Fréttablaðið - 08.05.2018, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 08.05.2018, Blaðsíða 26
Nýjast Pepsi-deild karla FH - Breiðablik 1-3 0-1 Gísli Eyjólfsson (45.), 0-2 Elfar Freyr Helgason (49.), 0-3 Jonathan Hendrick (64), 1-3 Steven Lennon (67.). Víkingur R. - Valur 0-0. Keflavík - Grindavík 0-2 0-1 Björn Berg Bryde (59.), 0-2 Sam Hewson (62.). Efri Breiðablik 6 Valur 4 Víkingur R. 4 Grindavík 3 KR 3 Fylkir 3 Neðri FH 3 Fjölnir 2 Stjarnan 1 KA 1 Keflavík 1 ÍBV 1 Afgreiðslutímar á www.kronan.is Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. 399 kr.pk. Gardchips flögur, 150 g Krónan mælir með! Gott með borgaranu m 599 kr.pk. Fylltir hamborgarar, 2x120 g Körfubolti Landsliðsbakvörður- inn Martin Hermannsson er eftir- sóttur maður þessa dagana. Ítalska félagið Felice Scandone hafði áhuga á að fá Martin til liðs við sig undir eins en Chalons-Reims, félag hans, vildi ekki missa hann. Hafði ítalska félagið hug á því að bæta Martin við fyrir úrslitakeppnina sem hefst á næstu dögum. Óskaði umboðs- maður Martins eftir því að hann yrði leystur fyrr undan samningi í Frakklandi þar sem hann á eitt ár eftir af samningi. Chalon samþykkti það ekki enda tvær umferðir eftir af deildarkeppninni og getur Cha- lon enn tölfræðilega fallið. Var því engin áhætta tekin. Komu aftur með betra tilboð Í samtali við Fréttablaðið segir Martin frá því að þetta hafi ekki verið í fyrsta sinn sem hann hafi heyrt frá ítalska félaginu. Þeir hafi fyrst haft samband fyrir tveimur vikum með tilboð sem honum leist ekki vel á og ákvað hann að hafna því. Þeir sneru aftur með betra til- boð sem Martin leist betur á en franska liðið hafnaði því. „Umboðsmaðurinn minn talaði fyrst um þetta fyrir mánuði síðan hvort ég væri opinn fyrir því að klára tímabilið einhvers staðar ann- ars staðar. Ég var tilbúinn að skoða allt og ég heyrði fyrst frá Felice Scandone fyrir tveimur vikum en afþakkaði það,“ segir Martin sem vildi ekki fara til að sitja bara á bekknum. „Svo komu þeir með betra boð fyrir viku, það kveikti aðeins í manni þegar þeir sýndu hvað þeir vildu mikið fá mig til liðs við liðið. Fyrst og fremst vildi ég vera viss um að vera ekki bara trygging ef einhver skyldi meiðast, mér fannst ekkert vit í því að fara og sitja bara á bekknum en seinna boðið sem var líka út úrslitakeppnina hljómaði betur.“ Martin líður vel í Frakklandi og var rólegur yfir ákvörðun Chalon. „Þetta var sérstök tilfinning, ég er ekkert óánægður hér en gaf umboðsmanninum grænt á að kanna allavega stöðuna hjá Chalon, hvort þeir væru til í að skoða þetta en ég var ekkert að krefjast þess að fara,“ segir Martin en hann á von á fyrsta barni sínu á næstu mánuðum með kærustu sinni. „Okkur hefur liðið vel hér í Frakk- landi og þetta var ekkert besti tím- inn til að yfirgefa landið. Það hefði verið púsluspil en hefði gott tæki- færi boðist eins og kom upp vorum við tilbúin að skoða það. “ Stærri lið sýna áhuga Samningur Martins í Frakklandi rennur út á næstu vikum en hann hefur vakið mikla athygli fyrir vaska frammistöðu sína með Cha- lon og íslenska landsliðinu. „Ég á von á því að þegar tíma- bilunum í Evrópu lýkur, þá fari fleiri lið að hafa samband. Þetta ár í Frakklandi var hugsað til þess að sýna að ég gæti spilað á þessu getu- stigi og að eitthvað stærra kæmi út frá því. Ég reyni að taka þetta í skrefum, ég vildi frekar feta mig áfram heldur en að hoppa strax út í djúpu laugina,“ segir Martin sem vill ekki nefna nein lið. „Ég veit af nokkrum liðum en ég get ekki greint frá því strax, það er á viðkvæmu stigi en maður finnur fyrir töluvert meiri áhuga í ár og af hálfu stærri liða. Þetta kemur allt í ljós á næstu vikum en það er gaman að heyra af áhuga liða þótt tímabil- unum sé ekki lokið,“ segir Martin. kristinnpall@frettabladid.is 13,9 Martin er stigahæstur hjá Chalon-Reims í deildinni með 13,9 stig að meðaltali í leik í vetur. 8 . m a í 2 0 1 8 Þ r i Ð J u D a G u r18 S p o r t ∙ f r É t t a b l a Ð i Ð spoRt fótbolti Það er óhætt að segja að í kvöld fari fram sennilega einn ójafnasti bikarúrslitaleikur í sögu knattspyrnunnar þegar 3. deildar lið Les Herbiers mætir Paris Saint- Germain á þjóðarleikvangi Frakka. Er þetta þriðja árið í röð sem PSG leikur til úrslita og hafa Parísar- menn unnið öll þrjú skiptin en PSG hefur unnið 41 leik í röð í bikar- keppninni. Les Herbiers komst óvænt í úrslitaleikinn með því að leggja lið á borð við Auxerre og Lens á leið- inni en félagið er við það að falla úr 3. deildinni utan bikarævintýrisins þegar ein umferð er eftir. Gæti farið svo að þeir leiki í deild með varaliði PSG á næsta ári. Til þess að setja þetta í samhengi eru árstekjur Les Herbiers um tvær milljónir evra en það eru tæplega hálfs mánaðar laun Neymars, launahæsta leikmanns Parísar- liðsins. Sagan er ekki hliðholl smáliðinu en þetta er í þriðja skiptið sem lið úr 3. deildinni keppir til úrslita en ekkert þeirra hefur hampað bik- arnum í leikslok. – kpt Davíð mætir Golíat í kvöld Seinna tilboð Ítalanna heillaði Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson fékk spennandi tilboð frá Ítalíu en félag hans í Frakklandi vildi ekki sleppa honum strax. Samningur hans hjá Chalon rennur út í sumar og veit hann af áhuga stærri liða. Martin ber upp boltann fyrir Chalon-Reims í leik í Frakklandi en hann hefur verið einn albesti leikmaður liðsins á sínu fyrsta ári í efstu deild. Hafa stærri lið sýnt honum áhuga en hann verður samningslaus í sumar. NoRdiCPHotoS/GEtty 0 8 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :5 8 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F B 4 -F D 5 8 1 F B 4 -F C 1 C 1 F B 4 -F A E 0 1 F B 4 -F 9 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 7 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.