Feykir


Feykir - 03.12.2015, Side 2

Feykir - 03.12.2015, Side 2
2 46/2015 Mikið hefur verið rætt um umburðarlyndi gagnvart alls kyns trúarbrögðum, kynþáttum, kynhneigð og bara hvers kyns lífsskoðunum og lífsháttum fólks. Sjálf tek ég heilshugar undir slíkt, enda fátt sem veldur mér meiri gremju en fordómar og óréttlæti. Ég hef þó velt því töluvert fyrir mér undanfarið hvort umburðarlyndi gagnvart trúar- brögðum sé gengið það langt að við umberum ekki orðið okkar eigin þjóðtrú. Nú berast endalausar fregnir af því að skólabörn megi helst ekki fara til kirkju og við liggur að sett sé nálgunarbann á presta gagn- vart skólahúsnæði. Ég kalla það orðið gott ef þeir mega sækja sín eigin börn í skólann þar sem verst lætur. Allavega tæplega með krag- ann um hálsinn. Sjálf er ég nú ekki nema í meðallagi trúrækin kona. Er að vísu alin upp á kirkjustað og eiginmaðurinn líka, auk þess sem við bjuggum örskammt frá kirkju í mörg ár. Synir okkar lærðu bænirnar, voru fermdir að eigin ósk, og fóru í kirkju ef þeir höfðu þolinmæði til og gátu setið kyrrir – sem reyndar var óþarflega sjaldan. Í nokkur ár kenndi ég líka kristinfræði – meðan það mátti – en ég kenndi líka um önnur trúarbrögð og fannst lítið mál að gera það á hlutalausan hátt. Þegar ég fer erlendis kynni ég mér gjarnan trúarbrögð þarlendra, líkt og annan part af menningu viðkomandi þjóðar. En nú er svo komið að þúsund árum eftir að við Íslendingar tókum kristni virðumst við ætla að skila henni aftur. Það virðist vera orðið feimnismál að umgangast trúna sem mikill meirihluti landsmanna aðhyllist og ætla mætti að öll umræða um hana gæti stórskaðað börn á skólaaldri. Svo rammt kveður að þessu tabúi að ég stóð mig að því að skila Gyðingakökunum í Skaffó um daginn og kaupa frekar vanilluhringi. Get enda ekki ímyndað mér annað en þessar kökur verða fljótlega bannaðar og hljóti sömu örlög og kristinfræðibækur í grunnskólum landsins eða galdraritin á hinum myrku miðöld-um. Alla vega ætla ég ekki að láta henda mér á bálið þegar þar að kemur. Ég viðraði þessar áhyggjur mínar við vini mína á snjáldur- skinnu á dögunum og lýstu menn þá áhyggjum sínum af ýmsum fleiri tegundum og fyrirbærum. Ég gef mér að til að koma í veg fyrir kynþáttafordóma hafi negrakossar fyrir löngu verið bann- aðir. Dómar í kynferðisafbrotamálum sína líka svo um verður vikist að sveinki gæti átt rétt á bótum vegna þeirrar áreitni sem hann hefur í gegnum árin orðið fyrir af hálfu mömmunnar. Af sömu ástæðum má gera ráð fyrir að ekki þyki við hæfi að leggja sér ástarpunga til munns öllu lengur. Get heldur ekki ímyndað mér að jafnréttissinnar gúdderi mömmukossar til lengdar, hvað þá að samkynhneigðir bekenni að mamma sitji ein að því að kyssa jólasveininn. Húsmóðirin á Skagaströnd sem hingað til hefur bakað Siggakökur, Magnúsar-sælu og Bjössabollur gæti líka átt á hættu að fá mannanafnanefnd upp á móti sér. Síðast en ekki síst getur það varla samræmst jafnrétti gagnvart trúarbrögðum að menn standi á krossgötum í lífinu, enda hlýtur þetta helsta tákn kristinnar trúar að vera jafnhættulegt og kirkjuferðir grunnskólabarna. Kristín Sigurrós Einarsdóttir, blaðamaður Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176, 694 9199 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Má ekkert lengur? Fluga fékk flest atkvæði Nýtt nafn komið á sameinað hestamanna- félag í Skagafirði Sameiningarnefnd skag- firsku Hestamannafélag- anna fundaði í síðustu viku og samkvæmt vef Léttfeta var farið yfir atkvæða- greiðslu um nafn hins nýja félags. Niðurstaðan varð sú að nafnið Fluga fékk flest atkvæði og mun hið nýja félag því bera nafnið Fluga. Samkvæmt vefnum geng- ur önnur vinna nefndarinnar vel. Margt þarf að skoða en flest mál eru þó að taka á sig skýrari mynd. /BÞ Selma og Tómas kaupa Vídeósport Kaffi Krókur, Mælifell og Ólafshús skipta um eigendur Gengið hefur verið frá sölu á veitinga- og skemmtistöð- unum Kaffi Krók, Mælifelli og Ólafshúsi á Sauðárkróki. Það eru þau Selma