Fréttablaðið - 24.03.2018, Side 104

Fréttablaðið - 24.03.2018, Side 104
Þvottavélar og tækjabúnaður Fyrir stærri og smærri þvottahús Lín fyrir: Hótel - Gistiheimli - Bændagistingu - Veislusali - Þvottahús - Airbnb Vandað hótellín frá Þýskalandi Yfir 20 ára reynsla Nýtt - Straufrí rúmföt og teygjulök í yyr 30 litum og mynstrum Kirkjustétt 2-6, 113 Reykjavík - 567 4577 - icefakta@icefakta.is www.icefakta.is Mér finnst mikill kostur að fá hvíld frá skrifstofunni og fá tækifæri til að segja fólki frá landi og þjóð. Ég fæ alltaf mjög góð viðbrögð frá fólki og það bókstaf- lega drekkur í sig fróðleik um landið. Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@frettabladid.is Bjarna finnst mikilvægt að menntaðir leiðsögumenn starfi innan ferðaþjónustunnar. Hvers vegna fórst þú í leið-sögunám? „Ég bý á Skeiðum og aðalstarf mitt á Suður- landi hefur snúist um rekstrar- ráðgjöf fyrir þá sem eru að hefja rekstur, ekki síst í ferðaþjónustu. Ég rek mitt eigið fyrirtæki sem heitir Næsta skref slf. Ég tók eftir að sumum innan greinarinnar finnst ekki skipta máli að vera með menntaða leiðsögumenn í vinnu heldur geti hver sem er sinnt því starfi. Þegar ég sá leiðsögunámið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands auglýst vakti það áhuga minn og það ýtti við mér að sækja um því mér finnst skipta máli að leiðsögumenn sem starfa innan ferðaþjónustunnar séu menntaðir í faginu.“ Hvernig líkaði þér námið? „Mér finnst þetta nám frábært og það stóð algjörlega undir mínum væntingum. Svo til allt sem var lagt á borð fyrir okkur var áhuga- vert, sérstaklega menning og saga landsins og ég fékk t.d. alveg nýja sýn á sagnfræði. Mér fannst líka magnað að kennararnir eru margir af fremstu fræðimönnum lands- ins, hver á sínu sviði. Bekkurinn minn samanstóð af flottum hópi fólks sem kom úr ólíkum sviðum atvinnulífsins en small vel saman í þessu verkefni. Það kom mér helst á óvart hversu yfirgripsmikið námið var.“ Hvernig gekk að keyra frá Skeiðum til Reykjavíkur nokkra eftirmiðdaga í viku? „Fyrir nokkuð mörgum árum valdi ég að búa úti í sveit og það er bara hluti af daglegu lífi að keyra langar vegalengdir. Ég fylgdist vel með veðurspám og færð á vegum og þurfti tvisvar að bíða af mér veðrið í Reykjavík vegna ófærðar.“ Hvernig hefur gengið að vinna sem leiðsögumaður? „Það hefur gengið ágætlega. Ég hef aðallega verið í dagsferðum frá Reykjavík. Ég byrjaði í fyrrasumar og fór með ferðalanga af skemmtiferðaskip- unum í Gullna hringinn. Síðan í haust hef ég unnið fyrir Snæland Grímsson sem er í samstarfi við bresku ferðaskrifstofuna Tui. Í hverri viku koma þrjár flugvélar frá Bretlandi sem þýðir að þá eru um 300-500 manns á ferðinni þegar mest er. Ég hef farið í fastar ferðir um Suðurströndina og Gullna hringinn, auk Norðurljósaferða. Þetta hentar ágætlega með mínu fasta starfi. Mér finnst mikill kostur að fá hvíld frá skrifstofunni og fá tækifæri til að segja fólki frá landi og þjóð. Ég fæ alltaf mjög góð við- brögð frá fólki og það bókstaflega drekkur í sig fróðleik um landið. Ég hef komið mér upp ágætri rútínu og byrja yfirleitt á að segja frá land- náminu og hvernig þjóðin hefur þróast. Svo kemur jarðfræðin alls staðar við sögu og þegar komið er í bæinn tala ég meira um nútímann. Þetta hefur vakið mikla lukku.“ Hvað finnst þér ferðamenn vera óhressir með þegar þeir sækja landið heim? „Fyrir utan hátt verðlag sem erfitt er að ráða við, er kvartað undan aðstöðuleysi á fjölsóttum ferðamannastöðum. Ég hef útskýrt fyrir fólki að vöxtur í ferðaþjónustu hafi verið það mikill á stuttum tíma að ekki hafi tekist að halda almennilega í við hann.“ Sérðu fyrir þér að leiðsögustarfið verði þitt aðalstarf í framtíðinni? „Ég stefni að því að næla mér í meirapróf í vor en þá hef ég val um fjölbreyttari verkefni og eitt- hvað hærri laun. Ég hef lengi verið einyrki og sé fyrir mér að það væri gaman að eiga 19 manna bíl og hafa þannig tækifæri til að leið- segja minni hópum.“ Hver er þinn uppáhaldsstaður á landinu? „Þeir eru margir og erfitt að gera upp á milli þeirra. Horna- fjörður og Skaftafellssýsla eru mér kær. Vestfirðirnir eru líka stór- brotnir og einnig Barðaströndin. Ég er líka mjög hrifinn af Öskju og því svæði. Ég hef farið á hestbaki norður í Fjörður og það er einstakt svæði. Á Íslandi eru margir magn- þrungnir staðir sem gaman er að skoða.“ Fólkið drekkur í sig fróðleikinn Bjarni Ásbjörnsson tölvunarfræðingur lauk námi í leið- sögn í síðasta mánuði. Hann segir tilbreytingu að standa upp frá skrifborðinu og sýna ferðamönnum landið. Allt lín fyrir hótel og gistiheimili. Sængurverasett 2.390 kr. 18 KYNNINGARBLAÐ 2 4 . M A R S 2 0 1 8 L AU G A R DAG U RALLT FYRIR HÓTEL OG VEITINGAHÚS 2 4 -0 3 -2 0 1 8 0 3 :4 7 F B 1 4 4 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 4 D -0 3 4 8 1 F 4 D -0 2 0 C 1 F 4 D -0 0 D 0 1 F 4 C -F F 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 4 4 s _ 2 3 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.