Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.03.2018, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 23.03.2018, Qupperneq 52
 Það er svo margt sem rennur í gegnum hólfið í heilanum Þar sem maður púslar saman formum og litum. Jóhanna Kristbjörg Hafnarborg í Hafnar­firði er heitur reitur. Þegar stigið er inn fyrir þrösk­uldinn sést að veitingastaðurinn á jarðhæðinni  verður brátt opn­ aður í nýjum búningi. Sverrissalur  er á sínum stað þar við hliðina og í honum er Jón Axel Björnsson að leggja lokahönd á uppsetningu sýn­ ingarinnar Afstæði með myndum frá tveimur síðustu árum. „Vatnslita­ myndirnar eru allar nýjar – næstum of nýjar,“ segir hann glettinn. „Stóru myndirnar eru elstar, frá 2016. Hins vegar eru rammarnir býsna gamlir, ég lét gera  nokkra slíka  fyrir eitt­ hvert verkefni og notaði svo bara einn, hinir hafa staðið upp við vegg. Þegar maður skiptir um vinnustofu kemur ýmislegt í ljós, bæði finnur maður hluti og týnir.“ Það glittir í fólk á öllum mynd­ unum,  að minnsta kosti líkams­ parta, enda segir Jón þær allar fjalla um mannlega tilvist. „Öll mín list gerir það. Þetta er einhver tilraun til að balansera sjálfan mig,“ útskýrir hann og kveðst, aldrei þessu vant, verða með titla á öllum verkunum. Skyldi hann hafa haft þá  í huga þegar hann málaði þau? „Ekki titl­ ana endilega, en andrúmsloft mynd­ anna, ég fer aldrei frá því. Myndgerð mín er í ótrúlega föstum skorðum, hver einasti punktur hefur þýðingu fyrir mig og ég get ekkert hnikað þeim til. Þú sérð litla svarta punkt­ inn þarna neðst (bendir á eina af stóru myndunum).  Hann er ekki bara myndbyggingarlegt atriði, heldur hefur hann ákveðna mein­ ingu sem ég ætla þó ekki að upplýsa hver er. Ég vil að hleðsla myndanna sé bundin skynjun áhorfandans.“  Jón segir hverja mynd samspil að minnsta kosti þriggja þátta, fagur­ fræði, frásagnar og forma. „Þessir þættir þurfa að sameinast í að birta skoðun listamannsins þegar um myndlist er að ræða. Annars getur maður auðvitað skrifað hug­ myndina í smásögu eða ljóði.“ Áhugi á myndlist er síst í rénun meðal almennings að mati Jóns. Þó hin gömlu gildi hennar séu honum mikilvæg, að eigin sögn, er hann ánægður með hvað unga fólkið kemur sterkt inn með alls konar nýjungar sem gera myndlistarum­ hverfið líflegt. „Það eru svo margir miðlar sem renna saman hjá unga fólkinu  og þeir gera listina svo skemmtilega,“ segir hann. Á tímabili tók Jón Axel sér langt hlé frá sýningum. „Ég sýndi ekkert í átta ár. Mér var sagt að eftir sjö ár þá jöfnuðu menn svona yfirborð grafarinnar (stappar létt yfir gólfið á smá bletti.) Þá væru þeir gleymdir og búnir. En síðustu árin hef ég sýnt fjandi mikið.“ Titill sýningarinnar, Afstæði, segir Jón geta sýnt afstæði til trúarlegra þátta í kringum okkur. Það sé sígilt umfjöllunarefni. „Ég sagði einhvern tíma í gamla daga að ég væri senni­ lega trúarlegasti málari á Íslandi. Ég veit ekki hvort menn eru enn að hlæja að því. Það hafði enginn hugsað út í það.“ Og enginn pantað hjá þér altaris- töflu? „Nei, þessi sannleikur náði Hver einasti punktur hefur þýðingu Jón axel Björnsson og Jóhanna Kristbjörg sigurðardóttir opna listsýningar hvort á sinni hæð í hafnarborg á morgun. Jón axel er málverkinu trúr en Jóhanna Kristbjörg leikur sér að því að teygja það út fyrir strigann. „Ég sagði einhvern tíma í gamla daga að ég væri sennilega trúarlegasti málari á Íslandi,“ segir Jón Axel. FrÉttAblAðið/Ernir „Mér fannst ég þurfa að búa til mína eigin stefnu,“ segir Jóhanna Kristbjörg sem ekki er einhöm í listinni. FrÉttAblAðið/Ernir Sýning Jóhönnu var í mótun þegar ljósmyndarann bar að garði. