Fréttablaðið - 05.04.2018, Síða 24
Handbolti Línumaðurinn og
varnar jaxlinn Vignir Svavarsson var
valinn í fyrsta landsliðshóp Guð-
mundar Guðmundssonar, en hann
gaf ekki kost á sér hjá íslenska liðinu
á Evrópumótinu í Króatíu í janúar á
þessu ári.
Vignir er nýbakaður faðir og for-
gangsröðin hefur breyst nokkuð
eftir þann merkisatburð í lífi hans.
Er hann leikreyndasti leikmaður
íslenska liðsins að þessu sinni,
en hann er 38 ára gamall og hefur
leikið 234 leiki fyrir Íslands hönd.
Raunar eru einungis fjórir leikmenn
í leikmannahóp íslenska liðsins sem
eru fæddir fyrir 1990.
„Það er alltaf gaman að vera part-
ur af landsliðinu. Mér finnst rosa
gaman að koma og vera með strák-
unum, eins og það hefur alltaf verið
og ég er mjög spenntur fyrir þessu
verkefni. Ég var hins vegar satt best
að segja ekkert að pæla í því hvort ég
yrði í leikmannahópnum eða ekki
fyrir þetta verkefni. Ég er nýbúinn
að eignast mitt annað barn og þegar
maður er að ala upp börn þá upp-
götvar maður að það eru mikil-
vægari hlutir í þessu lífi en hand-
boltinn. Það er hins vegar ávallt
heiður að vera valinn í íslenska
landsliðið,“ sagði Vignir um það að
vera kominn á nýjan leik í lands-
liðið.
Guðmundur hefur talað fyrir
kynslóðaskiptum hjá landsliðinu
en sjö nýliðar eru í hópnum. Ein
af spurningunum sem spurt er
fyrir mótið er hvaða vörn Guð-
mundur muni láta liðið spila.
Líklegt er að Vignir verði í lykilhlut-
verki í varnarleik íslenska liðsins á
mótinu og hann verði fenginn, í ljósi
leikreynslu sinnar, til þess að binda
vörn liðsins saman.
„Það hafa orðið miklar breytingar
á liðinu síðan ég var síðast í hópn-
um. Það eru margir ungir og efnileg-
ir leikmenn komnir inn í liðið. Þeir
eru með mikla handboltagreind
og eru fljótir að læra. Þeir eru líka í
góðu líkamlegu ástandi og virðast
vera vel þjálfaðir,“ sagði Vignir.
„Þetta eru flottir strákar og fram-
tíðin er björt að mínu mati. Það hafa
verið miklar sviptingar og þetta
er bara eðlileg þróun. Mér finnst
spennandi tímar fram undan. Ég
átta mig ekki enn á því hvaða hlut-
verk mér er ætlað í þessu liði, en
það kemur bara í ljós. Leikmenn
fengu allir að kynnast því hvernig
pælingin er að spila og erfitt að lesa
í það hvernig hlutverki ég verð í. Ég
tek því bara þegar þjálfarnir láta
mig vita,“ bætti Vignir við. Hann er
einn þriggja línumanna í íslenska
hópnum ásamt Arnari Frey Arnars-
syni og Ágústi Birgissyni.
Vignir ætti að koma fullur sjálfs-
trausts inn í landsleikina sem fram
undan eru enda stutt síðan hann
varð danskur bikarmeistari með
Tvis Holstebro. – hó
Tek því hlutverki sem Guðmundur ætlar mér í liðinu fagnandi
Golf Eitt frægasta golfmót heims
hefst á morgun á Augusta-vellinum
í Georgíuríki í Bandaríkjunum en
Masters-mótið er fyrsta af fjórum
risamótum ársins og fyrsta merkið
um að golftímabilið er komið á fullt.
Verður þetta í 82. skiptið sem Mast-
ers-mótið fer fram en spænski kylf-
ingurinn Sergio Garcia hefur titil að
verja eftir að hafa unnið fyrsta risa-
titil sinn á ferlinum í fyrra.
