Fréttablaðið - 23.03.2018, Síða 30
Lógó með adressulínu
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is = Coopet Hewitt light (má vera book ef það er minna en 8pt)
Brúðartertan frá 17 sortum var sérbökuð fyrir brúðhjónin og börnin þrjú.
Björg og Trausti nýgift og hamingju-
söm á leið sinni út í lífið saman.
Glæsilegan brúðarkjólinn fann Björg í
Brúðarkjólaleigu Katrínar.
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@frettabladid.is
6 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . m A R s 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R BRúÐKAup
Við Trausti kynntumst á Tinder og allt gerðist frekar hratt. Við spjölluðum saman í þrjá daga
og hittumst svo á kaffihúsi og það
var ást við fyrstu sýn!“ segir Björg
Vignisdóttir sem fann ástina óvænt
á vinsælasta stefnumóta forriti
veraldar.
„Ég skráði mig á Tinder fyrir til-
stilli vinkvennahópsins sem fannst
að ég ætti að vera opin fyrir því,
sem ég var ekki. Þetta var eins hjá
Trausta. Vinirnir hvöttu hann til
að skrá sig á Tinder. Við vorum því
nýlega komin inn þegar við fundum
hvort annað og þegar ég sá fyrstu
myndina af honum fannst mér hann
mjög spennandi og hann heillaði
mig strax.“
Björg leit Trausta Þorgeirsson fyrst
augum í gegnum glugga kaffihúss
sem þau völdu fyrir fyrsta stefnumót
sitt, 26. nóvember 2015.
„Um leið og ég kom auga á hann
var ég kolfallin,“ segir Björg. „Á kaffi-
húsinu áttum við svo frábært samtal,
urðum bálskotin hvort í öðru og
höfum verið óaðskiljanleg síðan.“
Bónorð við skógafoss
Björg er 38 ára félagsráðgjafi sem
starfar sem kennari við barnaskóla
Hjallastefnunnar en Trausti er 35
ára hugbúnaðarverkfræðingur sem
kennir stærðfræði og tölvunarfræði
við Menntaskólann í Reykjavík.
„Bónorðið var borið upp á eins árs
afmælinu okkar Trausta, 26. nóvem-
ber 2016. Í tilefni af því ákvað ég að
bjóða honum í rómantíska gistingu í
sagði tíu sinnum já!
Það var ást við fyrstu sýn þegar Björg Vignisdóttir og Trausti Þorgeirsson litu hvort annað augum í
fyrsta sinn. Sléttu ári síðar barst bónorðið og nú verður ævinlega frí á brúðkaupsafmælinu.
Vík í Mýrdal. Á leiðinni stoppuðum
við í Skógum þar sem við settumst á
bekk undir Skógafossi og ég hallaði
mér þétt að Trausta. Úti var ískalt og
tignarlegur fossinn í klakaböndum
en þar sem við sátum hélt Trausti
undurfallega tölu og dró svo fram
lítið, sætt, rautt box og spurði hvort
ég vildi giftast honum,“ segir Björg
og þurfti engrar umhugsunar við.
„Ég held ég hafi sagt tíu sinnum já!
Ég þurfti ekkert að hugsa mig um. Og
þótt bónorðið hafi sannarlega komið
á óvart varð ég ekki svo hissa því við
Trausti vissum frekar fljótt, þótt við
hefðum ekki sagt það, að við værum
mjög svo til í að giftast hvort öðru.“
Björg er ekki í vafa um hvers vegna
hún vildi gefast Trausta.
„Ég vildi giftast Trausta af mörgum
ástæðum. Við deilum saman lífsins
gildum, hann er svakalega skemmti-
legur lífsförunautur og kímnigáfa
hans er frábær. Það er eitthvað í
Trausta sem ég elskaði strax og sann-
færði mig um að vilja virkilega deila
með honum lífinu.“
Ákveðin í að eiga lífið saman
Hjónaefnin Björg og Trausti ákváðu
að láta ekki langan tíma líða á milli
trúlofunar og giftingar.
„Við vildum giftast sem fyrst því
við vorum svo einörð og ákveðin í
að verja lífinu saman. Við völdum
föstudaginn 16. júní 2017 sem brúð-
kaupsdag og vorum gefin saman á
sólbjörtum sumardegi. Okkur fannst
heillandi tilhugsun að það yrði alltaf
þjóðhátíð og frí daginn eftir brúð-
kaupsafmælin okkar í framtíðinni,“
útskýrir Björg broshýr.
