Fréttablaðið - 23.03.2018, Side 34

Fréttablaðið - 23.03.2018, Side 34
Rómantískari atriði en kaup-mála og erfðarétt má vel hugsa sér í tengslum við giftingar. Þetta eru þó atriði sem vert er að huga að. Óskar Sturlu- son, fagstjóri fjölskyldudeildar Sýslumannsins á höfuðborgar- svæðinu, segir að í daglegu lífi finni fólk kannski ekki mikinn mun á því að vera í skráðri sambúð eða í hjónabandi, laga- lega séð. Framfærsluskylda sé þó milli hjóna en ekki milli fólks í sambúð. Stærsta atriðið lúti að erfðamálum. Við andlát þurfi að skipta búi þegar fólk er í sambúð en þegar um hjónaband er að ræða getur eftirlifandi maki átt rétt á að sitja í óskiptu búi. Ekki sé erfðaréttur milli einstaklinga í sambúð. „Meginreglan er sú að einstakl- ingur á það sem hann er skráður fyrir og skuldir hans tilheyra honum,“ segir Óskar. „Þegar ein- staklingar eru í sambúð er ekki erfðaréttur milli þeirra nema beinlínis hafi verið gerð erfðaskrá um það. Við hjónaband verða hins vegar allar eignir hjúskapar- eignir, nema annað sé sérstaklega ákveðið, og á þá hvor maki um sig rétt á eignum hins. Hjón bera þó ekki ábyrgð á skuldum hvort ann- ars. Ekki er því hægt að ganga á eignir annars fyrir skuldum hins, undantekningin á því eru þá helst skattaskuldir,“ segir Óskar. Hvað er framfærsluskylda? „Einstaklingar í hjónabandi bera framfærsluskyldu hvor á öðrum og bera ábyrgð á framfærslu fjöl- skyldunnar en það á ekki við um fólk í sambúð. Ef til skilnaðar fólks í hjónabandi kemur getur annar aðilinn því átt kröfu á hinn að hann haldi áfram þessari fram- færsluskyldu um einhvern tíma. Það heitir þá lífeyrir í hjúskapar- lögum og almennt talað um 6 til 12 mánuði. Þetta er fyrst og fremst hugsað ef annar aðilinn hefur ekki verið útivinnandi og að hann hafi þá tækifæri til að afla sér mennt- unar eða hafi tíma til að komast út á vinnumarkaðinn til þess að geta tekið við framfærslu sinni sjálfur,“ segir Óskar. Spurður hvort fólk geri yfirleitt kaupmála þegar það giftir sig segir Óskar það mjög algengt. Ýmist gangi fólk frá kaupmálanum áður en það gengur í hjónaband en einnig sé kaupmáli oft gerður eftir að fólk er gift. „Í grunninn er þá kaupmáli um að einhver ákveðin eign skuli ekki verða hjúskapareign heldur séreign viðkomandi. Við skilnað eða andlát er sú eign því fyrir utan sameiginlegt bú. Þetta er tiltölu- lega algengt og kannski algengast ef stór munur er á því sem fólk hefur með sér inn í hjónabandið. Þá getur það skipt máli hvort fólk hefur áður verið gift og á jafnvel börn frá fyrra hjónabandi. Þá er mögulega verið að tryggja þeirra hag með því að tilgreina ákveðnar eignir sem séreign,“ segir Óskar en kaupmálar geti verið af ýmsum toga. „Það er einnig hægt að gera kaupmála sem kveður á um að einhverjar eignir skuli vera séreignir, en við andlát verði þær hjúskapareignir. Þá eru þær einungis séreignir ef til skilnaðar kæmi. Varðandi gerð kaupmála og erfðaskrár ráðlegg ég fólki að leita aðstoðar lögmanns.“ Hjónaband tryggir réttindi Hverju breytir það að gifta sig þegar hægt er að skrá sig í sambúð? Fagstjóri hjá sýslumanni segir erfðamál veigamesta atriðið. Kaupmálar séu algengir á Íslandi. Ragnheiður Tryggvadóttir heida@frettabladid.is Fagstjóri fjölskyldudeildar hjá sýslumanni segir ákveðin réttindi fylgja hjónabandi sem vert sé að huga að. EXTON REYKJAVÍK S: 575-4600 EXTON@EXTON.IS VIÐ SJÁUM UM BRÚÐKAUPIÐ ÞÚ ÞARFT BARA AÐ SEGJA JÁ! Við leigjum og seljum Tjöld, borð og stóla, uppblásna sófa, hljóðkerfi, ljósakerfi, skjávarpa og sýningartjöld, confetti sprengjur. Sláðu á þráðinn ef eitthvað af þessu er að vefjast fyrir þér. Það eina sem þú þarft að gera er að skemmta þér. www.exton.is EXTON AKUREYRI S: 575-4660 AKUREYRI@EXTON.IS  10 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . m A R s 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R BRúÐKAup 2 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 4 8 -8 C 4 0 1 F 4 8 -8 B 0 4 1 F 4 8 -8 9 C 8 1 F 4 8 -8 8 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 2 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.