Fréttablaðið - 23.03.2018, Síða 32

Fréttablaðið - 23.03.2018, Síða 32
Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, verslunarstjóri Herragarðsins í Kringlunni, ásamt Alvaro Calvi, yfirmanni sérsaumsdeildar Herragarðsins. MYND/GVA Mikil sprenging hefur orðið í sérsaumuðum jakkafötum hjá Herragarðinum síðustu ár. Fallegir skór í miklu úrvali frá Lloyd, Barker og Sand. MYNDir/ANTON BriNK Jakkaföt frá Corneliani, skyrta, bindi og klútur frá Stenströms. Frábært úrval af bindum frá Stenströms, Emporio Armani, Eterna, Monti, Polo ralph Lauren og Tino Cosma. Herragarðurinn hefur í áratugi verið í fremstu röð þegar kemur að herrafötum hér á landi. Með hækkandi sól fara margir að huga að brúðkaups- klæðnaðinum og eru Herragarðs- menn með ótal lausnir í þeim málum að sögn Vilhjálms S. Vil- hjálmssonar, verslunarstjóra Herra- garðsins í Kringlunni. „Við höfum séð síðustu ár að íslenskir karl- menn leggja meiri áherslu á að eiga vönduð föt fyrir stóra daginn og eru alls kyns útfærslur á því hvernig sá klæðnaður á að vera. Við bjóðum auðvitað mikið úrval af jakkafötum og smókingum frá t.a.m. Giorgio Armani, Sand og Hugo Boss sem eru allt merki sem þarf varla að kynna.“ Hins vegar hefur orðið sprenging hjá Herragarðinum undanfarin þrjú ár þegar kemur að sérsaum- uðum fötum bætir hann við. „Við tökum eftir því að kröfur um gæði og ákveðið sérvalið útlit hafa stóraukist og því er sérsaumurinn fýsilegur og skemmtilegur kostur. Um er að ræða línu Herragarðsins sem gengur einfaldlega undir nafn- inu Herragarðurinn-sérsaumur. Viðskiptavinur getur valið úr hundruðum efna og valið um hvert einasta smáatriði í fötunum eins og lit á fóðri, tölur, snið og allt það sem hugurinn girnist.“ Frjálslegri í dag Varðandi ýmis smáatriði er margt skemmtilegt hægt að gera segir Vilhjálmur. „Ein skemmtilegasta hugmyndin sem kom frá viðskipta- vini var að setja brúðkaupsdaginn á fötin. Þá settum við dagsetninguna undir boðunginn auk þess sem hægt er að merkja fötin og sauma Manni á að líða vel í jakkafötum Herragarðurinn býður upp á ótal lausnir fyrir karlmenn þegar kemur að brúðkaupsklæðnaði, m.a. jakkaföt og smókinga frá Giorgio Armani, Sand og Hugo Boss. Sífellt fleiri kjósa að láta sérsauma á sig brúðkaupsfötin. inn í fóðrið. Þá er iðulega sett nafn brúðgumans en sumir setja nafn konunnar.“ Hann segist hafa tekið eftir því að mörgum þyki mikilvægt að eiga eitthvað sérstakt í tengslum við stóra daginn. Ekki dugi að vera í n.k. svörtum einkennisbúningi heldur sé skemmtilegt að krydda útlitið með sérvöldu efni. Einnig er gaman þegar feðgar eða karlmenn í heilu fjölskyldunum vilja vera í sérsaumuðum fötum á þessum mikilvæga degi. „Þegar ég byrjaði í herrafatabransanum fyrir um 20 árum var algengast að menn giftu sig í svörtum smóking og á það enn við. Í dag eru menn hins vegar mun frjálslegri í að breyta til og velja oft dökkbláan sem er einmitt upprunalegi liturinn á smóking. Einnig hef ég tekið eftir að mörg brúðkaup eru haldin í sveitinni og þá er klæðnaðurinn oft óformlegri, jafnvel stakur jakki eða ljósari litir sem hæfa umhverfinu. Það passar auðvitað ekki að vera í svörtum smóking í sveitabrúðkaupi.“ Gott samband Vilhjálmur segir starfsmenn Herra- garðsins ávallt leggja sig fram við að mynda gott samband við viðskipta- vini sína og losa þá við valkvíðann. „Viðskiptavinurinn kemur kannski með ákveðnar hugmyndir og við leiðum hann á beinu brautina. Ein- faldast er að bóka tíma hjá okkur þar sem fagmaður mun aðstoða við efnisvalið og mæla menn á alla kanta. Sérsaumur getur oft verið nauðsynlegur upp á að fötin passi vel og svo sjáum við smáatriði sem menn vita jafnvel ekki um, eins og að önnur öxlin er jafnvel lægri en hin eða að fætur séu mislangir. Þá er gaman að stilla það af og þannig munu fötin passa betur. Manni á að líða vel í jakkafötum og hvað þá á stóra deginum.“ Hann bendir á að einfaldast sé að panta tíma á mtm@herragardurinn. is en frá mælingu líða fimm vikur þar til fötin koma í hús. „Þá er alltaf önnur mátun þar sem við stillum smáatriðin af ef þarf. Einnig bjóðum við upp á sérsaumaðar skyrtur og eigum auðvitað alla fylgihluti sem þurfa að fylgja með, t.d. réttu skóna, bindi, klúta og belti. Svo má að sjálfsögðu ekki gleyma að fá sér nýja sokka á brúðkaupsdaginn.“ 8 KYNNiNGArBLAÐ 2 3 . M A r S 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R BrúÐKAuP 2 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 4 8 -8 7 5 0 1 F 4 8 -8 6 1 4 1 F 4 8 -8 4 D 8 1 F 4 8 -8 3 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 2 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.