Feykir


Feykir - 03.12.2015, Blaðsíða 9

Feykir - 03.12.2015, Blaðsíða 9
46/2015 9 Heilir og sælir lesendur góðir. Í síðasta þætti spurði ég um höfund vísunnar Ævinnar um sóknarsvið, sem þar birtist. Hef nú fengið upplýsingar frá góðum hagyrðingi og unnanda þessa þáttar úr Skagafirði sem telur vísuna vera eftir mann sem á fyrstu áratugum síðustu aldar var þekktur undir nafninu Fornólfur. Efast ég ekki um að það sé rétt. Þegar ég fór að hugsa málið nánar mundi ég eftir því að eitt sinn reyndar fyrir margt löngu er ég dvaldi stóra gleðskaparhelgi í Reykjavíkurhreppi var ég svo heppinn að kynnast konu sem ég fékk að gista hjá í tvær nætur. Þegar við skildum gaf hún mér lítið kver sem í eru 100 vísur, og hefur það alla tíð verið mikill fjársjóður í mínum huga. Er það prentað í Ísafoldarprentsmiðju 1934. Var það rétt munað hjá mér að í því væru prentaðar eftirfarandi vísur undir höfundarnafninu Fornólfur. Stefni að þér darra-dríf duga er best og þegja. Annað hvort er þér ætlað líf eða þá að deyja. Æ er voðinn einhvers vís um þótt snöggvast kyrri. Óðar boðinn annar rís óskaplegri en fyrri. Hef nú reyndar fundið út að á bak við þetta skáldaheiti mun hafa verið fræðimaðurinn dr. Jón Þorkelsson. Í þessu að mér finnst dýrmæta kveri er þessi kunna vísa og sagt við birtingu hennar að alls ekki sé hægt að segja um fyrir víst eftir hvern hún er. Við skulum ekki hafa hátt hér er margt að ugga. Ég hef heyrt í alla nátt andardrátt á glugga. Ein hringhenda sem mörgum er örugglega kunn kemur hér úr þessu ágæta kveri, en þar talið alls ekki hægt að vita hver höfundur hennar er. Veröld fláa sýnir sig sífellt spáir hörðu, flest öll stráin stinga mig stór og smá á jörðu. Hressum okkur þá næst með þessu heilræði Benedikts Gíslasonar frá Hofteigi. Það mun ekki ganga greitt giftu þína að skapa, ef þú vogar aldrei neitt eða kannt að tapa. Benedikt reynir að hughreysta þá sem ekki sjá alltaf vonir sína rætast í næstu vísu. Víst er ekki vanda að sjá vonir sínar deyja, en ég held menn óski þá einna helst að þegja. Vísnaþáttur 654 Þrátt fyrir þessa staðreynd mun Benedikt ekki hafa talið rétt að láta slíkt andstreymi á sig fá eftir þessari vísu hans að dæma. Bera mun ég bjarta lund böl þótt lífið geymi. Aldrei nema stutta stund stend ég við í heimi. Það mun hafa verið Jón Jónsson frá Hvoli sem orti svo magnaða hringhendu eftir að hafa virt fyrir sér kvittun fyrir rándýrri húsaleigu. Ljótt er vaf um línurnar liggja í kafi dáðir, allir úr drafi ágirndar eru stafir skráðir. Ekki þarf að líða langt fram á vetur þegar fara að birtast alltof mörg spor eftir þann varg er við sauðfjárbændur óttumst hvað mest. Sá kunni læknir Hjálmar Freysteinsson lýsir svo reynslu sinni í næstu limru. Á leið heim af mannanna móti mætti ég tófu á grjóti. Þar glennti hún sig og gaggaði á mig. Hæ, kemurðu í kapphlaup ljóti? Nafni hans Davíð Hjálmar fékk af þessu tilefni ágætt yrkisefni. Hann er ekki genginn af göflum þótt göslist í urðum og sköflum saddur og hýr og sjái einhver dýr -en nú er hann nafni á töflum. Eftir þetta ágæta limrugrín er gott að rifja upp þessa sönnu haustvísu frá fjallaskáldinu. Fölnar rós og bliknar blað á birkigreinum, húmar eins og haustar að í hjartans leynum. Kannski finnst ykkur góðu vinir að full þungt sé að verða yfir þessum þætti en mig langar samt til að birta hér eina vísu enn sem kom allt í einu í huga minn í dag og ég hef kunnað lengi. Minnir að hún sé eftir hinn magnaða snilling Pál Ólafsson. Mitt er ævi komið kvöld. Kvíði ég engan veginn, að kveðja þessa kuldaöld og koma hinu megin. Gefum okkur öllum von um bjarta tíma þrátt fyrir skammdegismyrkur nú um sinn. Gleðjumst í lok þáttar með þessari fallegu