Fréttablaðið - 24.03.2018, Page 86
Útboð nr. 20281
Þeistareykjavirkjun
Yfirborðsfrágangur
Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í yfirborðsfrágang á
framkvæmdasvæði Þeistareykjavirkjunar í Þing-
eyjarsveit samkvæmt útboðsgögnum nr. 20281.
Í megindráttum felst verkið í að koma fyrir snjó bræðslu -
lögnum og ganga frá yfirborði stöðvarhússlóðar og
skilju stöðvarsvæðis Þeistareykja virkjunar með malbiki,
hellulögn og malaryfirborði. Í verkinu felst einnig jarð-
vinna og annað sem lýst er í útboðsgögnum nr. 20281.
Helstu magntölur eru:
Gröftur 6.000 m3
Fyllingar 6.000 m3
Steinsteypa 62 m3
Malbik 7.640 m2
Hellulögn 960 m2
Snjóbrædd svæði 6.340 m2
Verkinu skal að fullu lokið 14. september 2018.
Útboðsgögn verða aðgengileg á útboðsvef Lands-
virkjunar http://utbod.lv.is frá og með þriðjudeginum
27. mars 2018.
Vettvangsskoðun verður miðvikudaginn 11. apríl 2018
klukkan 10.00 fyrir þá bjóðendur sem þess óska. Verk-
kaupi mun taka á móti bjóðendum á skrifstofu verk-
eftirlits á framkvæmdasvæði Þeistareykjavirkjunar.
Þátttöku skal tilkynna á netfangið innkaup@lv.is með að
minnsta kosti eins dags fyrirvara.
Tilboðum skal skila til Landsvirkjunar, Háaleitisbraut
68, 103 Reykjavík, fyrir klukkan 12:00 þriðjudaginn 24.
apríl 2018.
Tilboð verða opnuð kl. 14:00 sama dag og lesin upp að
viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
ÚTBOÐ
Borgartúni 7c, 105 Reykjavík
Sími 530 1400
www.rikiskaup.is
Tilkynning um fyrirhuguð útboð
bandarískra yfirvalda – útboðsgögn
verða aðgengileg um 2. apríl 2018
Ríkiskaup fyrir hönd Utanríkisráðuneytisins og
Landhelgisgæslu Íslands vekja athygli á auglýsingu
bandarískra yfirvalda um fyrirhugað útboð á fast-
verðssamningi um hönnun og verkframkvæmd vegna
viðgerða og endurbóta á öryggisssvæðinu á Kefla-
víkurflugvelli. Verkefnið felur í sér viðgerðir og
endurbætur á slitlagi og lýsingarkerfi. Vinna við slitlag
felur í sér viðhald og endurbætur á flugvélastæðum
og akstursbrautum. Vinna við lýsingarkerfið felur
í sér að endurnýja lýsingu á akstursbrautum og
flugvélastæðum.
Bandarísk yfirvöld fjármagna og bjóða út þessa
hönnun/framkvæmd og munu eingöngu semja við
íslensk og/eða bandarísk fyrirtæki. Þar sem fram-
kvæmd þessi er alfarið fjármögnuð af bandarískum
yfirvöldum lýtur hún ekki íslenskum lögum og reglum
um opinber innkaup.
Verkefnin skulu skulu vera í samræmi við alþjóðlegar
reglugerðir um flugvelli og kröfur Landhelgisgæslu
Íslands, Atlantshafsbandalagsins og Isavia. Verkefnin
verða unnin á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.
Fyrirtæki sem taka þátt í verkefninu þurfa m.a. að
uppfylla öryggis- og trúnaðarkröfur varnarmálalaga,
reglugerð 959/2012 varðandi öryggisvottun og reglur
sem gilda um aðgang að öryggissvæðum Keflavíkur-
flugvallar, sbr. t.d. reglugerð nr. 750/2016 og aðrar þær
kröfur sem gerðar verða í útboðsgögnum.
Framkvæmdatími verkefnanna líkur u.þ.b. 800 dögum
eftir að samningur kemst á. Kostnaðaráætlun verkefnis
þessa er 11.500.000 Bandaríkjadalir. Krafist er fram-
kvæmdatryggingar í samræmi við FAR 52.228-15.
Aðeins fyrirtæki sem hafa skráð sig í gagnagrunn
bandarískra yfirvalda á www.sam.gov geta tekið þátt
í útboðsferlinu. Fyrirhugað er að birta útboðsgögnin
um 2. apríl næstkomandi á slóðinni www.neco.navy.
mil and www.fbo.gov og þar verða einnig birtar
breytingar á útboðsgögnum þar til lokafrestur til að
skila tilboðum rennur út.
