Fréttablaðið - 07.05.2018, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 07.05.2018, Blaðsíða 38
Netverslun og símaþjónusta s. 553 1099 • blomabud.is • blomabud@blomabud.is Fyrirtækið er 50 ára í ár Okkar ástkæri Magnús Þór Gunnarsson byggingatæknifræðingur, verður jarðsunginn frá Lindakirkju í Kópavogi miðvikudaginn 9. maí, kl. 13. Marín Kristjánsdóttir Karl Víðir, Daði Hrafn og Linda Jóhanna, Gunnar og fjölskyldur Þetta er stórkostlega skemmtilegt,“ segir Frið-rik Jósepsson, sem náði þeim áfanga á föstudag að fá svarta beltið í karate, 69 ára gamall.„Ég er gamall íþrótta- refur og keypti áður fyrr í ólympískum lyftingum og kraftlyftingum í tólf ár, frá 1968 til 1980, en meiddist illa og neydd- ist til að hætta,“ útskýrir Friðrik. Eftir þetta hafi hann farið að stunda líkams- ræktarstöðvar sem þá voru að ryðja sér til rúms hérlendis. Friðrik fór í mjaðmaskiptaaðgerð fyrir um átta árum. Þar áður hafði hann farið í aðgerð vegna brjóskloss. „Ég var að reyna að finna mig aftur en gymmið þjónkaði ekki alveg minni lund,“ segir Friðrik sem kveðst því áfram hafa verið leitandi í þessum efnum. Fyrir sex árum gekk hann inn um dyrnar hjá Karate- félagi Reykjavíkur í kjallaranum á Laugardalslaug. „Mig minnir að ég hafa séð auglýsingu frá þeim og ég fór þangað skjálfandi á beinunum. Maður vissi ekkert hvernig móttökurnar yrðu, sérstaklega af því að maður er orðinn þetta gamall,“ lýsir Friðrik upphafinu á karateiðkun sinni. Óttinn reyndist ástæðulaus. „Mér var tekið alveg forkunnarvel og það er hluti af því að maður er þarna ennþá. Þetta er mjög góður félagsskap- ur og þjálfararnir frábærir,“ segir Friðrik sem stefndi hátt strax í byrjun og náði því reyndar ári fyrir áætlun. „Ég setti það markmið að ná svarta beltinu sjötugur. Ég hef gaman af að storka sjálfum mér. Sennilega er það í eðlinu.“ Friðrik segir karateiðkunina gefandi. „Maður fann sig að nokkru leyti aftur. Ég gat tekið á því að fullu en maður hafði eiginlega aldrei beitt sér í þessum gymmum. Þar gat maður verið einn innan um fullt af fólki en hér er miklu meiri félagsskapur,“ segir hann. Þótt Friðrik sé örugglega með elstu mönnum til að ná svarta beltinu í karate á Íslandi og viti ekki um neinn eldri sjálfur að minnsta kosti á hann enn mikið eftir. „Þetta var það sem kall- að er fyrsti dan en það er níu gráðanir eftir í svarta beltinu. Svo ég er rétt að byrja. Það er gulrót að fara í gráðunina eftir önnina. Er á meðan er.“ Karate er íþrótt fyrir alla að sögn Friðriks. „Ég mæli eindregið með þessu. Þetta hentar öllum og fólk ætti endilega að koma og prófa.“ gar@frettabladid.is Friðrik byrjaði skjálfandi á beinunum en náði svarta beltinu í karate 69 ára Friðrik Jósepsson keppti í lyftingum sem ungur maður en meiddist og þurfti að hætta. Eftir það var Friðrik leitandi. Hann fann sig ekki alveg á líkamsræktarstöðvunum en uppgötvaði svo Karatefélag Reykjavíkur. Hann mælir eindregið með íþróttinni fyrir alla. Fram undan hjá Friðriki er að ná sem flestum gráðum svarta beltisins sem nú er í höfn. Friðrik Jósepsson unir hag sínum vel hjá Karatefélagi Reykjavíkur og stóðst þar próf til svarta beltisins á föstudag. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Friðrik Jósepsson, ánægður handhafi svarta beltisins. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Maður vissi ekkert hvernig móttökurnar yrðu, sérstaklega af því að maður er orðinn þetta gamall. Friðrik Jósepsson, svartabeltishafi, starfs­ maður íþróttahússins í Breiðholtsskóla og fyrrverandi rafvirki 399 f. Kr. Gríski heimspekingurinn Sókrates andast. Dánarorsök var eitur sem hann innbyrti eftir að hafa verið dæmdur til dauða fyrir að spilla ungdómnum og kynna nýja guði til sögunnar. 351 Uppreisn gyðinga í Palestínu gegn rómverska land­ stjóranum Konstantíus Gullus brýst út. Uppreisnin er barin niður endanlega ári síðar. 558 Hvelfing Hagía Sofía í Konstantínópel, nú Istanbúl, hrynur. Hvelfingin var síðar byggð á nýjan leik í sinni upp­ runalegu mynd. 1429 Síðasta umsátursvirki Englendinga við Orléans, Tour­ ells, fellur. Jóhanna af Örk verður þjóðhetja í Frakklandi fyrir að fara fyrir áhlaupinu. 1664 Bygging Versalahallarinnar hefst að fyrirskipan Lúð­ víks XIV Frakkakonungs. 1697 Sænska konungshöllin eyðileggst í bruna. 1824 Níunda sinfónía Beethovens frumflutt í Vínarborg. 1895 Alexander Stephanovich Popov kynnir uppfinningu sína, frumstæðan útvarpsmóttakara, á sýningu í St. Péturs­ borg. 1908 Páll Einarsson er kjörinn fyrsti borgarstjóri Reykja­ víkur. 1920 Sovétmenn viðurkenna sjálf­ stæði Georgíu en ráðast síðan inn í landið sex mánuðum síðar og innlima það. 1940 Umræða um innrásina í Noreg fer fram í breska þinginu en Bretar höfðu orðið undir í baráttu við Þjóðverja um að hertaka landið. Neville Chamberlain segir af sér sem forsætisráðherra þremur dögum síðar og Winston Churchill tekur við. 1945 Alfred Jodl skrifar undir uppgjöf Þjóðverja í Rúðuborg og bindur þar með formlegan endi á síðari heimsstyrjöldina. 1948 Evrópuþingið er stofnað í Haag. 1957 Helen Keller kemur í heimsókn til Íslands. 1961 Keflavíkurganga á vegum hernámsandstæðinga gengin frá hliði herstöðvarinnar til Reykjavíkur. 1986 Kanadamaðurinn Patrick Morrow verður fyrsti mað­ urinn til að komast á topp hæsta tinds hverrar heimsálfu. 1994 Ópið, málverk Edward Munch, endurheimt óskadd­ að eftir að því var rænt af þjóðlistasafni Noregs þremur mánuðum áður. 2000 Vladimir Pútín sver embættiseið sem forseti Rúss­ lands. Merkisatburðir 7 . M A Í 2 0 1 8 M Á N U D A G U R14 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT 0 7 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F B 3 -0 3 4 0 1 F B 3 -0 2 0 4 1 F B 3 -0 0 C 8 1 F B 2 -F F 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 6 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.