bjartsýnisvísu mannvinarins góða frá Skagaströnd, Kristjáns Hjartarson. Drottning lífs á lofti bláu leiðir yl um strönd og voga. Brosir móti heiði háu húnvetnsk jörð í sólarloga. Verið þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) kristin@feykir.is Elsku Skagafjörður, ég er svo óendanlega þakklát fyrir að hafa alist upp „út á landi“ eins og sumir segja, að koma úr svona litlu en sterku bæjarfélagi er ólýsanlegt. Ég flutti að heiman 16 ára gömul til Akureyrar til að stunda nám við Menntaskólann á Akureyri og svo 20 ára flutti ég til Hafnarfjarðar og hóf nám við Háskóla Íslands. Einhvernvegin sama hvar maður er eða hvert maður fer þá getur maður alltaf rekist á Skagfirðinga og það klikkar aldrei, alltaf er manni heilsað. Í nútíma samfélagi snýst allt um sambönd, hvort sem það er á vinnu- eða leigumarkaðnum eða einhverju öðru. Það skiptir öllu máli að hafa góð sambönd og þá kemur sér vel að vera frá svona þéttu og góðu bæjarfélagi. Að finna sér íbúð eða vinnu á höfuðborgarsvæðinu getur verið mjög erfitt, eiginlega bara virkilega erfitt þ.e. góða íbúð á sanngjörnu leiguverði eða vel borgaða Rakel Rós Ágústsdóttir frá Sauðárkróki skrifar Heima er best! ÁSKORENDAPENNINN UMSJÓN kristin@feykir.is vinnu. Þá kemur sér vel að þekkja einhvern sem þekkir einhvern, samböndin sko! Ég fékk bæði íbúðina sem ég leigi og vinnuna með skóla, í gegnum sambönd. Einhvers- staðar las ég líka að yfirmenn sækjast frekar eftir því að ráða fólk utan af landi. Einnig er það annað með það að alast upp í svona litlu samfélagi, það er að það er alveg ótrúlegt hvað maður finnur fyrir mikilli samstöðu. Það þekkja allir alla og alltaf hægt að treysta á náungan. Vissulega hefur það sína kosti og galla að allir þekki alla en sama hvað bjátar á, þá standa svona sveitarfélög þétt saman. Það skiptir einhvernvegin ekki máli hvort það sé stuðningur við íþróttafólkið okkar, tónlistarfólk eða bara annað fólk sem skarar fram úr á einhvern hátt, eitt sameinar þau öll og það er Skagafjörður. Til dæmis, Axel Kárason með körfuboltalandsliðinu, Þóranna Sigurjónsdóttir með landsliðinu í frjálsum íþróttum, hljómsveitin Úlfur Úlfur eða Ellert og Sigvaldi í The Voice og svo margir fleiri. Ég vil einnig koma inná annað, en það er þegar eitthvað kemur fyrir, slys, veikindi eða fráföll. Allir eru tilbúnir að leggjast á eitt og aðstoða viðkomandi, með styrkjum, kökubösurum eða á annan hátt. Sjálf hef ég og mín fjölskylda reynslu af þessu og erum við óendanlega þakklát fyrir allt og alla. Allstaðar þar sem maður kemur, hvort sem það í klippingu, í bankanum eða Skaffó, þá er spurt hvernig hafi þið það, er eitthvað sem ég get gert fyrir ykkur? Þetta er ómetanlegt. Þetta er ekki sjálfsagt og hef ég ekki enn tekið eftir svona þéttu samfélagi annars staðar en kannski er alltaf allt best heima? - - - - - Rakel Rós skorar á Perlu Rós Sæmundsdóttir að taka við pennanum. Samið við nýtt hesta- mannafélag Uppbygging reiðvega Drög að samningi á milli Sveitarfélagsins Skaga- fjarðar og Flugu, nýstofnaðs sameinaðs hestamanna- félags í Skagafirði, um uppbyggingu reiðvega í sveitarfélaginu var lagður fyrir Umhverfis- og sam- göngunefnd sl. föstudag. Um er að ræða samning sem gildir fyrir árin 2016 til 2020. Að sögn Indriða Þ. Einars- sonar mun hið nýja hesta- mannafélag, sem tekur til starfa í byrjun næsta árs, í samvinnu við veitu- og fram- kvæmdasvið, ákveða í hvaða reiðvegi í sveitarfélaginu fjár- mununum verður varið, í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins. Nefndin sam- þykkti samninginn og í fundargerð segir að tilvonandi uppbyggingu reiðvega um sveitarfélagið sé fagnað. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.