Feykir


Feykir - 03.12.2015, Side 4

Feykir - 03.12.2015, Side 4
4 46/2015 Margir íbúar Skagafjarðar bundu vonir við að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar yrði hagfelldari en ríkis- stjórnin sem sat áður og skar rækilega niður á Norðurlandi vestra. Vonir vöknuðu m.a. um að hægt yrði að leggja endanlega til hliðar ýmsar vanhugsaðar áætlanir um sameiningu stofnana á Norðurlandi vestra sem miðuðu fyrst og fremst að því að fækka störfum á svæðinu. Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga var stofnuð sérstök landshlutanefnd fyrir Norðurland vestra til að efla atvinnulíf og starfsmaður nefndarinnar var enginn annar en Ásmundur Einar Daðason aðstoðarforsætisráðherra. Fréttir herma að nefndin hafi lagt fram 25 tillögur. Veigamestu tillögurnar fólu í sér flutning höfuðstöðva RARIK ásamt því að rekstur skipa Landhelgisgæslunnar flyttist norður í land, auk þess að efla opinbera starfsemi á svæðinu. Samtals var áætlað að opinberum störfum myndi fjölga um 130 á Norðurlandi vestra. Í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga gáfu fulltrúar núverandi meirihluta í Skagafirði það skýrt í skyn að helsta leiðin til þess að tryggja flutning opinberra starfa í Skagafjörð væri að sjá til þess að það væri pólitískur samhljómur í sveitarstjórninni og ríkisstjórn Íslands. Í grein sem aðstoðarmaður Eyglóar Harðar- dóttur skrifaði í Feyki í maí 2014 ásamt Stefáni Vagni Stefánssyni var það undirstrikað og gefin fyrirheit um fjölgun starfa hjá Íbúðarlánasjóði á Sauðárkróki. Tillögurnar um fjölda stofnana og hundruð opinberra starfa sem væru á leiðinni í Skagafjörð slævði mjög baráttu sveitarstjórnarfulltrúa Fram- sóknar- og Sjálfstæðisflokks gegn vanhugsuðum áætlunum um sameiningu sýslumannsembætta og því að leggja niður sjálfstæði heilbrigðis- stofnunarinnar á Sauðárkróki. Fyrrgreindar sameiningar runnu því hávaðalítið í gegn án mikilla andmæla í kjölfar sveitastjórnarkosninga. Eflaust stóðu fulltrúar meirihlutans í þeirri trú fyrir nokkrum misserum síðan, að bráðum kæmi betri tíð með efldum Íbúðalánasjóði og nýjum höfuðstöðvum RARIK á Króknum. Reyndin hefur því miður verið allt önnur. Störfum hefur fækkað hjá Íbúalánasjóði og RARIK á Króknum og ekkert bólar á nýju störfunum 130. Og ekki bætir úr skák að verkefnið virðist algerlega munaðarlaust hjá þingmönnum kjör- dæmisins. Ekkert hefur frést af því að starfsmaður landshlutanefndar, Ásmundur Einar Daðason, hafi beitt sér fyrir því að niðurstöður lands- hlutanefndarinnar næðu fram að ganga, hvað þá 1. þingmaður Norðvesturkjördæmisins, Gunnar Bragi Sveinsson, enda hefur hann verið mjög upptekinn við að sinna mikilvægum málum í Úkraínu og Brussel. Mikilvægt er að sveitarstjórnarfulltrúar og Skagfirðingar íhugi þá stöðu sem upp er komin og slái ekki af í baráttu fyrir þeim störfum sem eru til staðar og tryggi sömuleiðis rétt íbúa til að nýta nálæg fiskimið. Staðan nú er sú að ríkisstjórnin hefur ekki staðið við það markmið sitt að fjölga störfum heldur hefur þeim fækkað og auk þess tók ráðherra Framsóknarflokksins upp á því að skera niður byggðakvótann í Skagafirði. Það lýsir ákveðinni meðvirkni þegar formaður byggðarráðs Skagafjarðar lýsti nýlega yfir ánægju með stöðu tillagna landshluta- nefndarinnar, á þeim forsendum að útlit væri fyrir að nokkur verkefni væru að verða að veru- leika! Staðreyndin er sú að í flestum tilfellum er um að ræða endurfjármögnun á ágætum verk- efnum sem eru þegar til staðar í Húnavatns- sýslum. Ef litið er til annarra áætlana og fjárframlaga til Norðurlands vestra hvort sem það er til mál- efna fatlaðra, menningarmála eða vegaáætlunar, þá er ljóst að ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hefur dregið gríðarlega úr fjárframlögum á svæðið. Sú fækkun íbúa sem hefur orðið á svæðinu frá því ríkisstjórnin tók við völdum er því ekki nein tilviljun heldur bein afleiðing af stjórnarstefn- unni. Sigurjón Þórðarson, líffræðingur og varasveitarstjórnarfulltrúi K-listans í Skagafirði AÐSENT SIGURJÓN ÞÓRÐARSON SKRIFAR Munaðarlausar tillögur Vikuna 22.