Land & synir - 01.02.2003, Page 11
KVIKMYNDASJÓÐUR
I N M E M 0 R I A M
Hagsmunafélög kvikmyndagerðar-
manna ná saman um samningsmark-
mið og í desember er undirritað sam-
komulag milli ráðuneytisins og stjórnar
sjóðsins um fjármögnun sjóðsins til
næstu íjögurra ára. Var miðað við að
sjóðurinn allt að íjórfaldaðist í áföngum
á tímabilinu, að styrkhlutfallið hækkaði
uppí 40% að meðaltali og að styrktar
yrðu allt að fimm myndir á ári. Jafn-
framt var kveðið á um stofnun sér-
stakrar deildar innan sjóðsins sem
styrkja ætti heimildar- og stuttmyndir.
Sú deild hóf göngu sína fyrir tveimur
árum og hefur átt nokkurn þátt í þeirri
miklu grósku sem nú einkennir heim-
ildarmyndageirann.
Þessu tímabili er nú lokið. Alls hafa 28
verkefni fengið styrk eða vilyrði á
tímabilinu en þó á eftir að klára 12
þeirra sem flest hafa fengið styrk eða
vilyrði á seinni hluta þess. Af þessum 12
hafa 3 verk skilað aftur styrk eða vilyrði
þar sem ekki tókst að ljúka íjármögnun.
Önnur 3 eru ýmist í undirbúningi eða í
eftirvinnslu en á þessu stigi er ekki útséð
með hvað verður um hin verkefnin 6.
Meðaltalið á tímabilinu er því tæplega
sex myndir ár hvert en athygli vekur að
styrkhlutfallið hefur ekkert hækkað.
Rök má færa fyrir því að hið lága styrk-
hlutfall eigi nokkurn þátt í því hversu
óljóst er um aðra fjármögnun þeirra
verkefna sem ólokið er, ekki síst þar sem
verið er að styrkja fleiri verkefni en áður
sem síðan leita eftir fjármagni á svip-
uðum slóðum. Þessi úthlutunarstefna
hefur verið harðlega gagnrýnd af fram-
leiðendum.
Hinsvegar er hægt að benda á ýmislegt
sem áunnist hefur á tímabilinu. Ný
kynslóð leikstjóra, framleiðenda og
handritshöfunda hefur komið fram og
er hinn nýji hópur álíka stór og sá sem
fyrir var. Ýmsar myndanna sem sýndar
voru á þessum árum náðu ágætis
árangri, ýmist aðsóknarlega eða í góðu
gengi erlendis. Fleiri fletir á erlendu
samstarfi hafa opnast og líklegt er að á
næstu árum nái ýmsir íslenskir kvik-
myndagerðarmenn frekari fótfestu á
Börn náttúrunnar veröur að teljast tímamótamynd í ísl-
enskri kvikmyndasögu, enda varð hún til þess að koma
íslenskri kvikmyndagerð “á kortið” í aiþjóðiegu samhengi
og þá sérstaklega hvað varðar feril Friðriks Þórs og
fyrirtækis hans, íslensku kvikmyndasamsteypunnar. Hér
er Friðrik í Hollywood að heilsa uppá Úskar kunningja
sinn, en sá mæti maður bauð Friðriki í heimsókn til sín
árið 1992.
alþjóðlegum vettvangi. í heildina litið
má einnig segja að tök íslenskra kvik-
myndagerðarmanna á forminu hafí
stórum batnað þó enn skorti nokkuð á
markvissari og áræðnari vinnubrögð hjá
mörgum þeirra, ekki síst hvað varðar
handritsgerð.
FORTÍÐIN ER FORMÁLI
Á líftíma sínum styrkti sjóðurinn
rúmlega sjötíu bíómyndir og líklega
annað eins af heimildarmyndum, stutt-
myndum og hreyfimyndum.
Hvað bíómyndirnar varðar þá gerir
þetta um þrjár myndir á ári að með-
altali. Hin síðari ár hefur þetta meðaltal
hækkað uppí fjórar á ári og enn meir ef
miðað er við allra síðustu ár. Styrk-
hlutfallið hefur oftast verið í kringum
20-25% ef miðað er við opinberar
kostnaðaráætlanir myndanna, en hefur
farið niður í aðeins örfáein prósent á
köflum. Líklegt er þó að styrkhlutfallið
hafi verið mun hærra að jafnaði ef
miðað er við raunkostnað. Sú staðreynd
að langflest þeirra verka sem hlutu styrk
urðu að veruleika gefur vísbendingar í
þá átt.
Viss ævintýraljómi var ávallt viðloð-
andi Kvikmyndasjóð Islands, enda
snerist erindi hans um fjármögnun
drauma og annarra næringarefna sálar-
innar. Þessi ljómi hefur þó gjarnan verið
því meiri sem viðkomandi hefur staðið
fjær sjóðnum og stundum hefur virst
sem ýmsir tryðu því að fjárframlag úr
honum jafnaðist á við lottóvinning.
Raunin var þó gjarnan svolítið önnur og
oft hefur komið upp sú staða hjá
styrkhöfum að vita ekki hvort skyldi nú
hlæja eða gráta.
Um leið stóð stöðugur styr um
sjóðinn allan þennan tíma, sem og
vinnubrögð þar á bæ. Ásakanir um
“áskrift” sumra kvikmyndagerðar-
manna að sjóðnum voru uppi með
reglulegu millibili, samfara lífseigum
grun um óeðlileg afskipti stjórnmála-
manna og annarra af úthlutunum.
Sumarið 2002 varð stjórnarformaður
sjóðsins uppvís að einmitt slíku. Þá var
stöðugt var kvartað yfir of lágum
styrkjum til einstakra verkefna, sem
gerði heildarfjármögnun flókna og
erfiða. Og þar sem ekki var gefinn
kostur á að halda uppi einhverskonar
samskiptum við úthlutunarnefndirnar
var oft þungt hljóðið í þeim sem ekki
fengu brautargengi hverju sinni.
ÁEFTIRVORI KEMUR...
Úr ösku Kvikmyndasjóðs rís Kvik-
myndamiðstöð íslands, að ýmsu leyti
svipuð stofnun þó að hugmyndin sé að
standa öðruvísi að mörgum málum.
Með gildistöku nýrra kvikmyndalaga er
t.d. gert ráð fyrir mjög breyttu fyrir-
komulagi styrkveitinga. Jafnframt hillir
undir stofnun sérstaks sjóðs fyrir
leiknar sjónvarpsmyndir, sem hefur alla
möguleika til þess að gerbylta starfs-
umhverfi greinarinnar og skjóta rótum
undir reglulega starfsemi fýrirtækja
innan hennar. Þessar breytingar munu
gera mikJar kröfur til bæði mið-
stöðvarinnar og kvikmyndagerðar-
manna um markviss og fagleg vinnu-
brögð.
LAND&SYNIR, 11