Fréttablaðið - 08.05.2018, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 08.05.2018, Blaðsíða 13
Verða lífeyrissjóðir of stórir fyrir Ísland? Dagskrá: Íslenska lífeyrissjóðakerfið er stórt miðað við hagkerfi landsins. Eignir í lífeyris- sjóðakerfinu eru um ein og hálf landsframleiðsla og eiga sjóðirnir um þriðjung af heildarfjármunum á Íslandi. Er því spáð að sjóðirnir haldi áfram að stækka á næstu árum. En stefnir lífeyrissjóðakerfið í að verða of stórt fyrir Ísland? Landssamtök lífeyrissjóða, í samstarfi við vefmiðlinn Kjarnann, standa fyrir morgun- verðarfundi þar sem leitast verður við að svara þeirri spurningu. Fundurinn verður sendur út á vef Kjarnans. 8:00 - 8:30 Morgunverður 8:30 - 9:40 Framsögur Þorbjörn Guðmundsson, formaður stjórnar LL Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði við HÍ Már Guðmundsson, seðlabankastjóri Jón Þór Sturluson, starfandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins 9:40 - 10:00 Almennar umræður framsögumanna og fyrirspurnir Stjórnandi: Fanney Birna Jónsdóttir, aðstoðarfréttastjóri Kjarnans Skráning á: www.lifeyrismal.is/LLskraning Fundurinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis www.lifeyrismal.is Miðvikudaginn 9. maí 2018 kl. 8.30-10.00 á Grand Hótel Reykjavík Skammt er til sveitarstjórnar-kosninga en framboðsfrestur ekki útrunninn, þegar þetta er skrifað. Engu að síður er löngu byrjað að kjósa í atkvæðagreiðslu utan kjörfundar og er þá kjörseðill- inn autt blað. Þess munu vart dæmi um víða veröld að unnt sé að kjósa þannig út í bláinn, enda hefur lýð- ræðis- og mannréttindaskrifstofa Öryggis- og samvinnustofnunar Evr- ópu (ÖSE) margsinnis gert athuga- semdir við þetta fyrirkomulag. Þetta er aðeins eitt dæma um hvað kosningalög okkar eru um margt forneskjuleg, bæði lögin um kosn- ingar til Alþingis svo og þau um kjör sveitarstjórna. Aldrei hefur verið gert hreint í þessum lagabálkum og ákvæðin færð til nútímahorfs. Þannig má t.d. ætla að enn sé kosið á opnum fundum, sbr. hugtakið „utankjörfundaratkvæðagreiðsla“. Þó liggja hjá Alþingi hugmyndir um verulegar endurbætur á ákvæð- um um framkvæmd þingkosninga. En það sama á við um þessi grund- vallarlög og sjálfa stjórnarskrána: Alþingi virðist aldrei hafa dugnað til að taka á málinu. Eða skortir pólitískan vilja? Af nógu er að taka eigi að benda á ákvæði sem laga þarf í kosninga- lögum. Þegar hefur verið nefndur sá afkáraleiki að framboð liggi ekki fyrir þegar kosning hefst. Þá erum við langt á eftir flestum grönnum okkar í því að auðvelda kjósendum að neyta kosningaréttar síns. Bréf- kosningar þekkjast hér ekki, en sums staðar nýtir stór hluti kjós- enda sér þá leið. Um rafrænar kosn- ingar er nánast ekkert rætt, hvorki um kosti þeirra né galla. Ofangreind dæmi lúta að fram- kvæmd kosninga en lýðræðisþáttur málsins er þó mikilvægastur. Vita kjósendur að þeir geta nánast engin áhrif haft á röð frambjóðenda á listum við sveitarstjórnarkosning- ar? Útstrikanir eða umraðanir eru tilgangslausar. Þetta er þó ekki alveg markleysa í þingkosningum, enda var vægi slíkra breytinga aukið tals- vert með lögum frá aldamótaárinu. En það hefur „gleymst“ í 18 ár að gera hliðstæðar breytingar á lögum um sveitarstjórnarkosningar. Þar gilda enn ákvæði frá 1987 sem gerðu kjósendur nær valdalausa um lista- breytingar. Víðast hvar í grannlönd- unum er þó kjósendum veitt meira vald til að velja sér frambjóðendur í kosningum til sveitarstjórna en til þjóðþinga. Á Íslandi er þessu öfugt farið! Að mati margra kjósenda skiptir þó meira máli hvaða ein- staklingar veljast til sveitarstjórna en hvaða flokk þeir skipa. Nefna má annað sem hefur dagað uppi í meðferð kosningalaga. Í þing- kosningum geta framboð spyrt sig saman í vísi að kosningabanda- lögum. Ákvæðin eru þó ófullkomin og hafa því ekki verið nýtt. Með slíkum bandalögum væri þó unnt að gefa kjósendum vísbendingu um það hvaða fylkingar gætu staðið saman að myndum ríkisstjórnar eftir kosningar í stað þess að þeim sé haldið í óvissu með tuggunni „að ganga óbundin til kosninga“. Í lögum um sveitarstjórnarkosningar er ekki gefinn kostur á neinum slík- um listasamsteypum. Í þeim fjölda framboða, sem nú stefnir