Fréttablaðið - 08.05.2018, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 08.05.2018, Blaðsíða 28
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Þórhallur Gíslason fv. skipstjóri og hafnarvörður, frá Setbergi, Sandgerði, lést á Hrafnistu, Hlévangi, miðviku- daginn 25. apríl. Útförin fer fram frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði, föstudaginn 11. maí kl. 13. Þóra Þórhallsdóttir Sigurbjörn Björnsson Benóný Þórhallsson Svava Jónsdóttir Sigurður Sveinsson Jónas Karl Þórhallsson Dröfn Vilmundardóttir Gísli Þór Þórhallsson Helga Bylgja Gísladóttir og fjölskyldur. Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Veist þú hvert eignir þínar renna eftir þinn dag? Kynntu þér málið á heimasíðu okkar, www.útför.is. Þar getur þú m.a. sett inn þínar forsendur í reiknivél. Við aðstoðum þig við gerð erfðaskrár, kaupmála og við dánarbússkipti. Katla Þorsteinsdóttir, lögfræðingur Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Áslaugar Zoëga Sólheimum 23, Reykjavík. Geir Gunnlaugsson Jónína Einarsdóttir Páll Gunnlaugsson Hrafnhildur Óttarsdóttir Helgi Gunnlaugsson Kristín Hildur Ólafsdóttir Hólmfríður Gunnlaugsdóttir Pálmar Hallgrímsson og fjölskyldur. Okkar elskulegi eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, Guðmundur Albert Guðjónsson lést á líknardeildinni þann 27. apríl síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hvíl í friði. Ásrún Sigurbjartsdóttir Sigurbjörg E. Guðmundsdóttir Sigurbjartur Á. Guðmundsson Katrín Baldvinsdóttir Guðjón Guðmundsson Anna M. Guðmundsdóttir Aldís Guðmundsdóttir Pétur Þ. Brynjarsson Hanna A. Guðmundsdóttir barnabörn og langafabörn Sigríður S. Guðjónsdóttir, Guðlaug Guðjónsdóttir og Inga Rósa Guðjónsdóttir Merkisatburðir 1636 Eldgos verður í Heklu. 1752 J.C. Pingel, amtmanni Íslands, vikið úr embætti vegna skulda. 1835 Fyrstu ævintýri H.C. Andersen eru gefin út í Danmörku, þar á meðal Eldfærin og Prinsessan á bauninni. 1945 Síðari heims- styrjöldinni lýkur í Evrópu með upp- gjöf Þjóðverja. 1970 Tólfta og síðasta breiðskífa Bítlanna, Let it be, kemur út. 1979 Félag frjálshyggjumanna er stofnað á Íslandi. 1987 Á Norður-Írlandi situr breska sérsveitin fyrir Austur-Tyrone-her- deild IRA, átta mönnum, og tekur þá af lífi. 1996 Stjórnarskrá Suður-Afríku tekur gildi. Stjórnarskráin þykir nokkuð nýstárleg því hún tryggir ríkisborgurum víðtæk réttindi og valddreifingu. Indverski stjórnmálaleiðtoginn Mahatma Gandhi fór í nokkur hungurverkföll um ævina til þess að mótmæla yfirgangi Breta á Indlandi. Eitt hið frægasta þeirra hófst þennan dag árið 1933 og stóð í þrjár vikur. Gandhi fór fyrir sjálfstæðis- hreyfingu Indlands og friðsamlegri baráttu Indverja fyrir sjálfstæði frá Bretum, hreyfingu sem tugir milljóna Indverja tóku þátt í. Alla ævi hryllti hann við tilhugsuninni um ofbeldi og hryðjuverk. Heimspeki hans var friðsamleg og hafði áhrif á friðsamlegar fjöldahreyfingar innan lands sem utan. Staða verkafólks og ánauðugra var slæm á Indlandi, Bretar komu illa fram við heimamenn í krafti valds nýlenduherranna. Gandhi stakk upp á friðsamlegri óhlýðni og enn fremur krafðist hann þess að mótmælendur einbeittu sér að mótmælum gegn harðstjórninni vegna hins mannlega harmleiks og að þeir myndu ekki tala um sjálfstæði. Er Gandhi var tekinn höndum og ákærður fyrir að vera