest Lindgren, að vegna stærðar
vandamálsins er lýtur að söfnun og varðveislu
þessa menningararfs“yrði þjóðarátak að koma
til. Árangur Breta á því að safna kvikmyndum
og varðveita þær hefur verið mjög góður, en
Kvikmyndasafn Islands á nokkuð í land þar til
ásættanlegum árangri er náð. Sem dæmi má
nefna að af þeim rúmlega 60 bíómyndum sem
gerðar hafa verið frá kvikmynd Reynis
Oddsonar, Morðsögu (1977), eru einungis að
finna frumefni innan við 10 mynda á safninu og
þá í flestum tilvikum aðeins hluta þess. Frum-
efni myndanna Hrafninn flýgur, Atómstöðin og
Börn náttúrunnar er meðal þess sem varðveitt
er á Kvikmyndasafni Islands.
Varðveisla og skráning
Aðeins hefur verið minnst á nauðsyn þess að
búa filmum góðar varðveisluaðstæður og er
óhætt að segja að sú aðstaða sem Kvik-
myndasafn Islands hefur á undanförnum 5
árum haft, er einsog þær gerast bestar í
heiminum. Það hefur hins vegar nokkuð vantað
uppá að filmurnar fái að njóta til fullnustu
aðstæðnanna og kemur það til af því að safnið
hefur fyrst og fremst verið rekið sem
móttökusafn fyrir filmuefni og er það í takt við
þrönga túlkun á lagaákvæðum frá 1984 um
markmið safnsins. Kvikmyndaefni hefur þvi
hlaðist upp í geymslum safnsins en ekki reynst
ráðrúm til að sinna einsog best verður á kosið
hverjum ramma sem safninu hefur áskotnast.
Einnig hafa stöðugildi verið í lámarki, en það er
ekki fyrr en á síðast ári sem stöðugildunum
fjölgaði um helming, frá einum og hálfum
starfsmanni til þriggja. Til samanburðar má
geta þess að hjá Ríkisútvarpinu starfa um 12
manns við söfnun, varðveislu, skráningu og
tækniskoðun á hljóð- og myndefni stofnun-
arinnar.
Af þessum sökum er hægt að spyrja hvers
vegna og í hvaða tilgangi á að safna ef Kvik-
myndasafni Islands reynist svo um megn að
sinna efninu sem skyldi. Eina svarið við þeirri
spurningu er að þannig eru meiri líkur á að
efninu sé forðað frá glötun, en um leið verður
svarið hálf hjákátlegt ef á það er bent að
varðveisla sem slík, er til lítils gagns ef ekki
kemur til að hægt sé að skoða efnið. Hægt er að
líkja því við söfnun á bókum sem enginn hefur
aðgang að til að lesa. Einnig er varðveisla til lítils
gagns fyrir efnið sjálft ef stofnuninni er ekki gert
kleyft að tækniskoða það þ.e. kanna með
nákvæmum hætti hvernig ástandið er á
filmunni, en slík skoðun er forsenda fyrir
upplýstri ákvörðun um hvort filman þurfi
endurgerðar við eða ekki. Varðveisla og skrán-
ing haldast þannig í hendur og er frumforsenda
fyrir vel reknu kvikmyndasafni. En varðveisla
og skráning snúa ekki eingöngu að þjónustu við
filmurnar sjálfar. Mikil ásókn er í eldra mynd-
efni sem varðveitt er á safhinu og fer sú ásókn
vaxandi með aukinni framleiðslu kvikmynda og
sjónvarpsefnis. Þekking á myndefninu sjálfu,
hverjir stóðu að gerð þess, hvenær það var gert
og hvar það hefur verið sýnt áður, eru oft á
14 Land & synir