Fréttablaðið - 23.03.2018, Side 10

Fréttablaðið - 23.03.2018, Side 10
ÖFLUG LAUSN VIÐ HÁLSBÓLGU! Bólgueyðandi og verkjastillandi munnsogstafla við særindum í hálsi Strefen 8,75 mg munnsogstöflur og Strefen Orange 8,75 mg Sukkerfri, munnsogstöflur. Innihalda flurbiprofen. Strefen er notað sem skammtímameðferð til að draga tímabundið úr særindum í hálsi hjá fullorðnum og börnum eldir en 12 ára. Sjúga skal eina munnsogstöflu rólega og láta leysast upp í munni á 3-6 klst. fresti eftir þörfum, mest 5 töflur á sólahring. Ekki er ráðlagt að nota lyfið lengur en í 3 sólarhringa. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. HUNANGS OG SÍTRÓNU- BRAGÐ APPELSÍNU- BRAGÐ SYKURLAUST HUNANGS OG SÍTRÓNU- BRAGÐ APPELSÍNU- BRAGÐ SYKURLAUST Strefen-5x10.indd 1 12/09/2017 09:26 Samfélag Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur enn ekki svarað bréfi Öryrkjabandalags Íslands frá 15. janúar síðastliðnum þar sem borgin er krafin um afturvirka leið- réttingu á sérstökum húsaleigu- bótum. Öryrkjabandalagið segir Reykjavíkurborg hunsa kröfur bandalagsins. Forsaga málsins er sú að Reykja- víkurborg neitaði að greiða sérstak- ar húsaleigubætur til öryrkja sem bjuggu í íbúðum á vegum Brynju, hússjóðs ÖBÍ. Brynja er sjálfseignar- stofnun á vegum ÖBÍ sem á nú ríf- lega 800 íbúðir. ÖBÍ lagði borgina með dómi sem kveðinn var upp í júní árið 2016. Framkvæmd Reykja- víkurborgar að greiða þeim ekki sérstakar húsaleigubætur var ólög- leg. Frá þeim tíma hefur hins vegar gengið illa að fá réttlætinu fullnægt að fullu að mati öryrkja. „Það er margt sem okkur þykir miður hvað þetta varðar,“ segir Aðalsteinn Sigurðsson, lögmaður ÖBÍ. „Fyrir það fyrsta greiðir Reykjavíkurborg ekki dráttarvexti nema fjögur ár aftur í tímann og ber fyrir sig fyrningu. Annað, sem er aðeins ljótara, er að Reykja- víkurborg greiðir aðeins út þessar sérstöku húsaleigubætur aftur í tímann fyrir þá sem hafa fengið skriflega neitun.“ Að mati Öryrkjabandalagsins hefur Reykjavíkurborg unnið þannig að þeim sem ætluðu sér að sækja um sérstakar húsaleigubætur hjá borginni hafi verið snúið við í dyrunum og sagt að það hefði ekk- ert upp á sig að sækja um því þau fengju neitun borgarinnar. „Aðil- inn sem stefndi málinu upphaflega þurfti að fara þrisvar sinnum til að sækja um sérstakar húsaleigu- bætur,“ segir Aðalsteinn. „Í þriðja skiptið fékk hún lögmann með sér og þá fékk hún að sækja um.“ Því er nokkuð stór hópur sem telur sig hlunnfarinn af ólögmætri framkvæmd Reykjavíkurborgar. Öryrkjabandalagið hefur reynt að krefjast úrbóta fyrir þann hóp með litlum eða engum árangri. Þær upp- lýsingar fengust frá borginni að borgarstjóri hafi vísað erindinu inn á velferðarsvið til skoðunar og til borgarlögmanns. Verið sé að vinna svar en þetta sé flókið mál og verið sé að fara varlega. Ekki náðist í Dag B. Eggertsson borgarstjóra við vinnslu fréttar- innar. sveinn@frettabladid.is Borgin greiðir ekki öryrkjum bætur sem þeim voru dæmdar Framkvæmd Reykjavíkurborgar að neita öryrkjum um sérstakar húsaleigubætur var dæmd ólögmæt. Samt sem áður neitar borgin að greiða sérstakar húsaleigubætur aftur í tímann til allra öryrkja sem rétt eiga á bót- unum. Borgarstjórinn hefur enn ekki svarað tveggja mánaða gömlu bréfi frá Öryrkjabandalaginu. Dagur B. Eggertsson hefur ekki svarað tveggja mánaða gömlu bréfi frá Öryrkjabandalaginu. FréttaBlaðið/anton Brink Það er margt sem okkur þykir miður hvað þetta varðar. Aðalsteinn