Brúðkaupið fór fram í Fríkirkjunni
í Reykjavík og var athöfnin óhefð-
bundin að ósk brúðhjónanna.
„Við Trausti erum hvorugt í þjóð-
kirkjunni og eigum bæði eftir að finna
okkar guð. Því gáfu okkur saman
besti vinur okkar, Konráð Jónsson, og
fulltrúi sýslumanns sem gekk frá skrif-
finnskunni,“ upplýsir Björg.
Brúðkaupsveislan var skemmtileg
og fór fram í veislusal Bergsson á
Granda, rétt við spegilsléttan sæinn.
Gestir voru nánasta fjölskylda og
vinir, um 90 manns, og Bergsson
galdraði fram gómsæta smárétti.
„Brúðkaupstertan var marglaga
kaka frá 17 sortum en gestirnir fengu
ekki sneið. Bara við Trausti og svo
tókum við hana með heim og gáfum
krökkunum með okkur. Brúðkaups-
gestirnir fengu aðra dýrindis eftir-
rétti,“ segir Björg sem á eitt barn úr
fyrra sambandi og Trausti tvö.
Ítalskir hveitibrauðsdagar
Björg hafði dálitla fordóma fyrir
brúðarkjólaleigum þegar hún tók
sér ferð á hendur í Brúðarkjóla-
leigu Katrínar í Mjódd með systrum
sínum og vinkonum.
„Konan sem tók á móti okkur
horfði á mig upp og niður en hvarf
svo baka til og birtist með hvítan
brúðarkjól. Ég hugsaði með mér:
„Guð minn almáttugur, hún er ekki
að lesa mig rétt“ og mátaði örugg-
lega fimmtíu kjóla áður en ég sam-
þykkti að máta þann fyrsta sem hún
ætlaði mér. Hann reyndist auðvitað
fullkominn og ég þurfti ekki að leita
lengra,“ segir Björg og hlær að minn-
ingunni.
Hugurinn hvarflar til baka, að
brúðkaupsdegi þeirra Trausta.
„Það er tvennt sem stendur upp
úr,“ segir Björg dreymin. „Það var
þegar foreldrar mínir leiddu mig inn
kirkjugólfið, ég sá Trausta standa
upp við altarið og við horfðumst í
augu í fyrsta sinn í kirkjunni. Það
augnablik mun aldrei líða mér úr
minni. En líka þegar við löbbuðum
saman heim af Bergsson orðin hjón,
en við búum skammt frá. Þá var
kominn þjóðhátíðardagur í íslenskri
og bjartri sumarnóttinni og við svo
innilega fín og nýgift. Það fer enn um
mig sæluhrollur þegar ég hugsa um
þá hamingju og rómantík.“
Brúðkaupsnæturinnar nutu
hjónin heima en daginn eftir fóru
þau tvö í tíu daga brúðkaupsferð til
Toskana á Ítalíu.
„Þar áttum við rómantíska
hveitibrauðsdaga í bænum Greve í
Chianti-héraðinu. Við höfðum húsa-
skipti, fengum þar yndislega íbúð
og værum strax til í að fara þangað
aftur!“ segir Björg í einlægri væntum-
þykju fyrir ástarsögu þeirra Trausta.
„Að giftast gerði samband okkar
Trausta enn sterkara. Við urðum hjón
og það er mikil sameining. Ég fann
hvað ástin varð enn fegurri og dýpri.“
Spurð hvort hún mæli með því
að giftast, svarar Björg: „Ég mæli 300
prósent með giftingu. Það er bara
eitt stórt já við því. Allir sem eiga
það eftir eiga gott í vændum. Þetta
er stórkostleg upplifun og maður
verður hreinlega svekktur þegar
dagurinn er búinn. Okkur þótti líka
undurvænt um undirbúninginn. Við
vorum dugleg að njóta hvers skrefs
og ég man ekki eftir mínútu þar sem
við vorum stressuð. Hvort sem það
var að velja kökuna, kjólinn, salinn
eða annað varð það allt að mikil-
vægum og eftirminnilegum skrefum
í átt að hamingjunni sem á að endast
ævina út.“
Hjónin Björg Vignisdóttir og Trausti Þorgeirsson. mYND/sTEFÁN
Brúðhjónin fyrir utan Fríkirkjuna á
gamaldags hjóli með brúðarvagni.
2
3
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:3
5
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
4
8
-9
B
1
0
1
F
4
8
-9
9
D
4
1
F
4
8
-9
8
9
8
1
F
4
8
-9
7
5
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
6
4
s
_
2
2
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K