Fréttablaðið - 24.03.2018, Side 35
Hjálparstarf kirkjunnar hefur sent valgreiðslu í heimabanka til landsmanna á
aldrinum 30–80 ára upp á 2.400 krónur en við erum að safna fyrir aðstoð við
börn og unglinga í fátækrahverfum í Kampala, höfuðborg Úganda. Aðstoðin við
unga fólkið er veitt í samstarfi við Lútherska heimssambandið (LWF) í Úganda og
Ugandan Youth Development Link, UYDEL, í fátækrahverfum í Rubage, Nakawa og
Makindye sem eru stór hverfi í Kampala, höfuðborg Úganda.
Verkefnið hófst fyrir ári síðan en við ætlum að aðstoða 1.500 börn og ungmenni
á aldrinum 13–24 ára á þrem árum eða um 500 á ári. Við viljum að unga fólkið fái
þjálfun sem gefur þeim betri möguleika til að fá störf og að þau geti komið undir
sig fótunum. Þau fá svo líka fræðslu um kynheilbrigði og rétt sinn til heilbrigðis-
þjónustu.
Tæplega 70% þátttakenda í verkefninu árið 2017 voru stúlkur og flestir voru á
aldrinum 15–19 ára. Gott samstarf var við samfélagsleiðtoga um það hvaða ung-
lingar þyrftu helst á aðstoð að halda og við einkafyrirtæki sem buðu unga fólkinu
í starfsnám eftir námið í verkmenntamiðstöðvunum.
Vændi og glæpir eru því miður oft eina leiðin sem ungmenni í fátækrahverfum Kampala, höfuðborgar Úganda, sjá til að lifa af.
Í verkmenntamiðstöðvum sem Hjálparstarfið styður fær unga fólkið hins vegar tækifæri til að læra iðn sér til framfærslu og
komast þar með út úr þeim vítahring sem fátæktin viðheldur. Miðstöðvarnar bjóða líka upp á öflugt íþrótta- og tómstundastarf.
Í miðstöðinni í Makindye-hverfi er nú meðal annars öflugt lið kvenna í blaki.
Á árinu 2017:
• stunduðu 658 ungmenni starfsnám í hárgreiðslu, rafvirkjun, fataiðn, prjón, dans- og sönglist og tóku þátt íþróttum.
• fengu 30 sjálfboðaliðar þjálfun í að veita jafningjafræðslu um kynheilbrigði og rétt til heilbrigðisþjónustu en þeir
héldu svo námskeið fyrir samtals 1.899 ungmenni um kynheilbrigði, réttindi og skyldur og úthlutuðu 16.000 smokkum.
• tóku 300 unglingar þátt í þriggja daga námskeiði í verslunarfræðum og 60 tóku þátt í að mynda sparnaðarhópa.
• var haldin vinnustofa með leiðtogum í samfélaginu og öðrum hagsmunaaðilum til að veita upplýsingar um verkefnið
og afla stuðnings samfélagsins við það.
Gefum þeim séns!
Við erum ánægð með fyrsta ár verkefnisins og
leitum stuðnings til að halda starfinu áfram.
Margt smátt ... – 3
2
4
-0
3
-2
0
1
8
0
3
:4
7
F
B
1
4
4
s
_
P
1
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
1
1
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
4
C
-D
6
D
8
1
F
4
C
-D
5
9
C
1
F
4
C
-D
4
6
0
1
F
4
C
-D
3
2
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
1
4
4
s
_
2
3
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K