Fréttablaðið - 23.03.2018, Side 54

Fréttablaðið - 23.03.2018, Side 54
HAPPY HOUR Á BARNUM 17-19 The Shape Of Water 17:30 Spoor 17:30 Stella í Orlofi 20:00 Kobieta Sukcesu ENG SUB 20:00 Andið eðlilega ENG SUB 20:00 Woman Of Mafia ENG SUB 22:15 The Florida Project 22.15 Loveless 22:00 23. mars 2018 Tónlist Hvað? Babies á Húrra Hvenær? 22.00 Hvar? Húrra, Naustunum Stuðkompaníið Babiesflokkurinn snýr enn og aftur á Húrra 23. mars. Það vita allir sem vita eitthvað að Babiesböllin á Húrra er ólýsan- legar gleðisprengjur. Ekki missa af þessari sprengju. Hvað? Valdimar og Örn Eldjárn með tónleika á Hverfisbarnum Hvenær? 22.30 Hvar? Hverfisbarinn, Hverfisgötu Hvað? Burtfarartónleikar – Baldvin Snær Hvenær? 20.00 Hvar? Tónlistarskóli FÍH, Rauðagerði Tónleikarnir verða um klukkutími að lengd og allir velkomnir. Eftir tónleikana verður boðið upp á léttar veitingar. Viðburðir Hvað? Gunnlaugur Guðmundsson: Maðurinn og framtíð hans í heiminum Hvenær? 20.00 Hvar? Lífspekifélagið, Ingólfsstræti Gunnlaugur Guðmundsson flytur fyrirlestur um manninn og fram- tíð hans í heiminum. Allir vel- komnir. Hvað? Stella í Orlofi – föstudagspartí­ sýning á stafrænu formi Hvenær? 20.00 Hvar? Bíó Paradís, Hverfisgötu Stella í orlofi fjallar um Stellu og baráttu hennar við geðilla karla, tryllt börn, alkóhólista, flugmenn, Lionsklúbbinn Kidda, danskar drósir og laxeldi. Myndin er sýnd í nýrri stafrænni útgáfu- og hefur aldrei litið betur út. Sýningar Hvað? Elina Brotherus – Leikreglur Hvenær? 11.00 Hvar? Listasafn Íslands Listasafn Íslands sýnir ný verk eins þekktasta ljósmyndara samtímans, Elinu Brotherus. Hvað? Langa blokkin í Efra­Breiðholti Hvenær? 10.00 Hvar? Þjóðminjasafnið Lengd byggingarinnar er um 320 metrar og í fljótu bragði líkist hún helst virkisvegg. Innan hennar eru tuttugu stigagangar og 200 íbúðir þar sem búa nokkur hundruð manns. David Barreiro ljós- myndaði bygginguna, íbúana og umhverfið heima hjá þeim. Íbú- arnir eiga það sameiginlegt að hafa reynslu af því að flytjast til Íslands og eru víða að úr heiminum. Hvað? Spegill samfélagsins 1770 Hvenær? 10.00 Hvar? Safnahúsið Í tilefni 135 ára afmælis Þjóð- skjalasafns Íslands hefur verið sett upp sýning á úrvali skjala Lands- nefndarinnar fyrri 1770. Danski konungurinn sendi þriggja manna rannsóknarnefnd til Íslands árið 1770 til að kanna samfélagið og auðlindir þess. Skjalasafn nefndarinnar, sem nefnd hefur verið Landsnefndin fyrri, er mikið að vöxtum, um 4.200 handritaðar síður. Hvað? Innrás I: Guðmundur Thorodd­ sen Hvenær? 13.00 Hvar? Ásmundarsafn Árið 2018 eru fyrirhugaðar fjórar innrásir inn í sýninguna List fyrir fólkið í Ásmundarsafni, þar sem verk myndhöggvarans eru skoðuð út frá ólíkum tímabilum á ferli hans. Völdum verkum hans er skipt út fyrir verk starfandi lista- manna. Fyrsti listamaðurinn í röðinni er Guðmundur Thorodd- sen. Guðmundur hefur undanfarin ár beint sjónum sínum á kómískan hátt að karlmennskunni og notað til þess meðal annars skúlptúra úr keramik og viði. Gróf form og efnisnotkun Guðmundar býður upp á áhugavert samtal við verk Ásmundar. Hvað? Myrkraverk Hvenær? 