valdur að þeim óróa sem skapast hafði á Indlandi, mótmæltu hundruð þúsunda handtökunni og fangelsuninni fyrir framan fangelsið, dómhús og lög- reglustöðvar og kröfðust þess að hann yrði látinn laus, sem dómurinn að endingu gerði tilneyddur. Eftir það skipulagði Gandhi mótmæli og verkföll til að vinna gegn misrétti því sem herraþjóðin beitti. Upp frá því var Gandhi jafnan ávarpaður Bapa (faðir) ellegar Mahatma (mikla sál). Þ etta g e r ð i st : 8 . m a í 1 9 3 3 Gandhi fór í hungurverkfall í þrjár vikur Mahatma Gandhi. Bítlarnir árið 1967.Nelson Mandela 8 . m a í 2 0 1 8 Þ R I Ð J U D a G U R20 t í m a m ó t ∙ F R É t t a B L a Ð I Ð tímamót Arnór gauti Helgason, mat-reiðslumaður á sjúkra-húsinu Vogi, ætlar að hjóla í kringum landið á sjö dögum til þess að vekja athygli á álfasölu sÁÁ. Ferðalagið hófst í tíðaskarði í Hvalfirði á laugardaginn, en þegar blaða- maður náði tali af arnóri gauta í gær var hann staddur á Laugum í aðaldal að gæða sér á norðlenskri pitsu og hafði þá hjólað rúmlega 400 kílómetra. „Við erum aðeins að hlaða batteríin fyrir átökin sem fram undan eru.“ Leiðin sem hann hjólar er samtals um 1.300 kílómetrar. aðspurður segir arnór gauti aðdrag- andann að þessu framtaki sínu stuttan – hafa einkennst af hvatvísi frekar en mik- illi yfirlegu. „Ég ræddi þessa hugmynd við Valgerði rúnarsdóttur, sem er yfirlæknir á Vogi, og svo stuttu síðar var ég einhvern veginn bara kominn af stað! Þegar þetta var ákveðið sá ég fram á að hjóla þetta á stuttbuxunum og ná almennilegum lit í leiðinni. en þetta er þriðji dagurinn á hjól- inu og jafnframt sá fyrsti sem er snjólaus,“ útskýrir arnór gauti og hlær. „Það var til dæmis ófært á Öxnadalsheiði og ég þurfti því að stökkva upp í bíl undan veðrinu. svo var veghefill fyrir framan okkur á Holta- vörðuheiðinni til þess að greiða leiðina.“ arnór gauti er hins vegar hvergi banginn og ætlar sér ótrauður að klára hringinn. Bráðum lýkur fimm ára starfs- ferli hans á sjúkrahúsinu og hann segist vilja þakka fyrir frábæran tíma með því að vekja athygli á álfasölunni, sem arnór gauti segir eina mikilvægustu fjáröflun samtakanna. „Nú kveð ég minn frábæra vinnustað innan skamms. Þetta hefur verið ótrúlega lærdómsríkur tími. Ég hef séð í gegnum starf mitt það mikilvæga starf sem sÁÁ vinnur, hvað prógrammið er að hjálpa mörgum og ég vil bara endilega að allir muni eftir okkur – og kaupi álfinn!“ En hvað tekur við hjá Arnóri Gauta? „Það er nú kannski ákveðin mótsögn í því, en ég er að taka við mötuneytinu í ÁtVr,“ segir hann og hlær. olof@frettabladid.is Hjólar hringinn í kringum landið og lýkur för á Vogi Arnór Gauti Helgason ætlar að hjóla um 1300 kílómetra. Kokkurinn á Vogi er að söðla um og hjólar hring- inn til þess að minna á álfasölu SÁÁ sem hefst í næstu viku og þakka fyrir sig. Sjálfur tekur hann við mötuneytinu hjá ÁTVR. Ég hef séð í gegnum starf mitt það mikil- væga starf sem SÁÁ vinnur, hvað prógrammið er að hjálpa mörgum og ég vil bara endilega að allir muni eftir okkur – og kaupi álfinn! 0 8 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :5 8 F B 0 4 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F B 4 -E 9 9 8 1 F B 4 -E 8 5 C 1 F B 4 -E 7 2 0 1 F B 4 -E 5 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 0 s _ 7 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.