Fréttablaðið - 07.05.2018, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 07.05.2018, Blaðsíða 37
Chelsea færði spennu í Meistaradeildarbaráttuna Liverpool mistókst að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu, en liðið tapaði fyrir Chelsea sem fikraði sig nær efstu fjórum sætum deildarinnar með sigrinum. WBA keypti sér aukalíf í fallbaráttunni með dramatískum sigri gegn Tottenham Hotspur. Southampton og Swansea munu svo berjast hatrammlega í fallbaráttuslag á morgun. ein rjúkandi rúst þegar Moore tók við liðinu, en undir hans stjórn hefur liðið haft betur í þremur leikjum og gert jafntefli í tveimur. Þar á meðal eru sigrar gegn Manchester United og Tottenham Hotspur og jafntefli gegn Liverpool. Sigur WBA kveikir glæður í bruna- rústunum, en liðið hefur 31 stig í næstneðsta sæti deildarinnar eftir þennan sigur. Von WBA er hins vegar veik, en liðið verður að vona að fallbaráttuslagur Southampton og Swansea sem háður verður á St. Mary’s annað kvöld. Þá verða bæði liðin að lúta í gras í lokaleikjum sínum í deildinni til þess að krafta- verk Moores við stjórnvölinn hjá WBA verði að veruleika. Svakalegur leikur annað kvöld Fallbaráttan stendur nú á milli WBA, Swansea og Southampton og Huddersfield sem náði í sterkt stig þegar liðið gerði markalaust jafnt- efli gegn ríkjandi Englandsmeist- urum, Manchester City, sem fékk Englandsmeistarabikarinn að leik loknum. Swansea og Southamp- ton eru jöfn að stigum í 17. og 18. sæti deildarinnar og Huddersfield er í sætinu þar fyrir ofan með 35 stig. Þessi lið eiga öll tvö leiki eftir af deildarkeppninni. West Ham sem situr í 15. sæti deildarinnar með 38 stig og liðin þar fyrir ofan eru sloppin við fall. Það verður mikil spenna í loftinu þegar Southampton og Swansea etja kappi á morgun og línur munu skýrast enn frekar í fallbaráttunni með úrslitum úr þeim leik. Leikmenn Arsenal glöddu svo hjarta Arsenes Wenger sem stýrði liðinu í sínum síðasta heimaleik þegar liðið mætti Burnley á Emir- ates-vellinum í gær. Arsenal bauð til markaveislu á kveðjustund Wen- gers og þegar upp var staðið hafði liðið skorað fimm mörk án þess að Jóhann Berg Guðmundsson og liðs- félagar hans hjá Burnley næðu að svara fyrir sig. Jóhann Berg hóf leik- inn á kantinum hjá Burnley, en var svo tekinn af velli undir lok leiksins. Jafntefli Everton gegn Southamp- ton og tap Leicester City gegn West Ham United á laugardaginn þýða að Burnley mun leika í Evrópu- deildinni á næsta tímabili. Það er afar vel af sér vikið hjá Sean Dyche og lærisveinum hans hjá Burnley að tryggja sér sæti í Evr- ópudeildinni. Burnley er að leika aðra leiktíðina í röð í úrvalsdeild eftir að hafa tryggt sér sæti í efstu deild vorið 2016. hjorvaro@frettabladid.is Chelsea getur enn tryggt sér sæti í Meistaradeildinni, en það var sigurmark Olivier Giroud í 1-0 sigri liðsins gegn Liverpool sem færði Chelsea nær efstu fjórum sætum deildarinnar. Liverpool er þó enn í góðri stöðu í barátt- unni um Meistaradeildar- sæti, en Chelsea andar ofan í hálsmálið hjá Tottenham. ÓSVÍKIN GLEÐI Leikmenn og stuðningsmenn WBA fagna innilega sigurmarki Jake Livermore í mikilvægum sigri liðsins gegn Tottenham Hotspur um helgina. West