Feykir


Feykir - 03.12.2015, Blaðsíða 6

Feykir - 03.12.2015, Blaðsíða 6
6 46/2015 Ellert Heiðar er nú búsettur í Grindavík og stundar sjómennsku þar. Það er því ekki langt fyrir hann að fara á æfingar og í útsendingar, sem fara fram í Ásbrú í Reykja- nesbæ. Hann var að vonum hress með sinn árangur þegar blaðamaður heyrði í honum á þriðjudaginn, en þann dag var frí frá æfingum. Búið var að velja lögin tvö fyrir föstu- dagskvöldið og æfingar stóðu fyrir dyrum, alveg fram að úrslitakvöldinu. „Ég held ég hafi verið farinn að syngja strax sem smákrakki, svo segir mamma,“ sagði Ellert þegar blaðamaður innti hann eftir hvenær hann hefði byrjað í tónlistinni. „Ég er búinn að vera í músík alla ævi. Maður fór í einhverjar unglingahljómsveitir en ég fór aldrei í tónlistarskóla, lærði bara að gutla á gítar sjálfur.“ Hann segist ráma í að hafa fyrst sungið opinberlega í kringum þrettán ára aldur, með hljómsveit sem í voru meðal annars Kristján Grétar, Viktor Guðmundsson, Ari Björn Sig- urðsson og fleiri. „Það var í Bifröst. Ég söng lagið Ung, gröð og rík. Við æfðum þetta lag og kunnum ekkert annað lag,“ segir Ellert og hlær. „Á þessum tíma var alltaf fullt af hljómsveitum á Sauðárkróki, það voru allir í hljómsveit, en þegar maður var orðinn 17, 18 ára voru bara ein eða tvær eftir.“ Fram hefur komið í viðtölum að Ellert var hættur í hljóm- sveitarbransanum, en hann söng með hljómsveitinni Von frá því hún var stofnuð árið 2001 þangað til hann flutti til Grindavíkur árið 2009 og fór að stunda sjómennsku þar. Síðan hefur hann aðallega fengist við að semja eigin tónlist. En í sumar var hringt í hann og honum boðin þátttaka í keppn-inni og eftir smá umhugsun ákvað hann að láta slag standa. „Þetta er töluvert öðruvísi en að spila á böllum,“ segir hann og telur samkeppnina í The Voice Ísland mikla. „Það er ótrúlega mikið af hæfileikaríku fólki þarna, miðað við aðrar svona keppnir. Ég gerði mér ekki grein fyrir hvað yrðu góðir einstaklingar þarna. Þessir krakkar í dag, þau eru orðin svo góð. Mörg þeirra eru búin að fara á námskeið og læra að syngja, þetta er bara ótrúlegt hvernig þetta er orðið. Ég hefði ekki viljað hlusta á sjálfan mig á þessum árum,“ segir Ellert og hlær. „Þetta er ógeðslega gaman“ „Allir sem taka þátt ætla auðvitað að vinna, þetta er bara eins með íþróttirnar, maður fer ekkert í keppni nema ætla að vinna. Samt er maður hissa hvað maður er kominn langt. Ég efaðist á leiðinni, en maður heldur bara sínu striki.“ Ellert er í liði Helga Björns en hann segist ekki hafa verið búinn að ákveða hvaða þjálfara hann myndi velja áður en hann komst áfram í blindprufunum. „Maður var bara ánægður með að ein- hver skyldi snúa sér við.“ Varðandi fyrirkomulag keppninnar segir Ellert að allt sé faglega unnið og getur þess um leið að það sé Skagfirðingur, Eiríkur Hilmarsson, sem sér um hljóðið í útsendingunum: „Þetta er allt saman alveg „tipp topp,“ ég mæli með því að ef það verður önnur sería þá reyni menn að komast í hana, þetta er ógeðslega gaman.“ Að sögn Ellerts eru raddirnar sem taka þátt mjög ólíkar, því sé það líka spurning um smekk, hvað fólk kýs. „Við þessi eldri erum að taka gömlu lögin og svo taka þessi yngri gjarnan lög sem eru nýrri. Það er bara gaman að hafa þessa breidd í aldrinum, það endurspeglast líka í laga- valinu.“ Athygli vakti að Ellert tók íslenskt lag, Álfar, í undanúrslitunum síðasta föstu- dag, en lítið hefur verið um flutning íslenskra laga í keppn- inni. „Þetta lag er eftir mikinn vin minn, Magnús Þór Sig- mundsson, og þetta er bara eitt af allra uppáhalds lögunum mínum. Maður er að reyna að blanda því, lögunum sem manni þykir vænt um og því sem að gæti orðið skemmtilegt, fyrir aðra. Without You, var hins vegar ekki lag sem ég hefði valið, en við völdum það, ég og Helgi,“ segir hann og bætir við að þeir velji lögin jafnan í sameiningu. Þegar Ellert er spurður um önnur áhugamál en tónlistina, segir hann tímann aðallega fara í fjölskylduna, sjóinn og músíkina. Eflaust er líka nóg að gera á stóru heimili, enda eiga hann og kona hans, Aníta Björk Sveinsdóttir, fjögur börn; Jóhann Friðrik 14 ára, Bergsvein 10 ára, Helena Rós 6 ára og Ellert Orra 10 mánaða. Segja má að þau séu komin á heimaslóðir Anítu, sem reyndar kemur upphaflega frá Patreksfirði en ólst upp í Grinda- vík frá sex ára aldri. Fjölskyldan styður hann vel og það ríkir mikil stemning fyrir keppninni í stórfjölskyldunni. Einnig segist Ellert verða var við gríðarlegan stuðning, sem meðal annars megi sjá í gegnum Facebook. „Ég vil skila miklum kveðjum og þakklæti til fólksins í Skagafirði og hérna í Grindavík líka.“ Varðandi framtíðarplönin segist Ellert bara halda áfram á sjónum en vonast þó til að keppnin veiti honum einhver tækifæri, til að mynda til að koma þeirri tónlist sem hann hefur verið að semja á framfæri. „Maður verður nú samt að bíða með að hætta í vinnunni, eins og sagt er, don´t quit your day job. Maður bara fylgir þessu og sér hverju verður kastað að manni,“ segir hann að lokum. Ellert ásamt þremur elstu börnunum, Bergsveini lengst til vinstri, þá Helenu Rós og síðan Jóhanni Friðriki. Hljómsveitin Von frá Sauðárkróki. Tveir af fjórum sem keppa til úrslita eru Skagfirðingar Ellert Heiðar Jóhannsson og Sigvaldi Helgi Gunnarsson í The Voice Ísland á Skjá einum VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir „Það er kominn fiðringur“ Ellert Heiðar Jóhannsson Skagfirðingarnir Ellert Heiðar Jóhannsson og Sigvaldi Helgi Gunnarsson og eru komnir í úrslit keppninnar The Voice Ísland sem fram hefur farið á Skjá einum í vetur. Það má því segja að Skagfirðingar eigi helming þeirra fjögurra keppenda sem keppa til úrslita annað kvöld. Víst er að margir munu sitja spenntir við skjáinn á slaginu átta, en hver keppandi flytur eitt lag í fyrri umferð og tveir verða kosnir áfram, sem syngja síðan annað lag og eftir það kýs þjóðin sigurvegara keppninnar. Feykir heyrði í þeim köppunum á milli æfinga í vikunni og spurði þá út í tónlistarferilinn, þátttökuna í keppninni og framtíðarplönin.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.