Feykir


Feykir - 03.12.2015, Blaðsíða 1

Feykir - 03.12.2015, Blaðsíða 1
 á BLS. 6–7 BLS. 11 Þáttaröð Feykis og Skottu kvikmyndafjelags lokið Fyrirmyndar- frumkvöðlar á Norðurlandi vestra BLS. 10 Rætt við Ellert og Sigvalda syngja í The Voice Ísland Tveir af fjórum sem keppa til úrslita eru Skagfirðingar Jessie og Hörður eru matgæðingar vikunnar Grænkálskartöflu- stappa að hætti Hollendinga 46 TBL 3. desember 2015 35. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. Útlit er fyrir að nokkrum tugum milljóna verði varið til eflingar atvinnulífs á Norðurlandi vestra, þar af talsvert margra verkefna sem Norðvesturnefndin lagði til, að sögn Ásmundar Einars Daðasonar þingmanns Framsóknarflokksins á Norðurlandi vestra, sem situr í Fjárlaganefnd Alþingis. Fjárlaga- nefndin var á lokametrunum við að afgreiða fjárlögin til annarrar umræðu þegar Feykir heyrði í Ásmundi í gær. Ásmundur sagði að talsvert margar breytingartillögur hefðu komið frá ríkisstjórn til fjárlaganefndar. Nú liggi fyrir að miklu fjármagni verði varið til byggðamála á Norðurlandi vestra. „Það er verið að undirbúa aðra umræðu fjárlaga og það liggur ljóst fyrir að þar er verið að auka verulega í Norðurland vestra og tryggja fjármagn í talsvert margar af tillögum Norðvesturnefnd- arinnar,“ sagði Ásmundur. Enn ríkti trúnaður yfir einstökum verkefnum þar sem Fjárlaganefnd var ekki búin að afgreiða tillögurnar til annarrar umræðu þegar blaðið fór í prentun. Ásmundur Einar staðfesti þó að miklu fjármagni verði varið í mörg af þessum verkefnum gangi þetta eftir, en um nokkra tugi milljóna er að ræða og tugi stöðugilda um allan landshlutann, þ.m.t. aukið fjármagn til Háskólans á Hólum, bæði til rekstar og til áframhaldandi uppbygg- ingar á útikennslusvæði. Búist er við að fjárlaganefnd Alþingis afgreiði Fjárlögin til annarrar umræðu á Alþingi öðru hvoru megin við helgina. „Mesta innspýting inn í atvinnu- lífið á NLV í mjög langan tíma“ „Við erum farnir að sjá fyrir endann á vinnu nefndar sem forsætisráðherra skipaði til þess að koma með tillögur til þess að efla og styrkja stoðir atvinnu- lífsins hér á Norðurlandi vestra, því ber að fagna,“ sagði Stefán Vagn Stefánsson formaður Norðvesturnefndar, í samtali við Feyki í gær. Hann sagði ánægulegt að útlit sé fyrir að margar af tillögum nefndarinnar nái í gegn. „Ef að þetta gengur eftir þá er þetta mesta innspýt- ing inn í atvinnulífið á Norðurlandi vestra í mjög langan tíma. Þetta er stórt skref í byggðarmálum fyrir íbúa Norður- lands vestra en þess ber að geta að menn settu þessa nefnd á laggirnar af ástæðu á sínum tíma. Hér hafði orðið mikil fækkun opinberra starfa, hlutfallslega meiri en annarstaðar á landinu, og við fórum fram á það við stjórnvöld að sú skekkja yrði leiðrétt. Þessi aðgerð er stór þáttur í því. Þetta er sá punktur þar sem við snúum vörn í sókn,“ sagði Stefán að lokum. /BÞ Tugir milljóna og fjöldi stöðu- gilda um allan landshlutann S K A G F I R Ð I N G A B R A U T 2 9 S A U Ð Á R K R Ó K I S Í M I 4 5 3 6 6 6 6 FÁÐU ÞÉR Í SVANGINN! 50% afsláttur af jólakúlum 3. – 9. desember Glæsilegt úrval á pier.is Vertu vinur okkar á Facebook Þriðja árið í röð buðu Rótarýmenn á Sauðárkróki Skagfirðingum í jólahlaðborð. Fjölmenni var í íþróttahúsinu og gestir hæstánægðir með veisluhaldið. Á myndinni má sjá Barnakór Sauðárkrókskirkju og Árskóla og nokkra áheyrendur í yngir kantinum. MYND: ÓAB Unnið úr tillögum Norðvesturnefndarinnar í Fjárlaganefnd Alþingis Fjölmenni á jólahlaðborði Rótarýklúbbs Sauðárkróks

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.