Feykir


Feykir - 03.12.2015, Blaðsíða 5

Feykir - 03.12.2015, Blaðsíða 5
46/2015 5 Bríet Guðmundsdóttir / Manchester United Stefnir allt í rétta átt ( LIÐIÐ MITT ) kristin@feykir.is Bríet á Old Trafford. MYND: ÚR EINKASAFNI Bríet Guðmundsdóttir á Sauðárkróki situr fyrir svörum í þessum þætti af Liðið mitt. Hún heldur með Manchester United eins og pabbi hennar og heldur mest upp á Beckham, Giggs og Rooney. Hún er nýkomin af leik með liðinu, þar sem þeir nældu sér í þrjú stig á móti WBA. Hvert er uppáhaldsliðið þitt í enska boltanum og af hverju? Manchester United. Ætli það sé ekki vegna þess að pabbi heldur með því. Hvernig spáir þú gengi liðsins á tímabilinu? Vona auðvitað að þeir verði meistarar, en mun sætta mig eitthvað af fjórum efstu sætunum. Ertu sáttur við stöðu liðsins í dag? Já, já, mættu náttúrulega alveg vera ofar en treysti á að þeir færist ofar þegar líður á tímabilið. Hefur þú einhvern tímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? Já, en ekkert alvarlegt samt. Hver er uppáhaldsleikmaðurinn fyrr og síðar? Það er erfitt að nefna einhvern einn en ætli það sé ekki Beckham... og Giggs... og Rooney. Hefur þú farið á leik með liðinu þínu? Já, ég afrekaði það núna í byrjun nóvember, en ég fór út og horfði á þá næla sér í þrjú stig á móti WBA, rosalega gaman og verður klárlega endurtekið! Áttu einhvern hlut sem tengist liðinu? Já, treyjur, rúmföt og ýmislegt fleira. Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi upp í stuðn- ingi við liðið? Ég held að þetta stefni allt í rétta átt. Hefur þú einhvern tímann skipt um uppáhalds félag? Nei, það hef ég ekki gert og mun ekki gera. Uppáhalds málsháttur? Margur er knár þó hann sé smár. Einhver góð saga úr boltanum? Það var algjör snilld þegar ein úr liðinu okkar hljóp dómarann niður í einum af heimaleikjunum okkar í fyrra, sem tekinn var upp! Einhver góður hrekkur sem þú hefur framkvæmt eða orðið fyrir? Ég framkvæmdi einn snilldar hrekk á systur minni fyrir nokkrum árum. Ég sem sagt spurði hana hvort ég mætti brjóta tvö egg á hausnum á henni og ég myndi svo borga henni 5 þúsund krónur. Hún samþykkti það eftir að ég var búin að lofa henni því oft og mörgum sinnum að hún myndi fá þennan 5 þúsund kall eftir tvö egg í hausinn. Svo braut ég annað eggið á hausnum á henni en braut aldrei hitt, svo hún greyið fékk bara eitt egg í hausinn en engan 5 þúsund kall. Spurning frá Bryndísi Rut: Hvaða atviki áttu aldrei eftir að gleyma í fótboltanum? Ætli það sé ekki leikurinn á móti Álftanesi í Lengjubikarnum 2014. Eftir venjulegan leiktíma og fram- lengingu var jafnt svo hann endaði í æsispennandi vítaspyrnukeppni sem við unnum og þar með komumst við í úrslit. Hvern myndir þú vilja sjá svara þessum spurningum? Ég ætla að skora á hann Ísak Óla Traustason. Hvaða spurningu viltu lauma að viðkomandi? Hver er draumaleikurinn? ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.isF Stólarnir okkar eru komnir aftur! Dominos-deildin: Tindastóll – Keflavík 97–91 Tindastóll tók á móti toppliði Keflvíkur í Dominos-deildinni í körfubolta sl. fimmtudags- kvöld og það var heldur betur fjör í sjóðheitu Síkinu. Slenið sem hefur legið eins og mara yfir leikmönnum Stólanna í haust var á bak og burt og nú kannaðist maður aftur við baráttuna og leikgleðina sem einkenndi liðið síðasta vetur. Það var strax hörku tempó í leiknum og greinilegt að Stól- arnir ætluðu að selja sig dýrt. Gestirnir voru taplausir fyrir leikinn og höfðu enga ástæðu til að gefa