Keppt er um hinn sögufræga
græna jakka en gullbjörninn Jack
Nicklaus vann mótið oftast (6) þótt
Tiger Woods sé ekki langt undan
með fjóra jakka, líkt og Arnold
Palmer.
Verðlaunaféð er ellefu milljónir
dollara sem skiptast meðal kylfinga,
umtalsvert meira en á fyrsta mótinu
þar sem heimamaðurinn Horton
Smith fékk 1.500 dollara fyrir
sigurinn en bandarískir kylfingar
hafa sigrað 60 sinnum í 82 mótum.
Fyrir mótið eru stærstu spurningar-
merkin Tiger Woods, Rory McIlroy
og Phil Mick elson en Bubba Wat-
son, Dustin Johnson, Jordan Spieth
og Justin Thomas og fleiri hafa auga-
stað á sigri.
Augu heimsins eru á Tiger
Óhætt er að segja að flestir golf-
áhugamenn heims fylgist grannt
með málum Tiger Woods á mótinu
en þetta verður aðeins í annað
skiptið á síðustu fimm árum sem
hann er meðal keppanda á Aug-
usta og í fyrsta sinn frá árinu 2015.
Verður þetta í 21. skiptið á ferlinum
sem Tiger er meðal þátttakenda en
hann hefur aðeins einu sinni misst
af niðurskurðinum, þá árið 1996
sem áhugamaður. Undanfarin ár
hefur hann þurft að fylgjast með
af hliðarlínunni á mótinu sem er í
sérstöku uppáhaldi hjá honum á
meðan hann hefur verið þjáður af
meiðslum en hann virðist loksins
vera laus við meiðsladrauginn.
Hefur hann verið að spila afar vel
á undanförnum mótum og bland-
að sér í toppbaráttuna á tveimur
þeirra, hann var aðeins höggi frá því
að kreista fram bráðabana á Valsp-
ars-mótinu á dögunum. Fylgdi hann
því eftir með því að vera lengi vel í
toppbaráttunni á Arnold Palmer-
mótinu helgina eftir það en gaf eftir
á lokasprettinum og þurfti að sætta
sig við 5. sætið.
Tiger hefur ekki unnið mót í tæp
fimm ár eða allt frá ágúst 2013 en
nýlega batt Phil Mickelson enda á
svipaða bið eftir sigri á móti og von-
ast forráðamenn PGA-mótaraðar-
innar og aðdáendur Tigers eflaust
eftir því sama frá Tígrinum. Með
góðu gengi hans undanfarnar vikur
Tiger mætir aftur á stærsta svið golfsins
Tiger og Phil tóku æfingarhring saman og verða í sviðsljósinu um helgina en þeir háðu marga bardaga hér áður um stærstu titlana. NordicPhotos/Getty Images
Hið sögufræga Masters-
mót í golfi hefst í dag á
Augusta-vellinum. Augu
flestra golfáhugamanna
eru á Tiger Woods sem
þykir einn af sigurstrang-
legustu kylfingunum.
© GRAPHIC NEWSSource: PGA Pictures: Getty Images
U.S. Masters champions
Sigurvegarar undanfarinna tíu ára
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Sergio Garcia
Danny Willett
Jordan Spieth
Bubba Watson
Adam Scott
Bubba Watson
Charl Schwartzel
Phil Mickelson
Angel Cabrera
Trevor Immelman
Sigrar Tiger á Masters:
Palmer-mótinu á dögunum er talið að Tiger
Woods blandi sér í baráttuna um sigurinn á
Augusta. Verður hann meðal þátttakenda í
fyrsta sinn frá árinu 2015.
-9
-5
-18
-8
-9
-10
-14
-16
-12
-8
ESP
ENG
USA
USA
AUS
USA
RSA
USA
ARG
RSA
1997: Fyrsti risatitillinn á ferlinum, setti met sem
yngsti sigurvegari Masters-mótsins aðeins 21 árs
gamall ásamt því að setja met sem stendur enn að
ljúka leik á 270 höggum, átján höggum undir pari.
