Feykir


Feykir - 08.01.2015, Side 12

Feykir - 08.01.2015, Side 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 1 TBL 8. janúar 2015 35. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Norðurland vestra Áramótum fagnað í rjómablíðu Áramótunum var fagnað í blíðskaparveðri á Norðurlandi vestra, veðurstilla var í lands- hlutanum og aðstæður kjörnar til að kveikja brennu og skjóta upp flugeldum. Meðfylgjandi myndir eru frá glæsilegum flugelda- sýningum Björgunarfélagsins Blöndu á Blönduósi og Björgunarsveitarinnar Skagfirðingasveitar. Mikill fjöldi fólks safnaðist saman til að fylgjast með sýningunum við stóra bálkesti sem tendraðir voru skömmu áður. Fleiri myndir á Feyki.is. /BÞ Mynd frá Sauðárkróki: Berglind Þorsteins. Mynd frá Blönduósi: Höskuldur B. Erlingsson Skagfirðingarnir Sigurður Hansen frá Kringlumýri og Magnús Pétursson ríkissáttasemjari og fyrrverandi ráðuneytisstjóri frá Vindheimum voru á nýársdag sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Sigurður fékk riddarakrossinn fyrir framlag sitt til kynningar á sögu og arfleifð Sturlungaaldar og Magnús fyrir störf í opinbera þágu. Alls voru ellefu sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. /BÞ Heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu Tveir Skagfirð- ingar sæmdir riddarakrossi Skagfirðingarnir Magnús Pétursson og Sigurður Hansen er þeir voru sæmdir riddarakrossi á Bessastöðum. LJÓSM: SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.