Fréttablaðið - 08.05.2018, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.05.2018, Blaðsíða 10
svokölluðum 1MDB-sjóði, þróunar- sjóði malasíska ríkisins. Því hefur Najib alla tíð neitað. En þrátt fyrir þennan tiltölulega litla mun á fylgi þykir nær ólíklegt annað en að ríkisstjórnin haldi velli. Einmenningskjördæmi eru í Malasíu og hafa stjórnarandstöðu- flokkarnir kvartað sáran yfir kjör- dæmabreytingum BN. Dreifbýliskjördæmi, sem falla flest BN-megin, eru sum svo fámenn að sex þyrfti til að jafnast á við eitt þéttbýliskjördæmi. Þetta þýðir að BN getur í raun fengið hreinan meirihluta á þingi með einungis fimmtung atkvæða á bakinu. Þá hefur hlutleysi kjörstjórnar verið dregið í efa. Sex frambjóð- endum stjórnarandstöðunnar hefur verið vísað úr framboði af „vafasöm- um, tæknilegum ástæðum“ að því er BBC greinir frá. Aukinheldur hefur verið bent á að kjörskrá sé gölluð og þá þykir ákvörðun stjórnarinnar um að kjördagur sé í miðri viku en ekki um helgi óásættanleg. Það sé einungis gert til að lágmarka kjör- sókn. Það komi sér vel fyrir BN. thorgnyr@frettabladid.is Bandaríkin Boris Johnson, utan- ríkisráðherra Bretlands, fundaði með Mike Pence, varaforseta Banda- ríkjanna, og John Bolton þjóðar- atkvæðisráðgjafa í gær til þess að reyna að sannfæra Bandaríkja- stjórn um að rifta ekki kjarnorku- samkomulaginu við Íran. Johnson sagði í skoðanagrein í The New York Times í gær að samkomulagið væri vissulega gallað en þá galla væri hægt að lagfæra með tíð og tíma. Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Rússland, Kína, Þýskaland og ESB gerðu samkomulagið árið 2015 og er það talið krúnudjásn utan- ríkisstefnu Baracks Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta. Samkomulagið gengur út á að viðskiptaþvingunum gegn Írönum verði lyft gegn því að ríkið hætti vinnu við kjarnorku- áætlun sína. Donald Trump forseti hefur oft- sinnis lofað að rifta samkomulag- inu. Johnson sagði í grein sinni að rangt væri að rifta samkomulaginu þar sem þá myndu Íranar aftur geta unnið að kjarnorkuáætluninni. „Ég held að það sé mikilvægt að halda þessum hömlum á kjarnorkuáætl- anir Íransstjórnar. Þær hömlur gætu haldið aftur af árásargirni Írana í heimshlutanum.“ Hassan Rouhani, for- seti Írans, gaf í gær í skyn að ríkið væri tilbúið að standa við samkomulagið jafnvel þótt Bandaríkjamenn riftu því af sinni hálfu. „Við höfum ekki áhyggjur af illgjörnum ákvörð- unum Bandaríkjamanna. Við erum viðbúin öllu og ekkert mun breytast í okkar lífi í vikunni,“ sagði Rouhani. Ákvörðunar Trumps er að vænta fyrir 12. maí næstkomandi. – þea Boris sendur til að verja kjarnorkusamkomulagið Boris Johnson, utanrík- isráðherra Bretlands. Nordicphotos/AFp Malasía Kosið verður til þings í Malasíu á morgun. Kosninga- baráttan hefur verið afar hörð og samkvæmt skoðanakönnunum er líklegt að lítill munur verði á fylgi stærstu flokka. Samkvæmt könnun Merdeka Center frá því í apríl eru tveir turnar í malasískum stjórnmálum um þessar mundir. Annars vegar ríkisstjórnarflokkurinn, Þjóðfylk- ingin (BN), bandalag hægriflokka undir