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is ekki alveg í gegn. En ég er alltaf með svipuð umfjöllunarefni. Tilraunin til útskýringar er í verkunum. Ég lít á þau sem tjáningarmiðil. Þessi sýning fjallar einfaldlega um mannlega til­ vist og afstöðu okkar til trúar og sið­ ferðis.“ Margoft við sjáum Á hæðinni fyrir ofan, í  aðalsal Hafnar borgar, breiðir Jóhanna Krist­ björg Sigurðardóttir úr sýningunni Margoft við sjáum og margoft við sjáum aftur. Sum verkin málar hún beint á veggi salarins, önnur hanga þar eins og málverkum er tamt og enn önnur eru frístandandi úti á gólfi. Jóhanna er í hópi þeirra ungu, líflegu listamanna sem hafa marga miðla á valdi sínu og Jón Axel minnt­ ist á. Í hliðarsalnum er til dæmis innsetning sem byggist á nokkrum málverkum, mottum á gólfinu, þremur skúlptúrum og tveimur vídeóverkum. „Ég er að vinna bæði með ný og eldri verk,“ segir Jóhanna og upplýsir brosandi að fjölbreyti­ leikinn sé henni mikilvægur. „Þegar ég var að vinna í masternum þá bjó ég til minn eigin isma sem er Neo Constructiv­Emot ionalismi.“  Jóhanna býr í Antverpen í Belgíu og kveðst hafa  flutt flest verkin með sér þaðan. „Ég fór út í mynd­ listarnám árið 2012 og skráði mig í málaradeild í Gent. Kom héðan úr Listaháskólanum þar sem var mikið flæði og ég fékk að snerta allt. Í málaradeildinni úti angaði allt af olíu  en ég hafði fram að því bara notað akrýl. Þá gerðist samt ýmis­ legt og ég fór að teygja málverkið út fyrir strigann, málaði á tau og við, gerði skúlptúra og vídeó. Samt allt í litapallettu, eins og málverkið. Þetta var dálítið ruglingslegt fyrir aðra og því fannst mér ég þurfa að búa til minn eigin hatt yfir mína list og þá bjó ég til þessa stefnu, Neo Con­ structiv­Emotionalismi. Það frelsaði mig dálítið.“ Hefur enginn annar listamaður tekið hann upp? Hún hlær. „Kannski og hann á örugglega eftir að koma sterkur inn – en ég var þó að minnsta kosti á undan! Það sem er svo fallegt við þessa stefnu er að orðið constructivismi þýðir á íslensku hugsmíðarhyggja.  Það er svo margt sem rennur í gegnum hólfið í heilanum þar sem maður púslar saman formum og litum, þannig að hugsmíðarhyggja er frá­ bært orð.“ Neo stendur fyrir nýja birtingar­ mynd og emotional er hin ljóðræna, flæðandi tilfinning sem ég hef alltaf unnið gegnum, svolítið væmin af því að hún er svo persónuleg en þaðan er ég komin um langan veg inn í mitt hlutverk sem myndlistarmað­ ur. Fyrst málari, svo skúlptúristi og eftir allt saman ljóðskáld! Ég virðist alltaf vera að leita að frelsinu innan einhverrar formfræði.“ Á leið minni út úr Hafnarborg aftur rekst ég á bókarstand. Þar er einmitt ljóðabók eftir Jóhönnu Kristbjörgu á ensku og þaðan er titill sýningar hennar kominn:  Many times we see and many times we see again. 2 3 . m a r s 2 0 1 8 F Ö s T U D a G U r28 m e n n i n G ∙ F r É T T a B L a ð i ð menning 2 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 4 8 -9 6 2 0 1 F 4 8 -9 4 E 4 1 F 4 8 -9 3 A 8 1 F 4 8 -9 2 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 2 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.