Fréttablaðið - 23.03.2018, Side 27

Fréttablaðið - 23.03.2018, Side 27
Verslunin býður sérlega gott verð og mikið úrval. Ný lína frá Digel, Cere- mony Vintage. Þessi glæsi- legu jakkaföt kosta 49.900, vestið 14.900, skyrtan 9.900 og sixpensarinn 5.900. MYND/VERSLUN GUÐSTEINS Þessi klassísku jakkaföt kosta 49,900, vestið 14,900 og slaufan 6,900. MYND/VERSLUN GUÐSTEINS Sólveig segir að hjá Verslun Guðsteins Eyjólfssonar sé hægt að fá vönduð og glæsileg föt á sanngjörnu verði. MYND/ANTONBRINK Verslun Guðsteins Eyjólfssonar við Laugaveg í Reykjavík hefur starfað í heila öld á þessu ári. Hún hefur lífgað upp á stíl Íslendinga í langan tíma og fyrir löngu fest sig í sessi sem hluti af verslunarlífi landsins. Verslunin leggur áherslu á vand- aðan herrafatnað á hagstæðu verði og selur hágæða vörur frá íslensk- um, þýskum, dönskum, ítölskum og enskum framleiðendum. Þökk sé áralöngum traustum viðskiptasam- böndum og hagstæðum innkaupum getur verslunin boðið sérlega gott verð og mikið úrval. „Herrafataverslun Guðsteins fagnar 100 ára afmæli á þessu ári og það er ýmislegt spennandi fram undan hjá okkur núna í tengslum við að fagna þessu afmæli í haust,“ segir Sólveig Grétarsdóttir, rekstrar- stjóri verslunarinnar. „Verslun Guðsteins selur mörg góð og vönduð vörumerki. Til dæmis þýska vörumerkið Digel, sem býður upp á úrval jakkafata og stakra jakka, sem og ýmsa fylgihluti, eins og skyrtur, bindi og belti. Núna nýlega bættu þeir líka við mjög skemmtilegri línu af skóm, sem er að sjálfsögðu hægt að fá hjá okkur. Hönnun Digel er mjög vönduð og falleg en á sama tíma á sanngjörnu verði. Digel býður líka upp á alls kyns mismunandi stærðir, sem henta mönnum af mismunandi stærðum, hvort sem þeir eru hávaxnir eða lágvaxnir, grannir eða þykkir,“ segir Sólveig. „Digel er líka með svokallaða Ceremony línu, sem er hátíðarlína sem hentar sérstaklega vel fyrir herramenn sem eru á leið í brúðkaup. Við getum aðstoðað herrann við að velja jakkaföt, hvort sem það eru þessi klassísku svörtu og bláu eða úr Ceremony línunni, en við getum sérpantað úr þeirri línu, beint frá framleiðanda,“ segir Sólveig. „Svo erum við líka með alveg frábæra saumakonu hjá okkur, sem getur séð um allar nauðsynlegar breyt- ingar á buxum og jökkum sem er verið að kaupa. Við bjóðum líka upp á mjög mikið úrval af ýmsum fylgi- hlutum, eins og bindum, slaufum og Verslun með einstaka sögu og vandaða vöru Verslun Guðsteins Eyjólfssonar við Laugaveg verður 100 ára á þessu ári. Verslunin hefur séð tímana tvenna en alltaf verið í fararbroddi þegar kemur að glæsilegum og vönduðum fötum á góðu verði. skyrtum,“ segir Sólveig. „Við erum með skyrtur frá Olymp og Bosweel sem eru til í þremur víddum, slim fit, body cut og classic fit eða com- fort fit. Eitt af því sem gefur okkur svo sterka stöðu er að við getum boðið upp á föt og þjónustu fyrir margar kynslóðir, hvort sem það eru ungir menn, pabbar, afar eða langafar. Þannig getum við klætt herramenn frá einni kynslóðar til annarrar,“ segir Sólveig. „Það er alveg frábært og virkilega dýrmætt, því það getur tryggt samhengi í stíl þeirra, sem getur auðvitað verið skemmtilegt, en það gerir það líka bara svo miklu skemmtilegra og auðveldara fyrir herramenn af ólíkum kynslóðum að koma til okkar saman til að gera sig fína. Slík þjónusta á líka mjög vel við verslun sem á sér 100 ára sögu.“ KYNNINGARBLAÐ 3 F Ö S T U DAG U R 2 3 . m a r s 2 0 1 8 BRúÐKAUp 2 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 4 8 -B 3 C 0 1 F 4 8 -B 2 8 4 1 F 4 8 -B 1 4 8 1 F 4 8 -B 0 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 2 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.