Fréttablaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 4
JEEP GRAND CHEROKEE TRAILHAWK
TORFÆRUÚTGÁFAN AF ÞESSUM
FRÁBÆRA JEPPA
®
Quadra-DriveTM fjórhjóladrif, driflæsing að aftan, loftpúðafjöðrun, 18” álfelgur,
grófari dekk, 8,4” snertiskjár, lykillaust aðgengi og ræsing, rafdrifin sport sæti
frammi í með hita og kælingu, leður/rúskinnsáklæði, rafdrifinn afturhleri,
Bi-Xenon og LED framljós, bakkmyndavél, hiti í stýrishjóli, íslenskt
leiðsögukerfi, hlífðarplötur undir vél, kössum og eldsneytistönkum o.fl.
DÍSEL 3.0L V6 250 HÖ.
8 GÍRA SJÁLFSKIPTING HÁTT OG LÁGT DRIF
TRAILHAWK VERÐ FRÁ: 9.990.000 KR.
Grand Cherokee Laredo verð frá: 8.690.000 kr.
Umboðsaðili Jeep - Þverholti 6 - 270 Mosfellsbær - s. 534 4433
www.jeep.is - www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 12-16
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r
VERÐLÆKKUN
Samfélag Reykjavíkurborg hefur
eindregið hvatt til þess að reglugerð
um daggæslu í heimahúsum verði
breytt þannig að tveir dagforeldrar
að lágmarki starfi saman. Samkvæmt
núverandi reglugerð, sem er gefin út
af félagsmálaráðherra, geta dagfor
eldrar starfað einstæðir.
„Þetta er byggt á reglugerð og við
höfum eindregið hvatt til þess að
þeirri reglugerð verði breytt, þann
ig að það séu að lágmarki tveir sem
starfi saman. Sú reglugerð er í endur
skoðun og við tökum þátt í þeirri
vinnu. Það hafa verið okkar skilaboð
í mörg ár að við teljum mjög mikil
vægt að þessu sé breytt,“ segir Helgi
Grímsson, framkvæmdastjóri skóla
og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi
á þriðjudaginn dagmóður í níu mán
aða skilorðsbundið fangelsi fyrir
ofbeldi gagnvart 20 mánaða gamalli
stúlku sem hún gætti heima hjá sér í
Mosfellsbæ. Atvikið varð 17. október
2016. Konan hafði átta ára reynslu
af starfi dagmóður. Umræddan dag
gætti hún fjögurra ungra barna á
heimili sínu. Enginn annar var á
heimilinu á þessum tíma.
Dagmóðirin tilkynnti til lögreglu
að barnið hefði fallið úr barnastól
niður á gólf og var barnið flutt með
sjúkrabíl á Bráðamóttöku barna við
Hringbraut. Kvaðst dagmóðirin ekki
hafa séð þegar barnið datt. Réttar
meinafræðingur, sem lögreglan leit
aði til við rannsókn málsins, fullyrti
að ekki væri hægt að útskýra áverka
á barninu, aðallega marbletti, með
þeim hætti að barnið hefði fallið.
Undir þá skoðun tók dómkvaddur
réttarmeinafræðingur og læknirinn
sem tók á móti barninu á spítala eftir
atvikið.
Fjölskipaður Héraðsdómur
Reykjavíkur segir í dómsniður
stöðu að þeir sérfræðingar sem hafi
komið fyrir dóminn telji allir að
áverkar á barninu samræmist því að
hún hafi verið beitt einhvers konar
ofbeldi, en áverkar á andliti gætu til
að mynda verið eftir löðrunga eða
högg með sveigjanlegum hlut. Þá
séu áverkar á hálsi eftir sveigjan
legan hlut, svo sem ól, belti eða tog
eftir fatnað sem hertur hafi verið að
hálsinum. Dómurinn telur að hafið
sé yfir skynsamlegan vafa að ákærða
hafi veitt brotaþola þá áverka sem
lýst er í ákærunni.
Fréttablaðið spurði Lindu Uden
gard, framkvæmdastjóra fræðslu og
frístundasviðs Mosfellsbæjar, hvort
til greina kæmi af hálfu bæjarins að
skylda dagforeldra til þess að vera
að minnsta kosti tveir saman. Í svari
frá Mosfellsbæ segir að bærinn fylgi
gildandi reglugerð um daggæslu í
heimahúsum.
Á vegum velferðarráðuneytisins er
starfandi nefnd sem hefur það hlut
verk að endurskoða reglugerðina.
Fréttablaðið óskaði svara frá félags
málaráðherra um vinnu við reglu
gerðarbreytinguna. Þau svör hafa
ekki borist. Í svörum frá Mosfellsbæ
segir að fulltrúi Sambands íslenskra
sveitarfélaga í þessari nefnd sé starfs
maður Mosfellsbæjar.
jonhakon@frettabladid.is
Skylt verði að dagforeldrar
starfi að lágmarki tveir saman
Tuttugu mánaða gömlu stúlka var flutt með sjúkrabíl eftir að hafa hlotið áverka á meðan hún var í umsjá dagmóður í
októbermánuði 2016. Dagmóðirin hefur verið fundin sek um að hafa veitt barninu áverkana. FréTTablaðið/Heiða
Stærsta sveitarfélag
landsins hefur hvatt til
þess að reglugerð um
dagforeldra verði breytt.
