Feykir


Feykir - 13.03.2014, Side 3

Feykir - 13.03.2014, Side 3
10/2014 Feykir 3 Sérfræðikomur í mars FRÁ HEILBRIGÐISSTOFNUNINNI SAUÐÁRKRÓKI Valur Þór Marteinsson þvagfæralæknir / 18. og 19. mars Haraldur Hauksson, alm. æðaskurðlæknir / 24. og 25. mars Tímapantanir í síma 455 4022 www.hskrokur.is Blönduós Stofutón- leikar í Heimilisiðn- aðarsafninu Sunnudaginn 16. mars kl. 15.00 munu hjónin Ellen Kristjánsdóttir, söngkona og Eyþór Gunnarsson, tónlistarmaður, halda tónleika í Heimilisiðnað- arsafninu á Blönduósi. Að loknum tónleikum verður boðið upp á kaffi og smá meðlæti. Allir eru velkomnir á tónleikana– Aðgangseyrir kr. 1.500 ókeypis fyrir 16 ára og yngri. Menningarráð Norðurlands vestra styrkir tónleikana. /BÞ Körfubolti Fjórir leikmenn úr Tindastóli voru valdir í U16 og U18 landsliðin í körfubolta sem taka þátt í Norðurlandamóti yngri landsliða í Solna í Svíþjóð (U16 og U18). Samkvæmt Facebook síðu yngri flokka Tindastóls eru þau Pétur Rúnar Birgisson í U18-karla, Pálmi Þórsson í U16-drengja og þær Bríet Lilja Sigurðardóttir og Linda Þórdís Róbertsdóttir í U16- stúlkna. /KSE Tindastóls- krakkar í landslið Tvenn silfurverðlaun Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra tók þátt í Íslandsmóti iðn- og verkgreina sem fram fór í íþróttahöllinni Kórnum í Kópavogi um síðustu helgi. Tveir þátttakendur snéru heim með silfurverðlaun og aðrir keppendur frá FNV stóðu sig með stakri prýði. Fannar Kári Birgisson keppti í TIG suðu og þeir Friðrik Andri Atlason og Jón Helgi Sigurgeirsson kepptu í kælitækni og bilanagreiningu. Allir stóðu keppendurnir sig með prýði og þeir Friðrik Andri og Jón Helgi unnu til silfurverðlauna. Skólinn var einnig með kynningarbás á staðnum þar fram fór kynning á náms- framboði og starfsemi skólans. Fjöldi manns heimsótti básinn og á fésbókarsíðu sinni þakkar skólinn öllum þeim sem heim- sóttu básinn fyrir komuna. Þá þakkar skólinn þeim sem komu að undirbúningi og framkvæmd sýningarinnar kærlega fyrir. /KSE Kaffihlaðborð að Hólum Hólanemar styrkja björgunarsveit Bræðurnir Ingvar Daði og Ævar Jóhannssynir úr björgunarsveitinni Gretti í Hofsósi tóku á móti styrk frá ferðamálanemendum við Háskólann á Hólum um sl. helgi. Háskólanemarnir höfðu staðið fyrir kaffihlaðborði á Hólum á dögunum og er styrkurinn afrakstur þeirrar kaffisölu. Um var að ræða hagnýtt verkefni í námskeiðinu Matur og menning, þar sem nemend- um var ætlað að skipuleggja, undirbúa og standa fyrir matartengdum viðburði. Þetta gerðu nemendurnir með miklum ágætum og komu um 100 manns í kaffi á Hólum þann daginn. Þema hlaðborðs- ins var hefðbundið íslenskt kaffihlaðborð þar sem borð svignuðu undan hnallþórum, pönnukökum, hangikjöti með flatbrauði, skonsutertum og fleira góðgæti. Það voru saddir og sælir gestir sem stóðu upp frá borðum og var mál manna að vel hefði til tekist. Styrk- urinn mun vonandi nýtast björgunarsveitinni vel í því ágæta starfi sem þar fer fram. Eftirtaldir lögðu verkefninu lið og hljóta bestu þakkir fyrir: Sauðárkróksbakarí, Lands- banki Íslands á Sauðárkróki, Kaupfélag Skagfirðinga, Hlíð- arkaup, Kvenfélag Staðar- hrepps, Norðlenska á Akureyri og Kornax. Einnig er Herdísi í Áskaffi þakkað fyrir veittan stuðning og lán á búningum. /KSE STARFSFÓLK ÓSKAST Í ÞRIF Dögun óskar eftir að ráð starfsfólk í þrif. Um er að ræða þrifastörf í verksmiðju við lok vinnslu hvers dags. Þrifin hefjast að jafnaði um eða eftir klukkan 15:00. Áhugasamir hafi samband við Hilmar Ívarsson eða Óskar Garðarsson hjá Dögun í síma 453 5923. Einnig er hægt að senda umsókn eða fyrirspurn í tölvupósti á dogun@dogun.is Dögun starfrækir rækjuvinnslu á Sauðárkróki. DÖGUN EHF HESTEYRI 1 SAUÐÁRKRÓKI Smá í Feyki :: Síminn er 455 7171 smá AUGLÝSINGAR Ford 350 crew til sölu Bíllinn er árgerð 2004, ekinn um 115 þúsund, hvítur að lit. Dísel vél, 5949 cc, 326 hö. Sjálfskiptur með fjórhjóladrifi. 4 dyra og tekur 6 farþega. Vel við haldinn bíll á nýjum dekkjum sem lítur vel út. Pall- hýsi, Starcraft árgerð 1994, getur fylgt. Nánari upplýsingar gefur Alfreð í síma 861 3164. Aflahornið 2. – 8. mars 2014 600 tonn til hafnar Í viku 10 var landað rúmum 65 tonnum á Skagaströnd, rúmum 3 tonnum á Hofsósi og hátt í 500 tonnum á Sauðárkróki Engu var landað á Hvammstanga. Samtals hátt í 600 tonn, sem er um fjórfaldur afli síðustu viku. /KSE SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Ásmundur SK-123 Landb.lína 1.474 Geisli SK-66 Landb.lína 306 Skáley SK-32 Landb.lína 1.331 Alls á Hofsósi 3.111 Alda HU-112 Landb.lína 6.714 Dagrún HU-121 Landb.lína 13.389 Flugalda ST-54 Landb.lína 2.414 Guðbjörg GK-176 Landb.lína 1.718 Hafrún HU-12 Dragnót 15.174 Nonni HU-9 Handfæri 176 Ólafur Magnúss. HU-54 Net 3.885 Óli Gísla HU-212 Lína 18.794 Smári HU-7 625 Sæfari HU-200 Landb. lína 2.508 Alls á Skagaströnd: 65.397 Hafborg SK-54 Þorskfisknet 2.683 Hrappur SK-121 Þorskur 170 Klakkur SK-5 Botnvarpa 127.412 Málmey SK-1 Botnvarpa 336.944 Már SK-90 Rauðmaganet 105 Óskar SK-13 Landb.lína 440 Alls á Sauðárkróki 467.754 Frá verðlaunaafhendingunni. Mynd: fnv.is

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.