10.00 Hvar? Kjarvalsstaðir Á sýningunni eru verk listamanna sem hafa fengið innblástur úr þjóðsögum og ævintýrum eða skapað sinn eigin huliðsheim. Hvort tveggja endurspeglar mann- lega tilvist, samskipti, tilfinningar og hugarástand. Hvað? Kjarval: Líðandin – la durée Hvenær? 10.00 Hvar? Kjarvalsstaðir Á sýningunni eru mörg sjaldséð verk, einkum frá fyrri hluta starfs- ævi Jóhannesar Sveinssonar Kjar- vals (1885-1972). Hvað? Erró: Því meira, því fegurra Hvenær? 10.00 Hvar? Hafnarhúsið Á þessari sýningu er varpað sérstöku ljósi á verk Errós sem byggjast á ofgnótt og ofmettun. Slík myndgerð hefur alla tíð verið mikilvægur þáttur í listsköpun hans og má rekja aftur til ung- dómsverka hans. Meira en þrjá- tíu verk úr Errósafni Listasafns Reykjavíkur – málverk, klippi- myndir og kvikmyndir – sýna hvernig listamaðurinn skapar flóknar og hlaðnar myndbygg- ingar, sem miðla myndefni sem tengist stjórnmálum, vísindum, skáldskap og listasögu. Valdimar og Örn Eldjárn ætla að taka lagið á Hverfisbarnum í kvöld. fréttablaðið/anton brink baldvin Snær Hlynsson spilar á burtfarartónleikum í kvöld. fréttablaðið/Ernir Það hefur ekki farið fram hjá landsmönnum að ferða-mannaiðnaðurinn er orðinn sá stærsti á landinu. Miðbærinn er smekkfullur af ferðamönnum og hótelbransinn blómstrar sem aldrei fyrr. Icelandair hótel hafa ákveðið að þakka borgarbúum og landsmönn- um öllum fyrir gestrisnina og fyrir „að gæða borgina lífi og þeim ein- staka anda sem heillar ferðamenn hvaðanæva“, eins og kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Af því tilefni býður fyrirtækið upp á leik þar sem vinningshafarnir fá að upplifa Reykjavík eins og ferða- menn, enda líklega margir Íslend- ingar sem hafa velt fyrir sér hver upplifun erlendra ferðamanna er af borginni. Þessi vinningur getur að minnsta kosti fært mann aðeins nær svarinu við þeirri stóru spurningu. Icelandair hótel mun í samstarfi við Reykjavíkurborg gefa vinnings- höfunum gistingu á einu af hótelun- um sínum í Reykjavík og auk þess fá vinningshafarnir 24 tíma Reykjavík City Card frá Höfuðborgarstofu en það veitir aðgang í söfn og sundlaug- ar. Þau heppnu geta því ímyndað sér að þau séu túristar í heilan sólar- hring, ferðast með strætó á milli helstu safna bæjarins og skellt sér í sund í einhverri laug sem þau hafa aldrei komið í. Skráning er í gangi á vefsíðunni takkreykjavik.is og verða vinnings- hafa dregnir út 24. mars. – sþh Bjóða landsmönnum að upplifa Reykjavík eins og ferðamenn fyrir vinninginn væri meðal annars hægt að skella sér í laugardalslaug og upplifa hina frábæru stemmingu sem ríkir þar. fréttablaðið/Ernir Hvað? Hvenær? Hvar? Föstudagur Hvar@frettabladid.is 2 3 . m a r S 2 0 1 8 F Ö S T U D a G U r30 m e n n i n G ∙ F r É T T a B L a ð i ð 2 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 4 8 -A 9 E 0 1 F 4 8 -A 8 A 4 1 F 4 8 -A 7 6 8 1 F 4 8 -A 6 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 2 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.