SIgurðsson, lögmaður ÖBÍ Þetta er ekki bara hafið, heldur hvað býr í því. Sara Riel myndlistarkona Samfélag Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingar orlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í gær. Til þess þarf að fjölga leikskólaplássum um 750-800. Þannig er stefnt á að bjóða öllum 12 mánaða börnum og eldri leikskóla- þjónustu á vegum borgarinnar. Áætlunin gerir ráð fyrir að sjö nýjum ungbarnadeildum verði komið upp næsta haust auk þess sem fimm til sex nýir leikskólar verði byggðir á næstu árum. Í tilkynningu segir að jafnframt verði gripið til margvíslegra aðgerða til að bæta aðstöðu á leikskólum og vinnuum- hverfi leikskólakennara og annars starfsfólks. Tillögur um uppbyggingu leik- skólanna byggjast á vinnu starfshóps um verkefnið að brúa bilið milli fæð- ingarorlofs og leikskóla, sem borgar- stjóri skipaði á vordögum 2016. Aðgerðirnar eru sundurliðaðar eftir borgarhlutum og taka mið af áformum um þéttingu byggðar, nýjum hverfum og spám sem fyrir liggja um væntanlegan barnafjölda í hverfunum. Aðgerðirnar sem kynntar voru í borgarráði fela enn fremur í sér að gripið er til margvíslegra aðgerða til að bæta vinnuumhverfi á leikskólum borgarinnar. Þær byggjast á tillögum starfshóps skóla- og frístundaráðs um nýliðun og bætt vinnuumhverfi leikskólakennara sem skilaði niður- stöðum í síðustu viku. Þar er meðal annars lögð áhersla á aukið rými barna, fjölgun starfsfólks á elstu deildum, aukinn undirbúningstíma, fjölgun leikskólakennara og annars fagfólks, fjármagn til heilsueflingar og liðsheildarvinnu, aðgerðir til að efla móttöku nýliða m.a. með hand- leiðslu, ímyndarvinnu og kynningu á störfum á leikskólum. Loks var samþykkt tillaga um að auglýst verði 60 sumarstörf á leik- skólum fyrir ungt fólk sem hefur áhuga á námi í kennslu- og uppeldis- fræðum. Markmiðið er að kveikja áhuga ungs fólks á því að starfa á leikskólum og leggja stund á nám í leikskólakennarafræðum. – jhh Allt að sex nýir leikskólar verði byggðir í Reykjavíkurborg Gera á stórátak í leikskólamálum í reykjavíkurborg á næstu árum. Samfélag Verkið Glitur hafsins eftir Söru Riel bar sigur úr býtum í samkeppni um nýtt útilistaverk á austurgafl Sjávarútvegshússins sem atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytið efndi til í samstarfi við Samband íslenskra myndlistar- manna í nóvember á síðasta ári. Um er að ræða tímabundið verk sem mun prýða austur- gafl hússins í að minnsta kosti þrjú ár. Kallað var eftir tillög- um að verki m e ð s k í r - skotun í sögu sjávarútvegs á Íslandi. Sara Riel sagði í sam- tali við Frétta- blaðið að vinna hæfist í maí og nóg væri eftir. Í verkinu má finna raunveruleika í sambland við ímyndun en myndin sneri að til- finningu fyrir hafinu. „Þetta er ekki bara hafið, heldur hvað býr í því. Hvernig ljósið fellur að því og hvernig lyktin er af því.“ Sara er að eigin sögn ánægð með að ákvörðun dómnefndar var samróma, þó það væru alltaf ein- hverjir sem ekki tengdu við verkið. „Veggurinn, hann er náttúrulega geggjaður og er svona hlið inn í miðborgina og mér fannst það vera eftirsóknarvert.“ – bsp Glitur hafsins á umdeildum húsvegg 2 3 . m a r S 2 0 1 8 f Ö S T U D a g U r10 f r é T T i r ∙ f r é T T a B l a ð i ð 2 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 4 8 -B 8 B 0 1 F 4 8 -B 7 7 4 1 F 4 8 -B 6 3 8 1 F 4 8 -B 4 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 2 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.