Fréttablaðið - 05.04.2018, Page 4

Fréttablaðið - 05.04.2018, Page 4
Samfélag Þar til í gær var Facebook- síða íslenska bjórframleiðandans Víking brugghúss aðgengileg ungl- ingum undir áfengiskaupaaldri. Brugghúsið er í eigu Coca-Cola European Partners Ísland (CCEP), en þar hafði láðst að læsa síðunni fyrir tilteknum aldurshópi sem gerði það að verkum að efni og aug- lýsingar voru öllum aðgengilegar. Síðunni, sem er með rúmlega 14.300 fylgjendur, var læst eftir fyrirspurn Fréttablaðsins í gær. Helsti keppinautur CCEP, Ölgerð- in, er með fjölmargar undirsíður á Facebook fyrir þær bjórtegundir sem þar eru framleiddar en þær eru allar læstar einstaklingum undir áfengiskaupaaldri á Íslandi. Fréttablaðið sannreyndi þetta með því að útbúa Facebook-aðgang fyrir 17 ára ungling til að skoða síður íslenskra áfengisframleiðenda. Takmarkanir reyndust í lagi hjá Ölgerðinni en síða Víking brugg- húss var opin og sýnileg hinum 17 ára unglingspilti sem Fréttablaðið bjó til. Gat hann séð allt efni, auglýs- ingar, myndir og myndbönd þar og jafnvel Facebook-leiki þar sem hægt var að vinna bjórkassa í verðlaun. „Við stóðum í þeirri trú að Facebook-síðan væri lokuð fólki 20 ára og yngra,“ segir Einar Snorri Magnússon, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs CCEP.  Bætt hafi verið úr þessu eftir fyrir- spurn blaðsins og fullyrðir hann að öll dreifing áfengisauglýsinga þeirra á Facebook sé stillt þannig að þær birtist ekki 20 ára og yngri. „En vegna þessara mistaka þá hafa þessar auglýsingar mögulega birst aðilum sem gerðu sér sérstaka ferð inn á Víking brugghús Face- book-síðuna,“ segir Einar Snorri. „Við erum einnig með síður fyrir Thule og Víking Lager og þær eru báðar lokaðar fyrir yngri en 20 ára.“ – smj Bjórsíða Coca-Cola á Íslandi aðgengileg unglingum á Facebook Umboðsaðili Jeep - Þverholti 6 - 270 Mosfellsbær - s. 534 4433 www.jeep.is - www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 12-16 Sý nd ur b íll á m yn d G ra nd C he ro ke e Tr ai lh aw k. B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. JEEP GRAND CHEROKEE MEÐ 33” BREYTINGU. EINNIG VERÐA TIL SÝNIS OG REYNSLUAKSTURS JEEP CHEROKEE, JEEP COMPASS OG JEEP RENEGADE. FRUMSÝNUM 7. APRÍL OPIÐ FRÁ KL. 12 - 16 ® ® ® ® tónliSt „Ég get ekki verið að naga mig í handarbökin í ruggustólnum,“ segir Jóhann Helgason sem kynnti á blaðamannafundi í gær framhald málareksturs til að fá viðurkenndan höfundarrétt á laginu You Raise Me Up. Söngvarinn Josh Groban gerði You Raise Me Up heimsfrægt og er lagið eignað Norðmanninum Rolf Løvland sem samdi norska Euro- vision-sigurlagið La det svinge. Jóhann lýsti hvernig hann fékk fyrst pata af útgáfu Grobans á árinu 2004 og hóf málshöfðun í Bretlandi. Botninn hafi dottið út henni. Aftur hafi verið farið af stað en málið stöðvast vegna skorts á fjármögnun á árinu 2011. „Við vonumst til að þetta gefi fjár- mögnuninni byr undir vængi,“ sagði Jóhann um nýja útgáfu af Söknuði sem hann kynnti í gær. Þar syngur Edgar Smári Atlason Söknuð með enskum texta undir heitinu Into the Light. Útgáfunni er ætlað að undir- strika afgerandi líkindi You Raise Me