Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.04.2018, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 05.04.2018, Qupperneq 46
Hvað? Hvenær? Hvar? Fimmtudagur hvar@frettabladid.is 5. apríl 2018 Tónlist Hvað? Heitur Fel, Svalur Birgiss Hvenær? 21.00 Hvar? Kaffibarinn, Bergstaðastræti Það er svolítið langt síðan að þeir Viktor og Magnús spiluðu síðast saman á Kaffibarnum. Þess vegna ákváðu þeir að láta verða af því í kvöld. Hvað? Bjartmar Guðlaugsson Hvenær? 20.00 Hvar? Hljómahöllin, Reykjanesbæ Bjartmar var einn vinsælasti tón- listarmaðurinn á Íslandi á níunda áratugnum og sló í gegn þegar hann gaf út vinsælustu plötu sína, Í fylgd með fullorðnum. Þekktustu og vinsælustu lög Bjartmars eru vafalaust Týnda kynslóðin, Hipp- inn, 15 ára á föstu og Járnkarlinn en Bjartmari hefur oft tekist að fanga tíðarandann í textum sínum. Hann skýtur gjarnan á aðra íslenska tónlistarmenn s.s. Bubba og Megas og er snillingur satírunnar og skopstælinga. Að undanförnu höfum við fengið að heyra meira frá Bjartmari, þar á meðal hina fallegu ballöðu Þannig týnist tíminn í flutningi Ragnars Bjarnasonar og Lay Low. Um þess- ar mundir kemur út ný plata með Bjartmari. Flytjendur eru Dagný Gísladóttir, Arnór B. Vilbergsson og Elmar Þór Hauksson. Viðburðir Hvað? Kvöldstund með Vilborgu Davíðsdóttur Hvenær? 20.00 Hvar? Hannesarholt, Grundarstíg Skáldkonan Vilborg Davíðsdóttir fagnar 25 ára höfundarafmæli í ár en fyrsta bók hennar, Við Urðar- brunn, kom út árið 1993. Síðan þá hefur Vilborg skrifað sjö sögulegar skáldsögur sem líkt og sagan um ambáttina Korku hafa hlotið lof- samlega dóma, nú síðast þríleikinn um landnámskonuna Auði djúp- úðgu, og einnig sannsöguna Ástin, drekinn og dauðinn, um ferðalagið með drekanum en svo nefndu þau maður hennar heilakrabba sem dró hann til dauða í blóma lífsins. Í tilefni af tímamótunum býður Hannesarholt til kvöldstundar þar sem Vilborg mun spjalla við gesti í Hljóðbergi um feril sinn og skáld- sagnaskrif í máli og myndum úr eigin lífi og frá söguslóðum bóka sinna. Hvað? Málþing um forvarnir í lyfja- málum Hvenær? 17.00 Hvar? Háskólinn í Reykjavík Málþing um forvarnir í lyfjamál- um. Fredrik Lauritzen, forstöðu- maður forvarna- og lýðheilsu- mála hjá Anti-Doping Norway, mun m.a. fjalla um: Hverjir eru hvatarnir á bak við lyfjamisnotkun Bjartmar Guðlaugsson verður tekinn fyrir í Hljómahöllinni í kvöld en þar stendur yfir tónleikaröðin Söngvaskáld á Suðurnesjum. fréttaBlaðið/anton Brink Það verður blússandi fjör á kaffibarnum þetta kvöld eins og önnur. fréttaBlaðið/pjetur með hugsun að gera hjá mér, held- ur er það í raun og veru hugsun í sjálfu sér. Ég hugsa ekki og mála svo, heldur fylgir hugur hönd og úr verður eitthvað skemmtilega ein- lægt kaos. Þessi gjörningur verður að samtali við verkið sem inni- heldur þá sjálfkrafa hugsun um hvert næsta skref eigi að vera og svo koll af kolli. Vinnuferlið getur þess vegna verið algjör rússíbani, kemur sífellt á óvart og verkin fara oft í marga kollhnísa áður en ég ákveð að þau séu klár.“ Hvað? Opnun – Sýning á myndverk- um Hilmars Hafstein Svavarssonar Hvenær? 16.00 Hvar? Hannesarholt, Grundarstíg Hilmar Hafstein Svavarsson fædd- ur 1940, heldur í fyrsta sinn einka- sýningu á myndverkum sínum sem hann hefur unnið á síðustu 60 árum. Sýningin er sölusýning og stendur í fjórar vikur. Hvað? Opnun – Heima Hvenær? 