forystu UMNO-flokksins, og hins vegar Vonarbandalagið (PH). Í könnuninni mældist BN með 40,3 prósenta fylgi, PH með 43,7 prósent. Alveg þangað til í janúar leit hins vegar út fyrir að BN myndi vinna öruggan sigur og að Najib Razak, forsætisráðherra og leiðtogi BN, myndi halda velli. Þá tilkynnti Mahathir Mohamad, 92 ára og for- sætisráðherra fyrir hönd UMNO frá 1981 til 2003, um að hann ætlaði aftur í framboð. Mahathir endurvakti bandalag stjórnarandstöðuflokkanna í því skyni að koma sínum gömlu sam- flokksmönnum frá völdum. Hann fékk til liðs við sig Anwar Ibrahim, áður varaforsætisráðherra Moha- mads. Þessi nýja vinátta Anwars og Mahathirs var óvænt í ljósi þess að árið 1999 lét Mahathir henda Ibra- him í fangelsi fyrir sódómsku, þar sem hann mátti dúsa í fimm ár. Málflutningur Mahathirs og Anwars hefur mikið til byggst á því að nauðsynlegt sé að koma Najib og UMNO frá völdum vegna spill- ingar. Og í ljósi fortíðar sinnar sem forsætisráðherra fyrir hönd UMNO hefur Mahathir beðist afsökunar. „Ég vil biðja alla afsökunar. Ég kom Najib í þessa stöðu. Það voru mestu mistök lífs míns. Ég vil leiðrétta þau mistök,“ sagði hinn rúmlega níræði Mohamad á baráttufundi sem blaðamaður BBC fylgdist með. Spillingarmálið sem Mahathir hefur keyrt á er kallað 1MDB-málið. Najib hefur verið sakaður um að draga sér rúmlega sjötíu milljarða úr Líklegt að endurkoma hins níræða dugi ekki Þingkosningar eru í Malasíu á morgun. 92 ára fyrrverandi forsætisráðherra sækir fram gegn fyrrverandi samflokksmanni. Allt bendir til þess að fylgi fylk- inganna verði svipað en skipting kjördæma eykur sigurlíkur ríkisstjórnarinnar. hinn 92 ára gamli Mahathir Mohamad vill aftur í forsætisráðuneytið. hann býður sig fram gegn sínum gömlu félögum. hann mælist vinsælli en ríkis- stjórnarflokkarnir en kosningakerfið er óhagstætt. Nordicphotos/AFp Svo gæti farið að ríkis- stjórnin fái meirihluta á þinginu með einungis fimmtung atkvæða á bakinu. Nokkrir góðir inn í sumarið Audi Q5 Quattro 2.0 TDI 5.590.0002014 Álfelgur, dráttarkrókur, rafdrifin opnun/lokun á afturhlera, nálgunarvari í stuðurum, 6 diska magasín, loftkæling, milano leðuráklæði, bluetooth símkerfi, rafdrifin framsæti o.fl. 36.000Ekinn 30 Raf / Bensín Ekinn þús. km. Myndir á vef Dísil Fjórhjóladrif Metan & bensín Sjálfskiptur Beinskiptur Rafmagnsbíll Fleiri bílar og myndir á netinu: hnb.is VW Polo Highline 1.2 TSI 1.690.0002013 58 Mitsubishi Pajero Instyle 3.2 DID 6.550.0002016 67 VW Golf Sportsvan Comfortline 1.4 TSI 2015 55 2.590.000 VW Up! MoveUP 1.0 2015 12 1.390.000 Klettháls 13 · hnb.is · 590 5040 Hyundai IX20 Comfort 2017 2 2.890.000 Toyota Yaris Hybrid Style Bi-tone 2018 2.990.000 3 8 . M a í 2 0 1 8 Þ r i Ð J U d a G U r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a Ð i Ð 0 8 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :5 8 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F B 4 -D F B 8 1 F B 4 -D E 7 C 1 F B 4 -D D 4 0 1 F B 4 -D C 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 7 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.