Feykir


Feykir - 03.12.2015, Blaðsíða 10

Feykir - 03.12.2015, Blaðsíða 10
10 46/2015 Fyrirmyndarfrumkvöðlar á Norðurlandi vestra Stiklað yfir þáttaröð um frumkvöðla sem nú er lokið Á haustdögum fóru af stað þættir um frumkvöðlastarf á Norðurlandi vestra á Feyki.is en um var að ræða samstarfsverkefni Feykis og Skottu Film. Rætt var við fulltrúa sex fyrirtækja í landshlutanum og sl. laugardag var þeim boðið í spjallþátt í beinni útsendingu stúdíó Skottu Film á Sauðárkróki. Útsendingin var sú fyrsta með nýjum útsendingar- búnaði Skottu Film. Markmiðið með þáttagerðinni var að beina kastljósinu að því fjölbreytta og góða starfi sem unnið er í Norðurlandi vestra og um leið stuðla að jákvæðri umræðu um landshlutann. Sex fyrirtæki voru til um- fjöllunar; Gandur, Skrautmen, Iceprotein, Leikjamiðstöðin Kollafossi, Floating Fender Chair og Ísgel. 1. ÞÁTTUR Gandur framleiðir smyrsli úr minkafitu Fyrirtækið Gandur er staðsett á bænum Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Þar eru framleidd smyrsli úr minkafitu og er nú þegar komin á markað vörulína með þremur smyrslum og leðurfeiti, en vörurnar henta bæði húsdýrum og mönnum. Hugmyndin hafði gerjast lengi áður en hún varð að veruleika, enda hafa Skörðugilsbændur lengi vitað um græðandi áhrif minkafitunnar. Ásdís Sigurjónsdóttir fór upphaflega að prófa sig áfram með íblöndun íslenskra jurta við minkafituna, á eldavélinni heima hjá sér. Síðar komu að þessu sonur hennar Einar Einarsson og kona hans Sólborg Una Pálsdóttir. Boltinn fór svo að rúlla þegar góður styrkur fékkst frá Tækniþróunar- sjóði og þau hófu samstarf við Matís. Í dag er verið að stækka aðstöðuna fyrir framleiðsluna. Mikil áhersla er lögð á hreinleika og íslenskan uppruna vörunn- ar, auk þess að nýta sem best afurð, sem annars væri hent. 2. ÞÁTTUR Skrautmen framleiðir handunna skartgripi Skagfirska handverksfyrirtækið Skraut- men er rekið af Lilju Gunnlaugsdóttur. Lilja hannar og framleiðir handunna skartgripi úr plexígleri, trékúlum og roði. Upphaf framleiðslunnar má rekja til þess þegar Lilja byrjaði að prófa sig áfram og föndra ýmsa muni í Fablab smiðjunni á Sauðárkróki, þar sem eiginmaður hennar Valur Valsson starfar. Í fyrstu voru það jólagjafir og ýmsar tækifærisgjafir til fjölskyldu og vina, en sífellt fleiri óskuðu eftir því að fá að kaupa munina af henni. Árið 2013 tók Lilja tók þá ákvörðun að helga sig alfarið handverkinu, sagði starfi sínu lausu sem sérfræðingur í gagna- greiningu hjá Capacent og stofnaði fyrir- tækið Skrautmen. Vinnustofa Skrautmena er staðsett á heimili Lilju og Vals í Skaga- firði, þar sem allar vörurnar eru útbúnar. 3. ÞÁTTUR Leikjamiðstöðin Kollafossi býður tölvuleikjahönnuðum til dvalar Tölvuleikja- og hljóðhönnuðurinn Jóhannes Gunnar Þorsteinsson rekur tölvuleikjamiðstöð á Kollafossi í Miðfirði, en hann er alinn upp á næsta bæ. Sveitin hefur alltaf togað sterkt í hann og með fyrirtækinu sá hann sér leik á borð að sameina ólíka heima sveitalífsins og tölvugeirans. Hugmyndin kviknaði þegar hann fór á „Game jam“, eða „leikja djamm“ með öðrum tölvuleikjahönnuðum í Dan- mörku, sem felst í því að margir