Hjörvarsdóttir og Tómas Árdal sem kaupa staðina af Kristínu Elfu Magnúsdóttur og Sigurpáli Aðalsteinssyni, en fyrirtæki þeirra, Vídeósport, hefur rekið þessa staði um árabil. Fyrir eiga þau Selma og Tómas Arctic Hotels á Sauðárkróki. Tómas sagði í samtali við Feyki í síðustu viku að þau tækju við Kaffi Krók, Mælifell og Ólafshúsi um áramót. Hann sagði ekki stefnt á neinar sér- stakar breyt-ingar á rekstrinum til að byrja með, enda hefði rekstur þessara staða verið með miklum ágæt-um. „Þó eru geta alltaf orðið einhverjar breyt- ingar með nýju fólki, það verður bara að koma í ljós. Við teljum þetta góða viðbót við okkar rekstur og þetta leggst bara vel í okkur,“ sagði hann. /KSE Snorra Evertssyni þakkað framlag sitt til mjólkurvinnslu Mjólkursamlag KS 80 ára Á mánudaginn færði stjórn KS Snorra Evertssyni, f.v. samlagsstjóra hjá Mjólkur- samlagi KS, skrautritaðan Íslandsatlas, sem sérstakar þakkir fyrir mikilvægt framlag sitt við að auka og efla mjólkurframleiðslu og mjólkurvinnslu. Var tilefnið 80 ára afmæli samlagsins. Snorri hóf störf hjá samlaginu frá 1959. „Ég byrjaði að vinna þarna fermingarárið mitt og var þá meðal annars að tæma brús- ana,“ sagði Snorri þegar blaða- maður Feykis lagði leið sitt í samlagið til að smella af mynd- um í tilefni þessara tímamóta. Snorri vann síðan hjá Sam- laginu í fimm ár, þar til hann fór til náms í mjólkurfræði í Noregi. Hann kom aftur á Sauðárkrók árið 1969 og starfaði hjá sam- laginu æ síðan. Frá árinu 1983 var hann samlagsstjóri í 30 ár, en hefur þó verið viðloðandi síðan hann lét formlega af störfum fyrir tveimur árum. /KSE Gert ráð fyrir skólahaldi á Borðeyri út skólaárið 2017-18 Húnaþing vestra Gert er ráð fyrir að skólahald á Borðeyri verði óbreytt frá 1. janúar á næsta ári og út skólaárið 2017-2018, samkvæmt bókun sveitar- stjórnar Húnaþing vestra frá 26. nóvember. Er það miðað við þær forsendur að nemendafjöldi haldist innan þeirra viðmiða sem reiknað er með á þessu tímabili. „Vilji sveitarstjórnar stendur til þess að halda áfram skólastarfi á Borðeyri en með áframhaldandi fækkun nemenda verður grund- völlur þess sífellt minni, bæði ef horft er til kostnaðar en einnig ef hafðir eru í huga félagslegir hags- munir nemenda,“ segir í bókun sveitarstjórnar frá fundinum. Þar segir einnig að ef breyt- ingar verði á nemendafjölda til þess tíma verði fyrirkomulag skólastarfs á Borðeyri endur- skoðað. Að þeim tíma loknum verður metið hvernig skólahaldi verður best fyrirkomið í fram- haldinu. Samkvæmt tillögum sviðs- stjóra fjölskyldusviðs og skóla- stjórnenda grunn- og leikskóla að breyttu rekstrarfyrirkomulagi grunn- og leikskóla að Borðeyri verður kennt í þrjá daga á viku á Borðeyri og tvo daga á Hvammstanga. Leikskóli verður lokaður á föstudögum, auk fimmtudaga eins og nú er. /KSE Áform um lagfæringar á Blöndubrú Blönduós Samkvæmt frétt á vef Húnahornsins þann 17. nóvember áformar Vegagerðin að lagfæra og bæta þjóðveginn í gegnum Blönduós og Blöndubrú. Endurnýja á gólf brúarinnar og setja á hana nýtt handrið. Áætlaður kostnaður nemur um 30 milljónum króna. Samhliða framkvæmd- unum verður vegurinn beggja megin við brúna breikkaður og er áætlaður kostnaður við það um 10 til 15 milljónir króna. Engin ákvörðun hefur verið tekin um tímasetningu fram- kvæmda en þær eru háðar því að fjármagn fáist í nýrri samgönguáætlun, segir í frétt á Húnahorninu. Þar segir ennfremur að á fundi sveitarstjórnar Blöndu- ósbæjar í október hafi verið rætt um þessa framkvæmd, sem og mögulega göngubrú neðan núverandi Blöndu- brúar, en frumkostnaðar- áætlun við hana var um 80 milljónir. Þá var rætt um gömlu brúna og aðkomu Vegagerðarinnar að því að sandblása hana og mála ásamt því að setja hana upp og ganga frá brúargólfi ef hún yrði sett upp við Hrútey. /KSE Snorri ásamt mjólkurfræðingum samlagsins. Frá vinstri: Hilmar Baldursson, Jón Þór Jósepsson, Snorri Evertsson, Helgi Ragnarsson og Svavar Sigurðsson. MYND: KSE

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.