Up og Saknaðar. Í fræðilegri greiningu fyrir STEF á árinu 2004 eru lögin sögð sláandi lík. Jon Kjell Seljeseth, sem útsetti nýju útgáfuna, sagði á fundinum að Rolf Løvland hefði í heimsókn hér- lendis nær örugglega fengið gefna kassettu með Söknuði á. Auk þess hafi hann haft ýmis tækifæri til að komast í snertingu við lagið. Sigtryggur Baldursson, formað- ur ÚTÓN, útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, sagði málið snú- ast um peninga. „Þetta er spurning hvor hefur efni á stærri lögfræðingi,“ sagði Sigtryggur. Hilmar Foss, sem aðstoðað hefur Jóhann, tók í svip- aðan streng. „Þetta er múrveggur sem er þykkur, hár og stór.“ Þótt hindranirnar virðist óyfir- stíganlegar kveðst Jóhann verða að halda áfram. Lögmannsstofa hafi þegar sent kröfubréf til Universal sem vísi öllu á bug. Jóhann bendir á að málið hefði farið á annan veg ef Söknuður hefði verið skráð hjá Warner Chapell þar sem hann var á samningi er lagið var samið árið 1977. „Þeir hefðu náttúrlega afgreitt þetta mál strax í byrjun,“ segir hann við Fréttablaðið. Þess í stað stendur Jóhann nú einn í baráttu við útgáfurisann Universal Music sem mun hafa sjö þúsund starfsmenn í vinnu og velta jafnvirði 700 milljarða króna á ári. „Þeir vilja ekki semja og Uni- versal treystir á að ég fái enga fjár- mögnun,“ segir Jóhann sem kveður enda tvísýnt um það. Tryggja þurfi á annað hundrað milljónir króna fyrirfram. „En við teljum að þetta muni opna augu margra. Þetta er áhættufjárfesting en það getur verið mikill hagnaður.“ Sjálfur kveðst Jóhann aldrei hafa rætt við Løvland um málið. Norska blaðið Verdens Gang hafi í umfjöll- um um Løvland sagt hann lifa hátt á þessu eina lagi. „Það eru ótal aðilar búnir að raka inn fé á þessu lagi. En ég er í fjölbýlishúsi úti á Nesi og er búinn að skrifa ótal gúmmítékka fyrir mat,“ segir tónskáldið hreint út. Jóhann bætir við að 99 prósent af íslenskri tónlist séu lítt varin fyrir stuldi erlendra stórfyrirtækja. „En hvort sem stolið er sjónvarpi, bíl eða lagi þá er það ekkert í lagi. Rétt skal vera rétt.“ gar@frettabladid.is Samdi heimsfrægt lag en skrifar ósjaldan gúmmítékka fyrir mat Jóhann Helgason í Hljóðrita í Hafnarfirði í gær þar sem Söknuður var tekinn upp á plötu árið 1977. Fréttablaðið/Eyþór Jóhann Helgason freist- ar þess á ný að fá viður- kenndan höf undar rétt á laginu heimsfræga You Raise Me Up. Hvort sem stolið er sjónvarpi, bíl eða lagi þá er það ekkert í lagi. Rétt skal vera rétt. Jóhann Helgason tónlistarmaður 1  Vara við misnotkun unglinga á gashylkjum 2  Ný ensk útgáfa af Söknuði komin í loftið 3  Tolli gefur málverk í staðinn fyrir stolna eftirprentun 4  Hótaði lögreglukonum kynferðislegu ofbeldi 5  Fróaði sér yfir klámi í anddyri Hótel Sögu Mest lesið 5 . a p r í l 2 0 1 8 f i m m t U D a g U r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 0 5 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :4 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 5 B -B 4 6 C 1 F 5 B -B 3 3 0 1 F 5 B -B 1 F 4 1 F 5 B -B 0 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 4 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.