búa saman til tölvuleik á afmörkuðum tíma. Þegar þangað var komið hugsaði Jóhannes með sér að hann gæti skapað einstakt umhverfi fyrir slíka viðburði fjarri ys og þys borgarlífsins. Hann bauð upp á fyrsta Hópurinn sem tók þátt í lokaþættinum. Efri röð frá vinstri: Jóhannes G. Þorsteinsson, Árni Gunnarsson, Hólmfríður Sveinsdóttir, Sólborg Una Pálsdóttir, Lilja Gunnlaugsdóttir og Einar Daníel Karlsson. Neðri röð frá vinstri: Laufey Skúladóttir, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, Berglind Þorsteinsdóttir, Kristín S. Einarsdóttir og Sólveig Olga Sigurðardóttir. MYND: EINAR BESSI ÞÓRÓLFSSON „leikja djammið“, árið 2014 og komust talsvert færri að en vildu og hefur áhuginn vaxið síðan. Í framhaldinu stofnaði hann Kollafoss Game dev Residency, þar sem tölvuleikjahönnuðum er boðið til dvalar nokkrar vikur í senn til að vinna að sköpun tölvuleikja í sveitasælunni. 4. ÞÁTTUR Iceprótein framleiðir fæðubótarefni úr þurrkuðum þorskpróteinum Iceprótein var stofnað árið 2005 af starfsmönnum Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins, með það að markmiði að auka nýtingu aflans og gera hann verð- mætari. Verksmiðjan var flutt frá Akranesi á Sauðárkrók árið 2007, í húsnæði Fisk Seafood sem í framhaldinu keypti sig inn í Iceprótein og er fyrirtækið alfarið í þeirra eigu í dag. Starfsemin er tvíþætt; prótein- framleiðslan og þróun í kringum hana og stuðningur við matvæla- og fóðurfram- leiðslu innan KS. Í framleiðsluferlinu er líkt er eftir niðurbroti ensíma í meltingarvegi, með það að markmiði, að ná 100% nýtingu á þeim afskurði sem til fellur. Eftir áramót er áformað að setja á markað þrjár vöru- tegundir fæðubótaefna, úr þurrkuðum þorskpróteinum sem hylkjuð verða hjá Vilko á Blönduósi. Framkvæmdastjóri Iceprótein er Hólmfríður Sveinsdóttir en auk hennar vinna fimm aðrir háskóla- menntaðir starfsmenn hjá fyrirtækinu. 5. ÞÁTTUR Floating Fender Chair hanna stóla úr flotholtum Verkefnið Floating Fender Chair er sprottið úr samstarfi við hönnun veitinga- staðarins Sjávarborgar á Hvammstanga, þar sem rýnt var í umhverfið við höfnina og innblástur sóttur til hafsins. Þegar kom að því að gera barstóla sem myndu henta vel á veitingastaðinn kviknaði hugmyndin að Floating Fender Chair, stólum sem gerðir eru úr flotholtum sem alla jafna eru á milli skips og bryggju. Samstarfsaðilarnir eru Einar Daníel Karlsson smiður, Ágúst Þorbjörnsson málmsmiður og arkitektarnir Hólmfríður Jónsdóttir og Hrefna Björg Þorsteinsdóttir. Stefnt er að því að setja á markað þrjár gerðir stóla; barstól, rólustól og jógastól. Um er að ræða hágæða hönnunarvöru og verður hún markaðssett sem slík, innan sem utan landssteinanna. Unnið er að gerð fyrstu prótótýpunnar, sem vonir standa til að verði tilbúin til sýningar á Hönnunarmars 2015. Fram-leiðslan mun öll fara fram á Hvammstanga þar sem hugmyndin að vörunni er sprottin. 