Dagforeldrar verði þá
minnst tveir saman.
Dagmóðir var dæmd í
níu mánaða skilorðs-
bundið fangelsi vegna
ofbeldis gegn barni.
Þetta er byggt á
reglugerð og við
höfum eindregið hvatt til
þess að þeirri reglugerð verði
breytt,
Helgi Grímsson,
framkvæmda-
stjóri skóla- og
frístundasviðs
Reykjavíkurborgar
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í
Kópavogi. FréTTablaðið/anTon brinK
StjórnSýSla „Vegna fréttar í Frétta
blaðinu þar sem segir að ég hafi ekki
svarað skilaboðum húsfélagsins við
Þorrasali 911 í kjölfar úrskurðar
úrskurðanefndar umhverfis og
auðlindanefndar skal tekið fram
að mér hafa hvorki borist skilaboð
né beiðni um fund frá húsfélaginu,“
segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjar
stjóri í Kópavogi.
Í Fréttablaðinu í gær var haft
eftir Valgeiri Jónassyni, formanni
húsfélagsins í Þorrasölum 911, að
Kópavogsbær hunsaði íbúana í fjöl
býlishúsinu eftir að húsfélagið vann
kærumál gegn bænum. Það snertir
aðkomu að bílageymslu nágranna
blokkar sem Valgeir segir húsfélagið
hafa árangurslaust varað við fyrir
fram að stæðist ekki lög.
„Bæjarstjórinn svarar ekki skila
boðum, hann vill ekkert við okkur
tala. Það er bara af því að við erum
litlir karlar,“ var haft eftir Valgeiri í
blaðinu í gær. „Ég funda með þeim
sem eftir því óska og hafa bókað
fundi á miðvikudögum en þá er ég
með viðtalstíma,“ segir Ármann
bæjarstjóri hins vegar.
„ En eins og fram kom í fréttinni er
málið í ferli hjá stjórnsýslu bæjarins.
Þetta er gríðarlega flókið mál, það er
verið að vinna að lausn þess og ég
vona sannarlega að niðurstaða liggi
fyrir sem fyrst,“ segir bæjarstjórinn.
Kópavogsbær freistaði þess að fá
úrskurðarnefndina til að taka málið
upp að nýju eftir að nefndin úrskurð
aði í september að byggingar leyfi
sem bærinn gaf út vegna innkeyrsl
unnar umdeildu væri ógilt. Nefndin
hafnaði því í desember.
Að sögn Ármanns hefur lögfræð
ingur hjá Kópavogsbæ verið í sam
skiptum við lögmann húsfélagsins
sem nýverið hafi fengið tölvupóst
frá Kópavogsbæ þar sem gerð var
grein fyrir stöðu málsins. – gar
Funda með þeim sem eftir því óska segir Ármann bæjarstjóri
SVÍÞjóÐ Launahækkanir kennara
og lögreglumanna eru mikilvægari
en nýjar skattalækkanir. Þetta segir
Jan Björklund, leiðtogi Frjálslynda
flokksins í Svíþjóð og fyrrverandi
menntamálaráðherra.
Í viðtali við Dagens Industri segir
Björklund að hæfustu sérgreina
kennararnir ættu að vera með um
70 til 80 þúsund sænskra króna í
mánaðarlaun eða um 847 til 968
þúsund króna.
Meirihluti kennara ætti, að mati
Björklunds, að vera með um 50
þúsund sænskar krónur í mánaðar
laun eða um 605 þúsund íslenskra
króna. Björklund segir að hjá þeim
þjóðum þar sem kennarastarfið
njóti meiri virðingar séu launin á
þessu bili.
Fáránlegt sé að framhaldsskóla
kennari sé aðeins með 30 til 35 þús
und sænskra króna í mánaðarlaun
eftir fimm ára nám eða um 363 til
423 þúsund íslenskar krónur. – ibs
Kennarar fái
tæpa milljón
UmhVerfiSmál Plastruslið sem
hvirfillinn í NorðurKyrrahafi
hefur sogað til sín hrannast upp og
stækkar ruslflekinn þar enn á mikl
um hraða. Þetta leiðir rannsókn
sem Sjávarhreinsunarstofnunin í
Delft, Hollandi, vann í samstarfi við
alþjóðlegan hóp rannsakenda.
Rannsakendur telja að nú hafi um
80.000 tonn af plasti safnast saman
á flekanum sem er staðsettur á milli
Kaliforníu og Hawaii. Sú tala er um
sextán sinnum hærri en áður var
talið, að sögn rannsakenda.
Þótt hvirfillinn í NorðurKyrra
hafi sé án nokkurs vafa sá þekktasti
er hann ekki sá eini sem sogar til
sín rusl. Slíkir hvirflar eru einnig í
SuðurKyrrahafi, Norður og Suður
Atlantshafi og í Indlandshafi. – þea
Ruslflekinn
á Kyrrahafi
stækkar ört
2 3 . m a r S 2 0 1 8 f Ö S t U D a g U r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a Ð i Ð
2
3
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:3
5
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
4
8
-9
6
2
0
1
F
4
8
-9
4
E
4
1
F
4
8
-9
3
A
8
1
F
4
8
-9
2
6
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
6
4
s
_
2
2
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K