2001: Hafði betur gegn David Duval og sigraði á
sögunni til að ná alslemmu (e. grand slam) sem
2002: Varði titilinn og vann Masters-mótið annað
(1989-90)
5 til 8 apríl
Sergio Garcia: Vann loksins risamót
í 74. Tilraun á Masters-mótinu í
fyrra. Skírði dóttur sína í höfuð 13.
brautinni á dögunum.
hafa áhorfendatölur og umfjöllun
í tengslum við golf stóraukist.
Veðbankarnir töldu Tiger líkleg-
astan til að sigra á Masters-mótinu
eftir góða spilamennsku en hann er
nú talinn fimmti líklegasti ytra.
Grænn fer Norður-Írum vel
Norður-Írinn Rory McIlroy vann
fyrsta golfmót sitt í átján mánuði
á dögunum sem gæti verið góður
fyrirboði fyrir McIlroy sem vantar
aðeins Masters-titilinn til að klára
alslemmuna (e. grand slam) í golfi,
að hafa unnið alla fjóra risatitlana.
Aðeins Nicklaus, Woods, Ben
Hogan, Gary Player og Gene
Sarazen hafa unnið alla fjóra risa-
titlana en McIlroy, Spieth og
Mickelson vantar alla aðeins
einn titil í safnið til að ná því.
Besti árangur McIlroy á Masters-
mótinu kom árið 2015 þegar hann
hafnaði í 4. sæti er Spieth setti vall-
armet. Fjórum árum áður var Rory
með fjögurra högga forskot fyrir
lokahringinn en glutraði því eftir-
minnilega niður og hafnaði í 15. sæti.
Lefty getur náð Tiger
Annar heimsfrægur kylfingur sem er
vongóður um að góð spilamennska
undanfarinna vikna skili sér í nýjum
grænum jakka er Phil Mickelson,
örvhenti reynsluboltinn sem á þrjá
græna jakka. Lengi vel var Masters-
mótið eina risamótið sem hann
hafði unnið á ferlinum, árið 2004,
2006 og 2010 en undanfarin tvö ár
hefur gengið erfiðlega á mótinu hjá
kylfingnum sem kallaður er Lefty.
Missti hann af niðurskurðinum á
Masters árið 2016, á sama tíma og
hann átti í erfiðleikum á PGA-móta-
röðinni en sigur hans á WGC Meist-
aramótinu í Mexíkó á dögunum ætti
að gefa honum aukið sjálfstraust inn
í mótið.
Justin og Dustin líklegir
Þó að mesta athyglin sé á spila-
mennsku Tigers, Rory og Phils
skyldi enginn afskrifa kylfinga á borð
við Jordan Spieth, Justin Thomas,
Dustin Johnson og Bubba Watson.
Tveir þeirra, Bubba og Jordan, þekkja
það að klæðast græna jakkanum og
vann Bubba mótið tvisvar á þremur
árum, árin 2012 og 2014. Eini sigur
Jordans á mótinu kom árið 2015 en
þá jafnaði hann vallarmet Tigers
er hann kom í hús á átján höggum
undir pari.
Dustin og Justin, efstu tveir kylf-
ingar heimslistans, eru svo alltaf lík-
legir en Justin Thomas hefur unnið
sjö mót á undanförnum átján mán-
uðum.
Hvernig sem fer um helgina má
búast við frábærri spilamennsku og
spennu á einu skemmtilegasta móti
ársins.
kristinnpall@frettabladid.is
Þegar maður er að
ala upp börn sér
maður að það eru aðrir
hlutir í lífinu en handbolti.
Vignir Svavarsson
Það hefur verið
erfitt að fylgjast með
Masters undanfarin ár
vitandi að ég gæti ekki tekið
þátt. Þetta er uppáhaldsmót
mitt og ég átti ekki von á því
að spila aftur á þessu stigi en
mænuaðgerðin bjargaði mér.
Tiger Woods
5 . a p r í l 2 0 1 8 f i M M t U d a G U r24 S p o r t ∙ f r É t t a b l a ð i ð
0
5
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:4
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
5
B
-E
0
D
C
1
F
5
B
-D
F
A
0
1
F
5
B
-D
E
6
4
1
F
5
B
-D
D
2
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
5
6
s
_
4
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K