í, a.m.k. í Reykjavík, væri fengur að því fyrir kjósendur að framboðin sýndu lit með því að hópa sig eitthvað saman. Hér er lítt tóm til að fjalla um brýnar lýðræðisumbætur í lögum um þingkosningar. Nefna má virkt persónukjör, eins og nær 80% kjósenda tjáðu sig fylgjandi í þjóð- aratkvæðagreiðslunni 2012. Eða þá það ranglæti að vægi kjósenda er enn misjafnt. Vildu þó um 2/3 fyrr- greindra kjósenda fullan jöfnuð. Fyrirkomulag kosninga er forneskjulegt ÖSE hefur þrívegis gert alvarlegar athugasemdir við þessi ójöfnu mannréttindi íslenskra kjósenda. Þá er það ámælisvert að það skuli geta gerst að flokkar fái fleiri þing- sæti en landsfylgi þeirra veitir þeim rétt til. Að ekki sé komið í veg fyrir þetta kann að vera stjórnarskrár- brot. En því miður höfum við engan dómstól sem tekur á stjórnlaga- brotum með almennum hætti. Þó hefur þessi ójöfnuður milli flokka haft pólitískar afleiðingar. Síðasta ríkisstjórn, sú sem sat lungann úr árinu 2017, hafði eins sætis meiri- hluta á Alþingi með hjálp þessa lýðræðishalla. Stjórnlagaráð gerði margvíslegar og útfærðar tillögur um bætt fyrir- komulag kosninga. En þeim, eins og öðrum tillögum ráðsins, hefur verið stungið undir stól. Þó hafa 2/3 hlutar kjósenda í almennri atkvæðagreiðslu kallað eftir nýrri stjórnarskrá á grundvelli tillagna ráðsins. Þorkell Helgason sat í stjórn- lagaráði Þessi aðdragandi kosninga er lítt frábrugðinn öðrum. Fram-bjóðendur og flokkar keppast við að laða að sér kjósendur og sem fyrr flýgur það hæst sem vel lætur í eyrum. Nokkuð hefur verið rætt um hið risavaxna vandamál sem er aðgengi að húsnæði. Birtingarmynd þess er nýlegt útspil byggingaverk- taka sem auglýsir íbúðarkost sem fyrstu kaup á tæpar 700 þúsund á fer- metra. Fjörutíu milljónir takk, fyrir 60 fermetra. Húsaleigumarkaðurinn er í sama móanum og nánast útilokað fyrir aðra en kvótakrakka og silfur- skeiðunga að taka þátt í þessu. Hinir húka í foreldrahúsum. Einhvern tíma á þessu kjörtímabili var frábært byggingarland í vesturbæ Reykjavíkur afhent einum hrunverj- anum sem sýnir glöggt að ráðamenn sjá ekki eða vilja ekki sjá samhengi húsnæðisvandans við fjármagnseig- endur. En í hnotskurn er hann þessi: Fjárfestingafélög gleypa allt sem til fellur á húsnæðismarkaði, sprengja upp öll verð og verða feitari og feitari á brauðstriti okkar hinna. Vel má vera að þetta hljómi eins og kommúnista- ávarp en þetta er samt svona. Þess vegna er skrítið, ekki sízt að framboð sem kenna sig við jöfnuð, skuli humma þetta af sér og jafnvel taka þátt í þessum okurleik. Hvers vegna í ósköpunum ganga sveitar- stjórnir stærstu bæjarfélaganna ekki fram fyrir skjöldu og boða bílskúrs- blokkir, gámaraðhús og einbýliskofa fyrir ungt fólk? Einfalda og ódýra íverustaði til kaups eða leigu, 20, 30 og 40 fermetra? Þetta yrði valkostur þeirra sem EKKI vilja ganga bönkum eða öðrum fjármagnsöflum á hönd og strita lungann úr ævinni í þeirra þágu. Verð á svona húsnæði gæti verið um fjórðungur af rassaboðum þeim sem nú tíðkast og leigan aðeins brotabrot. Í dag hefur ungt fólk harla lítinn hvata til að hasla sér völl á húsnæðis- markaði, nýr alvöru valkostur í lík- ingu við framansagt gæti breytt því á einni nóttu. Hættum að vera meðvirk, bjóðum einkaframtaki birginn sem ekki bætir lífskjörin í landinu heldur þvert á móti, heldur þeim niðri. Hvað eru sveitarstjórnar- menn að hugsa? Lýður Árnason læknir og kvikmynda- gerðarmaður Fjárfestingafélög gleypa allt sem til fellur á húsnæðis- markaði, sprengja upp öll verð og verða feitari og feitari á brauðstriti okkar hinna. Vel má vera að þetta hljómi eins og kommúnistaávarp en þetta er samt svona. Vita kjósendur að þeir geta nánast engin áhrif haft á röð frambjóðenda á listum við sveitarstjórnarkosningar? Útstrikanir eða umraðanir eru tilgangslausar. S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 13Þ R i ð J u D A G u R 8 . m A í 2 0 1 8 0 8 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :5 8 F B 0 4 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F B 4 -E 9 9 8 1 F B 4 -E 8 5 C 1 F B 4 -E 7 2 0 1 F B 4 -E 5 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 0 s _ 7 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.