Bromwich Albion á enn von um að halda sæti sínu i efstu deild. NORDIC PHOTOS/GETTY ÍBV - Fjölnir 1-1 0-1 Valmir Berisha (74.), 1-1 Ágúst Leó Björnsson (85.). Fylkir - KA 2-1 1-0 Emil Ásmundsson (5.), 2-0 Jonathan Ricardo Glenn (42.), 1-2 Orri Sveinn Stefáns- son (sjálfsmark) (51.). Stjarnan - KR 2-3 1-0 Guðjón Baldvisson (18.), 1-1 Björgvin Stefánsson (45.), 1-2 Pálmi Rafn Pálmason (45.), Hilmar Árni Halldórsson (61.), 2-3 Atli Sigurjónsson (88.). Efri Breiðablik 3 Valur 3 FH 3 Víkingur 3 KR 3 Fylkir 3 Neðri Fjölnir 2 Keflavík 1 Stjarnan 1 KA 1 ÍBV 1 Grindavík 0 Nýjast Pepsi-deild karla FH - Selfoss 41-38 FH: Óðinn Þór Ríkharðsson 10, Arnar Freyr Ársælsson 10, Gísli Þorgeir Kristjánsson 8, Ásbjörn Friðriksson 4/1, Jóhann Karl Reynisson 3. Selfoss: Einar Sverrisson 13/6, Haukur Þrastarson 7, Teitur Örn Einarsson 6, Atli Ævar Ingólfsson 4, Hergeir Grímsson 4. Staðan í einvíginu er 2-2. Úrslitin ráðast í oddaleik á Selfossi á miðvikudaginn. Olís-deild karla, undanúrslit GOLF Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, rak heldur betur af sér slyðruorðið þegar hún lék á Volunteers of America Texas Classic-mótinu, sem er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi kvenna, um helgina. Brösuglega gekk að hefja mótið vegna aftakaveðurs sem var á móts- svæðinu um helgina, en mikið rok, úrhellisrigning og þrumur og eld- ingar gerðu það að verkum að mótið var stytt úr fjórum hringjum í tvo. Þannig var hætti við keppni bæði á fimmtudegi og föstudegi. Keppni hófst því á laugardegi og lauk síðan á sunnudegi. Ólafía Þórunn skrifaði pistil á Facebook-síðu sína í vikunni þar sem hún fór yfir slæmt gengi sitt á mótaröðinni síðustu vikurnar og talaði enn fremur um að hún ætlaði að núllstilla sig og mæta jákvæð til leiks í næstu verkefni sín. Þessi andlega vinna Ólafíu Þór- unnar síðustu daga skilaði sér ræki- lega, en hún lék frábært golf á fyrri hring mótsins. Hún lék fyrri hring- inn á 66 höggum, eða fimm höggum undir pari vallarins. Frábær fyrri hringur Ólafía Þórunn var í þriðja sæti á mótinu fyrir seinni hringinn og var einungis einu höggi á eftir for- ystusauðum mótsins. Hún náði hins vegar ekki að fylgja frábærri frammistöðu sinni eftir á seinni hring mótsins. Hún lék þó ágætlega á seinni hring sínum, en hún þurfti að ljúka hringnum í tveimur atrennum. Ólafía Þórunn lék fyrstu 17 hol- urnar áður en myrkur skall á sem varð til þess að hún þurfti að ljúka 18. holunni síðar. Seinni hringinn lék Ólafía Þór- unn á 74 höggum, eða þremur höggum yfir pari vallarins. Hún lék því hringina tvo á samtals tveimur höggum undir pari vallarins. Sú frammistaða skilaði henni í 28. til 40. sæti á mótinu. Það er afar ánægjulegt að sjá Ólafíu Þórunni leika eins og hún á að sér að gera. Þessi niðurstaða er nálægt besta árangri hennar á mótaröðinni til þessa, sem er 26. sæti á fyrsta mót- inu sem haldið var á Bahamaeyjum í janúar. Hef tekið til í kollinum á mér „Mér fannst ég höndla það vel að þurfa að bíða eftir því að hefja leik. Ég beið bara sallaróleg og tók frest- uninni af stóískri ró. Ég var síðan yfirveguð þegar ég byrjaði að spila. Það var gott flæði í spilamennsku minni og mér leið vel,“ sagði Ólafía Þórunn í samtali