6. ÞÁTTUR Ísgel framleiðir gelmottur til hita- og kælingar Ísgel var stofnað árið 1999 en núverandi eigendur eru, þeir Zophanías Ari Lárusson og Gunnar K. Ólafsson. Í dag er fram- leiðslan alfarið á Blönduósi og starfa sex manns við fyrirtækið, en upphaflega var aðeins einn starfsmaður. Aðalframleiðslu- vara Ísgels eru mottur með geli, sem notaðar eru til kælingar á ferskum fiski, og hafa þær reynst vel. Þá framleiðir fyrir- tækið ýmsar heilsuvörur, sem og kæli- plötur fyrir veitingahús. Salan hefur vaxið ár frá ári. Fyrir fáeinum misserum fór Ísgel í markaðsherferð, með styrk frá Nora og Vaxtarsamningi Nlv, þar sem gerð var tilraun með kælingu á fiski og honum fylgt eftir frá Færeyjum til Skotlands. Helsta verkefni fyrirtækisins um þessar mundir er að reyna að auka útflutning vörunnar og einnig að auka sjálfvirkni við að taka motturnar upp og setja í kassana með fiskinum. Mikilvægt að fólk geti látið drauma sína rætast á þeim stað það býr Sem fyrr segir var fulltrúum fyrirtækjanna boðið til lokaþáttar Fyrirmyndarfrum- kvöðla sem fór fram um hádegisbil sl. laugardag en því miður komst ekki fulltrúi frá Ísgel. Þær Laufey Kristín Skúladóttir verkefnastjóri hjá Sveitarfélaginu Skaga- firði, Unnur Valborg Hilmarsdóttir stjórn- endamarkþjálfari og oddviti Húnaþings vestra voru gestir þáttarins. Þær áttu ýmis góð ráð í pokahorninu handa frumkvöðl- unum. Lögðu þær meðal annars áherslu á að frumkvöðlar einbeiti sér að því sem þeir eru góðir í og átti sig á að maður er ekki sérfræðingur í öllu. Oft geti verið heppilegt að fá verktaka, sérstaka starfs- menn eða samstarfsaðila í þætti eins og markaðssetningu, bókhald og verðlagn- ingu, slíkt sé fljótt að borga sig miðað við tímann sem tæki sig í að setja sig inn í slíka hluti og vinna þá sjálfur. Einnig kom fram að gott væri að vera tímanlega í markaðssetningu þegar komið væri með nýja vöru á markaðinn, sem þó gæti verið erfitt varðandi hönnunarvernd. Þá komu ábendingar um að margar hugmyndanna sem kynntar voru í frum- kvöðlaþáttunum hefðu góða stækkunar- möguleika og þær mætti jafnvel hugsa töluvert stærra en þegar hefði verið gert. Jafnframt bárust í tal möguleikar til klasasamstarfs og styrkja úr hinum ýmsu sjóðum sem stuðla að atvinnuuppbygg- ingu. Hugmyndir frumkvöðlanna fengu almennt mjög góðar umsagnir hjá þeim Laufey og Unni Valborgu. Þær ræddu meðal annars um mikilvægi þess að fólk gæti látið drauma sína rætast á þeim stað það býr. Einnig hvöttu þær frumkvöðla til að setja sjálfa sig og söguna í forgrunn varðandi kynningu á hugmyndum sínum. Verkefnin sem til umfjöllunar voru í þáttunum hafa öll verið styrkt af Sam- tökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra með einum eða öðrum hætti. Í myndverið kom Sólveig Olga Sigurðardóttir frá SSNV og færði frumkvöðlunum blóm. Frumkvöðlunum er þakkað fyrir þátttöku í þáttunum og óskað velfarnaðar með verkefni sín. Sérstakar þakkir fá ráðgjafarnir, Unnur Valborg, Laufey og Þórður Erlingsson framkvæmdastjóri og eigandi InExhange, sem til stóð að yrði með í lokaþættinum í gegnum Skype en varð ekki úr vegna tæknilegra vandamála. Loks er Árna Gunnarssyni hjá Skotta Film þakkað gott samstarf í þessari skemmti- legu frumraun Feykis og Skottu. Þættirnir eru allir aðgengilegir á Feykir.is. UMSJÓN Berglind Þorsteinsdóttir og Kristín Sigurrós Einarsdóttir

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.