þumlung eftir. Tinda- stólsmenn náðu góðum kafla undir lok fyrsta leikhluta og voru yfir 31-23 að honum loknum. Gestirnir komu til baka í öðrum leikhluta en allt var hnífjafnt í hálfleik, staðan 54-54. Þriðji leikhluti var skemmti- legur og spennandi en nú var fastar tekið á í vörnum liðanna. Stólarnir voru með frumkvæðið en munurinn yfirleitt þetta eitt til fimm stig og það var því svekkjandi þegar Keflvíkingar jöfnuðu rétt fyrir lok leikhlutans. Darrel Lewis átti þó lokaorðið eins og oft áður og setti þrist og staðan 74-71 þegar fjórði leik- hluti hófst. Stólarnir náðu mest ellefu stiga forystu í upphafi leikhlut- ans, 82-71, en Keflvíkingar náðu enn á ný að jafna, staðan 87-87 þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. Stólarnir náðu þá upp þéttri vörn og sóknarleikur gestanna varð stirður fyrir vikið. Smá saman jókst bilið og á endanum fögnuðu heimamenn sætum sigri, 97-91. Darrel Lewis átti frábæran leik (32 stig) og þá var nú allt annað að sjá til Jerome Hill sem var sterkur undir körfunni, reif niður 15 fráköst og gerði 20 stig. Þá gladdi það stuðningsmenn Stólanna að sjá Ingva Ingvars finna taktinn á ný, en meiðsli hafa plagað hann í haust. Næsti leikur Tindastóls er í DHL-höllinni nú á föstudaginn og vonandi tekst strákunum að stríða meisturunum. /ÓAB Darrelarnir Lewis og Flake fylgjast með Magga Gunn taka innkast. MYND: ÓAB Feykiflottur Liggurðu á frétt? Áttu skemmtilega mynd sem gaman væri að birta í Feyki? Hafðu samband > feykir@feykir.is Sigursælar Stólastúlkur Karfa Helgina 14.–15. nóvember var törnering í B-riðli hjá 10. flokki kvenna í Tinda- stóli í Stykkishólmi. Stúlkurnar stóðu sig mjög vel, að sögn Ernu Rutar Kristjánsdóttur þjálfara, og sigruðu alla sína leiki. Á laugardeginum spilaði Tindastóll gegn Haukum og vann sannfærandi sigur en að sögn Ernu höfðu þær ekki sigrað Hauka áður. „Við lékum við Snæfell strax á eftir. Rimmurnar á milli liðana hafa verið í sitthvora áttina, sigur og tap til skiptis, en þessi leikur fór aðeins öðruvísi en vanalega. Við unnum þær með einu stigi á lok- asekúndunni, við skoruð-um flautukörfu þegar það voru 0,2 sekúndur eftir af leiknum,“ sagði Erna Rut og bætir við að stúlkurnar hafi verið í sigurvímu eftir daginn. Á sunnudeginum lék Tindastóll við KR og lauk leiknum með sigri Tinda- stóls þrátt fyrir kæruleysi. Eftir helgina eru stúlkurnar komnar í A-riðil. /BÞ Þóranna Ósk og Daníel Frjálsíþróttafólk UMSS 2015 Uppskeruhátíð frjálsíþróttafólks í Skagafirði Uppskeruhátíð frjálsíþrótta- fólks í Skagafirði var haldin í Miðgarði sl. laugardag, þann 28. nóvember. Þar var það frjálsíþróttafólk Skagafjarðar sem skarað hefur fram úr í öllum flokkum þetta árið heiðrað. Samkvæmt Facebook-síðu Frjálsíþróttadeildar Tindastóls var Daníel Þórarinsson valinn Frjálsíþróttamaður UMSS 2015 og Frjálsíþróttakona UMSS 2015 Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir. Þá voru Gísli Laufeyjarson Hösk- uldsson og Guðný Rúna Vé- steinsdóttir kjörin Ungir og efnilegir unglingar 2015. Íslandsmeistarar 2015 voru: Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir sex titlar, Ísak Óli Traustasson einn titill Gunnar Freyr Þórarinnsson einn titill, Laufey Harðardóttir einn titill . Unglingalandsmóts- meistari 2015 var Ragna Vigdís Vésteinsdóttir. /BÞ Frjálsíþróttakona UMSS 2015 Þóranna Ósk og Frjálsíþróttamaður UMSS 2015 Daníel Þórarinsson. MYND: FACEBOOK-SÍÐA FRJÁLSÍÞRÓTTADEILDAR TINDASTÓLS.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.