16.00 Hvar? Skotið, Ljósmyndasafn Reykja- víkur, Tryggvagötu Sýningin Heima verður opnuð í dag í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Hvað? Leiðsögn: Án titils – samtíma- list fyrir byrjendur í líkamsrækt og hver er áhættan sem fylgir því? Mikilvægi þess að stuðla að lyfjalausu og heilbrigðu umhverfi í líkamsrækt. Sýnd verða dæmi um forvarnaráætlanir frá Noregi. Tengsl milli notkunar á fæðubótarefnum og lyfjamisnotk- unar. Hvað? Erindaröð um vorverkin Hvenær? 17.00 Hvar? Bókasafn Kópavogs, Hamraborg Steinn Kárason garðyrkjufræð- ingur fjallar um sáningu og ræktun auðræktanlegra kryddjurta og matjurta. Sagt verður frá mismun- andi tegundum og afbrigðum og á hvaða árstíma er vænlegast að sá til hverrar tegundar. Áhugasamir fá fræðslu um hvaða ræktunar- aðstæður og hvaða aðföng þarf til að ná góðum ræktunarárangri. Hvað? Jóhanna Elísa – Adventurous Dream frumsýning Hvenær? 20.30 Hvar? Hitt húsið Jóhanna Elísa frumsýnir glænýtt myndband. Sýningar Hvað? Opnun – Eins og er // For the Time Being Hvenær? 17.00 Hvar? SIM salurinn, Hafnarstræti Steingrímur Gauti opnar sýningu sína „Eins og er // For the time being“ í sal Sambands íslenskra myndlistarmanna. Um verkin segir Steingrímur: „Málverkið hefur lítið Hvenær? 20.00 Hvar? Hafnarhúsið Listasafn Reykjavíkur býður upp á létta leiðsögn um valdar sýningar í Hafnarhúsinu fyrir gesti sem vilja forvitnast um hvað er í gangi í samtímalist. Markhópurinn er fróðleiksfúsir byrjendur á öllum aldri. Sagt verður stuttlega frá sögu Listasafns Reykjavíkur og hlut- verki þess, sérstöðu Hafnarhúss sem miðstöðvar samtímamynd- listar og einstakri hönnun hússins. Loks skoðum við saman nokkur verk á sýningum og veltum því fyrir okkur hvað listamennirnir eru að pæla. Boðið er upp á kvöld- kaffi, afslappað spjall og rölt um sýningarsali með sérfræðingi á vegum safnsins. Tilvalið sem hluti af kvöldstund með hópi vina eða samstarfsfélaga. Hvað? Allar leiðir slæmar Hvenær? 15.00 Hvar? Skaftfell, Seyðisfirði Sýningin Allar leiðir slæmar er afrakstur námskeiðs sem út- skriftar nemar við Listaháskóla Íslands, myndlistardeild, sækja um þessar mundir. Námskeiðið, sem stendur í tvær vikur, er í sam- starfi við Dieter Roth akademíuna og stýrt af Birni Roth og Kristjáni Steingrími Jónssyni. Þau komu í fallegu veðri en áður en langt um leið skall óveður á. Allar leiðir út úr firðinum voru lokaðar. Sum þeirra neyddust til að leita á náðir bæjarbúa sem af góðmennsku sinni lánuðu þeim betri föt. Það verður áhugavert að sjá hvort þess- ar óvenjulegu aðstæður munu hafa áhrif á viðfangsefni sýningarinnar Allar leiðir slæmar. Hvað? Hjartastaður / Place of the Heart Hvenær? 18.00 Hvar? Listasafn Reykjanesbæjar Í tilefni 100 ára afmælis full- veldis á Íslandi veltum við fyrir okkur gildi þessa helgasta staðar Íslendinga, Þingvalla, fyrir þjóðar- vitundina og þá um leið áhrifum Þingvalla á myndlist þjóðarinnar. Sýningarstjóri er Aðalsteinn Ing- ólfsson listfræðingur og Birgir Hermannsson lektor skrifar texta í sýningarskrá. Hvað? Í leikjaheimi | Íslenskir tölvu- leikir og hönnun þeirra Hvenær? 10.00 Hvar? Borgarbókasafnið, Gerðubergi Sýning í Gerðubergi helguð hönn- un íslenskra tölvuleikja. HAPPY HOUR Á BARNUM 17-19 Doktor Proktor & Tímabaðkarið 17:30 Hleyptu Sól í hjartað 18:00 Andið eðlilega ENG SUB 18:00 Loving Vincent 20:00, 22:00 The Shape Of Water 20:00 Spoor 22:30 Loveless 22:00 5 . a p r í l 2 0 1 8 F I M M T U D a G U r38 M e n n I n G ∙ F r É T T a B l a ð I ð 0 5 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :4 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 5 B -C 8 2 C 1 F 5 B -C 6 F 0 1 F 5 B -C 5 B 4 1 F 5 B -C 4 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 4 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.