Fréttablaðið - 08.05.2018, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 08.05.2018, Blaðsíða 22
Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is NÝ SENDING AF SUMARYFIRHÖFNUM Vinsælu termo ís jakkarnir eru komnir í mörgum litum. Þótt lítið sjáist til sólar þessa dagana á suðvestur-horni landsins er Ragnar Freyr Ingvarsson, best þekktur sem læknirinn í eldhúsinu, svo sannarlega farinn að huga að grillsumrinu. „Við hjónin erum að undirbúa pallinn okkar þar sem við erum að koma fyrir heitum potti og eldunaraðstöðu. Ég er að sjálfsögðu búinn að þrífa grillið, kaupa kol og fylla á gaskútinn fyrir vertíðina sem er að ganga í garð. Þó að ég grilli einstaka sinnum yfir vetrarmánuðina þá er sumarið óneitanlega tíminn þar sem grillið er mest notað.“ Hann segist vera nafntoguð kjötæta en í sumar ætli hann að leggja áherslu á að grilla íslenskt grænmeti. „Ég hef viðað að mér nokkrum matreiðslu- og grill- bókum til að hafa til hliðsjónar en svo ætti hráefnið sem er innan seilingar líka að geta veitt manni innblástur. Við Íslendingar búum við það ríkidæmi að eiga ofgnótt af ljúffengu hráefni til að elda og þar er grænmetið engin undan- tekning.“ Grillsumarið nálgast óðum Læknirinn í eldhúsinu, Ragnar Freyr Ingvarsson, bíður spenntur eftir grillsumrinu sem er fram undan. Hann gefur lesendum hér uppskriftir að þremur ljúffengum og ilmandi grillsósum. Dásamleg paprikusósa inniheldur m.a. papriku, chili og eggaldin. Choronsósan er ljúffeng smjör- sósa í ætt við béarnaisesósu og inniheldur tómatmauk. Ilmandi myntusósan hentar frábær- lega með grilluðu lambakjöti. Ragnar Freyr Ingvarsson, best þekktur sem læknirinn í eldhúsinu. Choronsósa 4 eggjarauður 200 g smjör 2 tsk. tómatmauk 1 skalottulaukur 45 ml hvítvínsedik 45 ml hvítvín 1 grein ferskt fáfnisgras 10 piparkorn 1 msk. smátt skorið ferskt fáfnis- gras Salt og pipar Útbúið béarnaisebragðbætinn með því að setja hvítvín, hvít- vínsedik, fáfnisgras, gróft skorinn skalottulauk og piparkorn í pott og hleypið suðunni upp. Sjóðið niður þar til tvær matskeiðar eru eftir. Síið bragðbætinn. Setjið eggjarauður í skál og hrærið bragðbætinum saman við. Setjið skálina yfir vatnsbað og hrærið í eggjunum. Gætið þess að hita þau ekki of mikið, annars breytast þau bara í eggjahræru. Þegar eggin fara að þykkna (pískurinn myndar þéttar rákir í eggjunum) er hægt að byrja að bæta smjörinu rólega saman við (vanir geta sett brætt smjör, óvanir ættu heldur að nota kalt smjör í teningum til að hafa betri hita- stjórn á sósunni). Takið ykkur tíma, hrærið stöðugt og bætið smjörinu rólega út í rauðurnar, sér- staklega í byrjun. Þegar allt smjörið hefur verið þeytt inn í sósuna er tómatmaukinu hellt saman við og þeytt áfram þannig að sósan haldist þykk og girnileg. Fínsaxið fáfnisgras og sáldrið yfir sósuna. Smakkið til með salti og pipar. Myntusósa 2 plöntur fersk mynta 1 planta ferskt kóríander Handfylli af steinselju 2 stk. grænn chilipipar (kjarn- hreinsaður) 1 grænt epli (kjarnhreinsað) 2 hvítlauksrif 2 tsk. hlynsíróp 1 msk. jógúrt 2 msk. jómfrúarolía ¼ tsk worcestershiresósa (Lea & Perrins) ½ msk. garam masala Salt og pipar Setjið myntu, kóríander og steinselju í matvinnsluvél ásamt grænum chili, hvítlauk og gróft hökkuðu epli. Brytjið vandlega í matvinnsluvélinni. Blandið næst hlynsírópi, jógúrt og olíu saman við. Smakkið sósuna til með worcester- shiresósu, garam masala og salti og pipar. Dásamleg paprikusósa Hér er lykillinn að grilla paprik- urnar og chilipiparinn. Ef húðin brennur er hún einfaldlega fjar- lægð. 3 rauðar paprikur 2 rauðir chilibelgir 1 eggaldin 4 msk. jómfrúarolía 1 rauðlaukur 4 hvítlauksrif Safi úr ½ sítrónu Salt og pipar Veltið heilum paprikum, eða bitum, og chilibelgjum upp úr jómfrúarolíu og grillið á blússhita þar til húðin á paprikunum fer að brenna. Eldið eggaldinið með sama hætti. Skerið lauk og hvítlauk afar smátt. Takið brenndu húðina af chilipiparnum og paprikunum og setjið þær í matvinnsluvélina með lauknum. Skafið innan úr egg- aldininu og blandið saman við. Blandið að lokum sítrónusafa saman við og smakkið til með salti og pipar. Góðar sósur lyfta grillmatnum upp í hæstu hæðir og hér gefur Ragnar þrjár uppskriftir úr smiðju sinni. „Fyrst má nefna choronsósu sem er ljúffeng smjörsósa í ætt við béarnaisesósu nema hún er bætt með tómatmauki. Hún hentar frá- bærlega vel með stórsteikum, eins og entrecôte. Næst er dásamleg paprikusósa sem inniheldur m.a. papriku, chili og eggaldin og fer afar vel með grilluðu kjöti. Að lokum er það fagurgræn og ilmandi myntusósa sem hentar með nær öllum grillmat, ekki síst lambakjöti.“ 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 8 . M A í 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U R 0 8 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :5 8 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F B 4 -E E 8 8 1 F B 4 -E D 4 C 1 F B 4 -E C 1 0 1 F B 4 -E A D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 7 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.