Land & synir - 15.04.2002, Side 7

Land & synir - 15.04.2002, Side 7
SPÁNN/MEXÍKÓ/USA/FRAKKLAND A propósito de Bunuel / Svo minnst sé á Bunuel 2000 - Stjórn: José Luis López-Linares og Javier López Rioyo Þetta er nákvæm heimild um feril spænska leikstjórans Luis Bunuel með mörgum einstæðum viðtölum við vini hans, sam- starfsfólk í kvikmyndagerð og súrrealismanum. Margt nýtt kom þar fram, sérstaklega varðandi atvik úr ævi hans sem hann flétt- aði síðar inn í myndirnar. Þau atriði eru sýnd jafnharðan og þannig má fá nýja sýn á sköpunargáfu og aðferðir leikstjórans. Þrátt fyrir flóð bók og heimildarmynda heillast fólk enn af gátunni Bunuel. Sá arfur sem hann lét eftir sig verður um langa hríð uppspretta fyrir kvikmyndasagnfræðinga og kenningasmiði. Fólk þarf að hafa ríkan áhuga á Luis Bunuel og verkum hans til að njóta myndarinnar til fulls en hún er líka til þess fallin að kveikja slíkan áhuga. 1:45 klst. 35mm. FRAKKLAN D Un Ticket De Bains-Douche / Baðmiði 2000 - Stjórn: Didier Cros Heimildarmyndir hafa löngum snúist um félagsleg vandamál og afhjúpað óréttlæti, valdníðslu og misnotkun enda hefur verið sagt að heimildarmyndin sé bálkur (genre) fórnarlambanna. En með því að skilgreina persónu sem fórnarlamb er hætta á því að hún sé einfölduð og smælekuð. Baðmiðinn fjallar um jaðarhóp, hina allra fátækustu, þá heimilislausu. En viðfangsefni myndar- innar er ekki hlutskipti fórnarlamba heldur reisn, vilji og sjálfs- virðing. Hún sýnir tvö opinber baðhús og notkun þeirra. I algerri fátækt er ein grundvallarforsenda þess að halda sjálfs- virðingu sinni og sjálfsvitund að vera hreinn, sómasamlegur. 49 mín, Beta SP. ■•••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• • • EISTLAND Autoportree emaga / Sjálfsmynd með mömmu 2000 - Stjórn: Edvard Oja Þetta er mynd um frelsun og glötun og hefst á því að maður fær sér sopa úr bjórflösku. Hann talar til myndavélarinnar og upplýsir að þessi mynd fjalli um hann, mömmu hans og ákveðið vandamál. Maðurinn er Edvard Oja, kvikmyndatökumaður og alkóhólisti. Hann er kominn á það stig að vilja frelsast af fíkn- inni, ætlar ”að gera við sig sjálfur” eins og hann orðar það og hefur ákveðið að taka heimildarmynd af ferlinu. Edvard gerir tilraun og mamma hans og myndavélin horfa á. Þetta er opin og persónuleg mynd gerð af hreinskilni og auðmýkt. 55 mín, Beta SP. LAND & SYNIR 7

x

Land & synir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.