Nánari upplýsingar varðandi fyrirhugað útboð og
birtingu útboðsgagna verða birtar á ensku á
slóðinni www.utbodsvefur.is
Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi í Kópavogi
Aflakór 6
Breytt deiliskipulag
Í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst tillaga að breyttu deiliskipulagi við Aflakór
6. Í breytingunni felst að í stað einbýlishúss komi parhús, byggingarmagn er aukið úr 350 m2 í 420 m2, heimilaðar verði
útbygging á efri hæð út fyrir byggingarreit 2,5m x 3,6m á norður og suður hlið og hámarkshæð verði 6,7 m miðað við
aðkomuhæð í stað 6,3 m. Bílastæðum fjölgar um eitt stæði og verða fjögur á lóðinni. Gert er ráð fyrir að að lóðinni
verði skipt í tvo hluta, skipting lóðarinnar miðast við miðjan byggingarreit. Að öðru leyti gilda sömu skilmálar.
Ofangreind tillaga er aðgengileg á heimasíðu bæjarins, www.kopavogur.is og í þjónustuveri Kópavogsbæjar að
Digranesvegi 1 frá kl. 8:30 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og á föstudögum frá kl. 8:30 til 15:00. Eru þeir sem telja sig
eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega til
skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag@kopavogur.is
eigi síðar en kl. 15:00 mánudaginn 7. maí 2018.
Skipulagsstjóri Kópavogs.
AUGLÝSING UM
FORKYNNINGU
DEILISKIPULAGSTILLÖGU
Í GARÐABÆ
Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með
tillögu á eftirfarandi deiliskipulagsáætlanir
í samræmi við 3.mgr. 40. gr. skipulagslaga
nr. 123/2010.
Urriðaholt, Austurhluti 1. áfangi.
Forkynning deiliskipulagstillögu.
Deiliskipulagið nær til 21,5 ha svæðis í
austurhluta Urriðaholts, þar sem gert er ráð
fyrir íbúðahverfi fyrir u.þ.b. 495 íbúðir í fjölbýli
(2-5 hæðir), rað-, par- og einbýlishúsum (1-2
hæðir). Íbúðirnar eru af mismunandi stærð og
geta hentað fyrir alla aldurshópa. Á skipu-
lagssvæðinu er gert ráð fyrir almenningsgarði
með íþróttaaðstöðu.
Forkynning stendur til 10. apríl 2018. Meðan
á forkynningu stendur er tillagan aðgengileg
á heimasíðu Garðabæjar, www.gardabaer.is og
á heimasíðu Urriðaholts, www.urridaholt.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er
gefinn kostur á því að koma með ábendingar
sem verða teknar til umfjöllunar við endanlega
mótun tillögunnar. Skal þeim skilað skriflega
til skipulagstjóra Garðabæjar fyrir 10. apríl.
Almennur kynningarfundur verður haldinn
þriðjudaginn 3. apríl í Urriðaholtsskóla og hefst
hann klukkan 17:30. Á fundinum verður
tillagan kynnt, spurningum svarað og opnað
fyrir umræður.
Arinbjörn Vilhjálmsson
skipulagsstjóri Garðabæjar
GARÐATORGI 7 • SÍMI 525 8500 • GARDABAER.IS
Vatnsendahlíð 106
Eignatorg fasteignasala Skipholt 50b, 105 Reykjavík
Nánari uppl. veitir Björgvin Guðjónsson lögg. fast.i í
s: 510-3500 / 615-1020 eða bjorgvin@eignatorg.is
Mjög notalegur og fallegur sumarbústaður sem stendur á glæsilegri
3.091 fm leigulóð í landi Vatnsenda í Skorradal. Lækur rennur eftir
lóðinni rétt við húsið. Bláberjaling er í lóðinni. Húsið er kinnt með
rafmagni. Húsið er timburhús sem stendur á timbur stöplum. Gert er
ráð fyrir kamínu. Gott svefnloft er yfir hluta hússins. Verð 15.5 millj.
intellecta.is
RÁÐNINGAR
Hefur þú kíkt
á Job.is?
32 ATVINNUAUGLÝSINGAR 2 4 . M A R S 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R
2
4
-0
3
-2
0
1
8
0
3
:4
8
F
B
1
4
4
s
_
P
0
8
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
7
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
7
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
4
D
-2
0
E
8
1
F
4
D
-1
F
A
C
1
F
4
D
-1
E
7
0
1
F
4
D
-1
D
3
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
1
4
4
s
_
2
3
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K