við heimasíðu LPGA eftir fyrri hringinn. „Ég sló löngu höggin virkilega vel og ég komst nálægt holunni með teighöggunum mínum. Svo voru púttin að rata rétta leið að þessu sinni. Það er mjög gaman að ná svona góðri spilamennsku eftir erf- iða tíma undanfarið,“ sagði Ólafía Þórunn um frammistöðu sína á fyrri hringnum. „Mér hefur liðið vel hérna í Texas og ég hef notið mín á meðan ég hef verið hér. Ég hef einbeitt mér mikið að andlega þættinum undanfarið og það er svo sannarlega að skila sér,“sagði Ólafía Þórunn um dagana sem hún hefur dvalið í Texas. Mótið um helgina var það átt- unda í mótaröðinni á yfirstanandi tímabili hjá Ólafía Þórunni, en hún hefur komist í gegnum niðurskurð- inn á tveimur mótum af sjö. Næsta verkefni hennar á móta- röðinni er Volvik-mótið sem hald- ið verður á Travis Pointe Country Club í Ann Arbor í Bandaríkjunum helgina 24. - 27. maí. Það er vonandi að Ólafía Þórunn nái að halda upp- teknum hætti þegar þar að kemur. – hó Ólafía fann sitt fyrra form Ólafía metur stöðuna fyrir pútt á móti fyrr á mótaröðinni. NORDICPHOTOS/GETTY Grindavík - Þór/KA 0-5 0-1 Sandra María Jessen (8.), 0-2 Arna Sif Ásgrímsdóttir (56.), 0-3 Sandra Mayor (60.), 0-4 Sandra María (81.), 0-5 Sandra María (90+2.). Efri Valur 3 Þór/KA 3 Breiðablik 3 HK/Víkingur 3 ÍBV 0 Neðri KR 0 FH 0 Stjarnan 0 Grindavík 0 Selfoss 0 Pepsi-deild kvenna ÍBV - Haukar 27-25 ÍBV: Agnar Smári Jónsson 6, Sigurbergur Sveinsson 4, Róbert Aron Hostert 4, Friðrik Hólm Jónsson 3, Kári Kristján Kristjánsson 3, Grétar Þór Eyþórsson 3, Theodór Sigur- björnsson 2/1, Daníel Örn Griffin 1, Andri Heimir Friðriksson 1. Haukar: Hákon Daði Styrmisson 6/3, Adam Haukur Baumruk 5, Brynjólfur Snær Brynj- ólfsson 5, Daníel Ingason 4, Jón Þorbjörn Jóhannsson 2. ÍBV vann einvígið 3-0 og er komið í úrslit. FÓTBOLTI Aron Einar Gunnarsson fylgdist með úr stúkunni þegar lið hans, Cardiff City, tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í lokaumferð B-deildarinnar í gær. Aron Einar var fjarri góðu gamni í leiknum vegna ökkla- og hné- meiðsla. Cardiff City lék síðast í úrvals- deildinni keppnistímabilið 2013 til 2014, en Aron Einar lék 23 leiki með liðinu það tímabilið. Cardiff City var þá nýlíði í efstu deild og staldraði einungis við í eina leik- tíð í deild þeirra bestu. Samningur Arons Einars við Cardiff City rennur út í sumar, en hann hefur áður gefið það út að hann myndi framlengja samning sinn við félagið ef liðið kæmist upp í efstu deild. Birkir Bjarnason var sömuleiðis fjarverandi vegna meiðsla þegar samherjar hans hjá Aston Villa lutu í lægra haldi fyrir Millwall í lokaum- ferð deildarinnar. Tap Aston Villa kom ekki að sök þar sem liðið hafði nú þegar tryggt sér sæti í umspili um sæti í efstu deild á næsta tímabili. Aston Villa mætir Middlesbrough í tveimur leikjum í undanúrslitum umspilsins. – hó Aron mun leika í efstu deild S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 13M Á N U D A G U R 7 . M A Í 2 0 1 8 0 7 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F B 2 -F E 5 0 1 F B 2 -F D 1 4 1 F B 2 -F B D 8 1 F B 2 -F A 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 6 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.