Fréttablaðið - 24.03.2018, Page 2

Fréttablaðið - 24.03.2018, Page 2
Veður Í dag verður víðast hvar hæglætis­ veður á landinu, en vestast á landinu verður þó norðvestan kaldi og stöku él á stangli. Það kólnar smám saman og hiti verður víðast hvar um frostmark. sjá síðu 60 Sverrir Hermannsson jarðsunginn Útför Sverris Hermannssonar, fyrrverandi ráðherra og þingmanns Sjálfstæðisflokksins og Frjálslynda flokksins, var gerð frá Dómkirkjunni í gær. Sverrir fæddist á Svalbarða í Ögurvík við Ísafjarðardjúp 26. febrúar 1930. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Mörk 12. mars. Fréttablaðið/anton samfélag Í Fréttablaðinu plús í dag, sem eingöngu er aðgengilegt á staf- rænu formi, er að finna myndasyrpu frá því að fremstu CrossFit-konur heims öttu kappi í Reykjavík. Þá er spjallað við Braga Þór Hin- riksson kvikmyndaleikstjóra um kvikmyndina Víti í Vestmanna- eyjum. Birt er viðtal við Dan Sommer, safnaðarprest eins minnsta safn- aðar landsins, Postulakirkjunnar. Viðtalið er hluti greinaflokks um trúarlíf Íslendinga. Því tengt verður sýndur vefþáttur á frettabladid.is með viðtali við prestinn sem var hermaður og öryggisvörður áður en hann stofnaði trúfélagið sem er staðsett á Höfðabakka í Reykjavík. – kbg Fjölbreytt efni á Fréttablaðinu plús Dan Sommer, safnaðarprestur Postulakirkjunnar. Fréttablaðið/Vilhelm stjórnmál „Spáveðurfræðin gengur út á að spá fyrir um hið ókomna. Stjórnmálin eru oft að takast á við óvænta hluti. Það er þó fastari jörð undir stjórnmálunum heldur en í veðurfræðinni,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, oft kallaður Siggi stormur, en tilkynnt var um að hann yrði oddviti Miðflokksins í bæjar- stjórnarkosningunum í Hafnar firði þann 26. maí næstkomandi. Listi Miðflokksins var kynntur í gær og segir Sigurður vinnu við smíði hans hafa staðið yfir undan- farnar fjórar vikur. Helsta einkenni listans, að sögn Sigurðar, er breidd- in. Segir hann hafa verið horft til kynjajafnvægis, aldurs, stöðu og starfa, reynslu og áhugamála. Sigurður hefur áður verið við- riðinn íslensk stjórnmál, þótt hann sé eflaust þekktari fyrir veðurfræði- störf. Í febrúar 2012 stóð til að hann færi í framboð fyrir Samstöðu, flokk Lilju Mósesdóttur. Það gekk þó ekki eftir en mánuði síðar hætti Sigurður í flokknum. „Það er kannski ótíma- bært að tjá sig mikið nú um næstu skref mín, en ég er í það minnsta ekki að fara að stofna nýjan flokk að svo stöddu,“ sagði Sigurður við Pressuna í mars 2012. En nú, sex árum síðar, er veður- fræðingurinn mættur aftur og kveðst mjög bjartsýnn. „Miðflokk- urinn er á góðri siglingu. Samkvæmt skoðanakönunnum hefur fylgi hans verið að aukast. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga á þessu í Hafnar firði,“ segir Sigurður sem stefnir á að ná þremur mönnum inn í ellefu manna bæjarstjórn Hafnar- fjarðar. Um áherslur framboðsins segir Sigurður að skynsemisjónarmið þurfi að ráða, ekki flokkslínur. „Þegar við höfum náð inn þessum þremur mönnum útilokum við ekki samstarf við neinn og ekki neinar hugmyndir heldur. Ef þær eru skyn- samlegar og góðar viljum við styðja við þær.“ Segist Sigurður til að mynda vilja setja skipulagsmálin í forgang. Þar hafi verið óstöðugleiki undanfarin ár. „Það þarf að vinna þessa skipu- lagsvinnu af miklu meiri yfirvegun en hefur verið gert.“ Þá nefnir hann einnig skólamálin. Gríðarlegir fjármunir fari í skóla- málin í Hafnarfirði en bærinn sé ekki að uppskera eins og hann sáir. „Það þarf að fara í gegnum það mjög ítarlega. Til dæmis skóla án aðgrein- ingar. Fyrir hverja er það gert? Er það fyrir þá sem eiga undir högg að sækja? Ég segi nei. Er þetta fyrir þá sem eru á fljúgandi siglingu? Hefur þetta skilað því sem við viljum að þetta skili?“ segir Sigurður enn fremur. thorgnyr@frettabladid.is Siggi segir fastari jörð í pólitíkinni en veðrinu Sigurður Þ. Ragnarsson, Siggi stormur, leiðir lista Miðflokksins í Hafnarfirði. Hann segir flokkinn á góðri siglingu og stefnir á að ná þremur mönnum inn. Þótt stjórnmálin þyki hvikul segir Sigurður spáveðurfræðina enn hvikulli. Sigurður leiðir lista miðflokksins í hafnarfirði. Fréttablaðið/Valli alþingi Umræðu um frumvarp Andrésar Inga Jónssonar, þing- manns Vinstri grænna, um lækkun kosningaaldurs í 16 ár var frestað í gær og verður því ekki gengið til atkvæðagreiðslu á næstunni. Ólík- legt er því að 16 og 17 ára krakkar fái að kjósa í sveitarstjórnarkosn- ingunum. Málið var rætt lengi á Alþingi í gær og tóku andstæðingar þess oft til máls. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði þar fara fram „málþóf mið- aldra karla úr Sjálfstæðisflokki og Miðflokki“. Þorsteinn Víglundsson, þing- maður Viðreisnar, tók í sama streng. Sagði hann Sjálfstæðis- flokkinn, Miðflokkinn og Flokk fólksins grípa til varna fyrir kerfið með málþófi. – þea Ólíklegt að 16 ára fái að kjósa Spáveðurfræðin gengur út á að spá fyrir um hið ókomna. Stjórnmálin eru oft að takast á við óvænta hluti. Sigurður Þ. Ragnarsson, oddvitaefni Miðflokksins í Hafnarfirði 2 4 . m a r s 2 0 1 8 l a u g a r D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 2 4 -0 3 -2 0 1 8 0 3 :4 7 F B 1 4 4 s _ P 1 4 3 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 2 6 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 4 C -A 5 7 8 1 F 4 C -A 4 3 C 1 F 4 C -A 3 0 0 1 F 4 C -A 1 C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 4 4 s _ 2 3 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.