–28. nóvember var rúmum 497 tonnum landað á Skagaströnd. Þar af voru tæp 450 tonn úr Arnari HU 1. Þá var landað tæpum 19 tonnum á Hofsósi, tæpum 216 tonnum á Sauðárkróki og rúmum 10 tonnum á Hvammstanga. Alls gera þetta um 732 tonn. /KSE Aflatölur 22.–28. nóvember á Norðurlandi vestra Arnar með tæp 450 tonn SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Stella GK 23 Landb.lína 5.229 Sæfari HU 200 Landb. lína 1.941 Ölli Krókur GK 211 Landb. lína 4.284 Alls á Skagaströnd 497.341 HOFSÓS Bíldsey SH 65 Lína 18.880 Alls á Hofsósi 18.880 SAUÐÁRKRÓKUR Klakkur SK 5 Botnvarpa 7.244 Málmey SK 1 Botnvarpa 207.528 Már SK 90 Handfæri 1.019 Alls á Sauðárkróki 215.791 HVAMMSTANGI Bergur Vigfús GK 43 Lína 5.877 Harpa HU 4 Dragnót 10.222 Alls á Hvammstanga 16.099 SKAGASTRÖND Addi afi GK 97 Landb. lína 4.106 Alda HU 112 Landb. lína 7.365 Arnar HU 1 Botnvarpa 449.647 Bergur sterki HU 17 Landb. lína 3.865 Blær HU 77 Landb. lína 1.073 Bogga í Vík Landb. lína 1.891 Dagrún HU 121 Þorskanet 1.040 Gulltoppur GK 24 Landb. lína 8.299 Íslandsbersi HU 113 Landb. lína 1.036 Kristbjörg HF 212 Landb. lína 7.565 Bjarni Jónasson knapi ársins Uppskeruhátíð hrossaræktenda og hestamannafélaganna í Skagafirði 2015 Uppskeruhátíð hrossarækt- enda og hestamannafélag- anna í Skagafirði var haldin í Ljósheimum föstudaginn 27. nóvember. Þar voru veittar ýmsar viðurkenningar á sviði hestamennsku. Verðlaun fyrir reiðmennsku voru veitt af hestaíþróttaráði UMSS. Í barnaflokki hlaut Stefanía Sigfúsdóttir verðlaun sem knapi ársins, Guðmar Freyr Magnússon í unglingaflokki og í ungmennaflokki Finnbogi Bjarnason. Hestaíþróttaknapi ársins er Þórarinn Eymundsson og knapi ársins Bjarni Jónasson. Bjössabikarinn, sem gæðinga- knapi ársins, hlaut Magnús Bragi Magnússon, en sá bikar er gefinn í minningu Sigurbjörns Þorleifs- sonar frá Langhúsum. Hrossaræktarsamband Skag- firðinga veitti viðurkenningar fyrir þrjú hæst dæmdu kynbóta- hross í hverjum aldursflokki, sem komið hafa til dóms á árinu. Skilyrði var að hrossin væru úr ræktun Skagfirðinga. Sörlabikar- inn fyrir hæst dæmda kynbóta- hross úr ræktun og í eigu Skagfirðings, gefinn af Sveini Guðmundssyni, hlaut blær frá Miðsitju. Kraftsbikarinn er veittur þeim knapa sem nær bestum árangri við sýningu kynbótahrossa á árinu og er hann gefinn af Eymundi Þórar- inssyni. Kraftsbikarinn í ár hlaut Bjarni Jónasson. Ófeigsbikarinn er gefinn af Ófeigsfélaginu. Er hann veittur ræktunarbúi Skaga- fjarðar og voru það Sauðár- rókshestar sem hlutu hann í ár. Eftirfarandi stóðhestar hlutu verðlaun í hverjum flokki: (engar fjögurra vetra hryssur komu til dóms á árinu). 4 VETRA STÓÐHESTAR: Stormur frá Stokkhólma, í eigu Einars Ólafssonar og Önnu S. Sigmundsdóttur. Pílatus frá Þúfum, í eigu Mette Camille Moe Mannseth. Bandvöttur frá Miklabæ í eigu Agnars Gunnarssonar og Ingimars Jónssonar. 5 VETRA STÓÐHESTAR: Mjöður frá Hofi á Höfðaströnd í eigu Hofstorfunnar slf. Örn frá Brimnesi, í eigu Carsten Lissau/ Vesturkots ehf. Hlekkur frá Ytra-Vallholti, í eigu Vallholts ehf. 5 VETRA HRYSSUR: Stekkja frá Brimnesi, í eigu Ólafs Bjarna Andréssonar. Þórdís frá Prestsbæ, í eigu Ingu og Ingars Jensen / Prestsbær Sara frá Stóra-Vatnsskarði, í eigu Hans Þórs Hilmarssonar. 6 VETRA STÓÐHESTAR: Hlekkur frá Saurbæ, í eigu Péturs Arnar Sveinssonar og Heiðrúnar Óskar Eymundsdóttur. Styrkur frá Stokkhólma, í eigu Einars Ólafssonar og Rúnar F. Rúnarsson. Svaði frá Hólum, í eigu Torsten Reisinger og Carolin Winter. 6 VETRA HRYSSUR: Sólrún frá Veðramóti, í eigu Anne Jarvinen. Kátína frá Ytra-Vallholti, í eigu Vallholts ehf. Bylgja frá Sauðárkróki, í eigu Péturs Vopna Sigurðssonar og Sigríðar Pétursdóttur. 7 VETRA HRYSSUR: Hnota frá Stóra-Vatnsskarði, í eigu Nicole Pfau. Birta frá Laugardal, í eigu Magnúsar B. Magnússonar og Þorvarðar Björgúlfssonar. Þota frá Prestsbæ, í eigu Ingu og Ingars Jenssen/ Prestsbær ehf. 7 VETRA STÓÐHESTAR: Sálmur frá Ytra-Skörðugili, í eigu Kine Nordbrekken. Nökkvi frá Syðra-Skörðugili, í eigu Nökkvafélagsins ehf. Blær frá Miðsitju, í eigu Miðsitju ehf./ Tryggva Björnssonar. /KSE Bjarni Jónasson, knapi ársins, ásamt dóttur sinni. MYND: RÓSA VÉSTEINSDÓTTIR

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.