Feykir


Feykir - 03.12.2015, Blaðsíða 7

Feykir - 03.12.2015, Blaðsíða 7
46/2015 7 „Ég er spenntur, vongóður og þakklátur,“ sagði Sigvaldi, aðspurður um hvernig úrslitakvöldið legðist í hann, þegar Feykir sló á þráðinn til hans í vikunni. Hann segist hafa verið meira og minna fyrir sunnan vegna æfinga undanfarnar vikur, en æfingar og útsendingar fara fram í Atlantic studios í Ásbrú í Reykjanesbæ. Hann hefur þó gefið sér tíma til að skreppa norður og syngja, tók á dögunum þátt í barnatón- leikunum Frá Ara til Alladín í Miðgarði og söng á Kirkju- torgi um síðustu helgi þegar ljós voru tendruð á jólatrénu á Króknum. Sigvaldi hefur búið í Skagafirði nánast alla ævi, fyrir utan tæpt ár sem hann bjó í Skotlandi um fjögurra ára aldur. Hann er sonur þeirra Gunnars Rögn- valdssonar frá Hrauni á Skaga, sem nú er staðarhaldari á Löngumýri og búsettur þar, og Laufeyjar Jakobsdóttur sem er frá Hallfreðarstaðahjáleigu á Hróarstungu, en búsett á Egils- stöðum. Sigvaldi gekk í Varmahlíðar- skóla og fór síðan í Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, og útskrifaðist þaðan sem stúdent síðasta vor. Í vetur hefur Sigvaldi starfað hjá K-Tak á Sauðárkróki, svona utan þess sem hann hefur verið fyrir sunnan vegna æfinga og segist mjög þakklátur fyrir hve sveigjanlegir vinnuveitendurnir hafa verið varðandi þessa fjarveru. Einhvern tímann í framtíðinni er svo planið að fara í háskólann, en hann segist ætla að fylgja eftir þeim tækifærum sem hljótast af þátttöku í keppn- inni og einbeita sér að söngnum á næstunni. Sigvaldi segist hafa skráð sig í keppnina í framhaldi af því að svokallaður agent hafði sam- band við hann símleiðis og bauð honum að vera með. Hann var þá á ferðinni skammt frá Blöndu- virkjun vegna vinnu sinnar og alveg að detta úr símasambandi. Það var því lítill tími til að ákveða sig, raunar aðeins fáeinir klukku- tímar en Sigvaldi sér ekki eftir þeirri ákvörðun. Hann lætur vel af skipulagi og fyrirkomulagi keppninnar: „Söngvurunum líður vel. Það er hugsað mjög vel um okkur, frábært fólk er að stjórna þessu og lætur okkur vita um leið og það gerist eitthvað nýtt. Sagafilm á hrós skilið fyrir það,“ segir hann. En skyldi hann hafa átt von á að ná svona langt? „Nei, í rauninni ekki, ég vissi að það væri hæfi- leikríkt fólk út um allt land. Þessi keppni er öðruvísi að því leyti að það eru bara góðir söngvarar sem taka þátt, það er enginn falskur og kann ekki að syngja og það er ekki gerður heill þáttur um fólkið sem að fer að gráta af því það komst ekki áfram.“ Sam- keppnin er hörð og aðspurður um erfiðasta keppinautinn segir Sigvaldi að þarna séu einungis mjög góðir söngvarar, bæði þeir sem eru farnir og þeir sem eftir eru. „Svo er þetta líka pólitík og vinsældakosning,“ segir hann. „Maður verður að vanda sig hvað maður spilar á þorrablótunum“ Sigvaldi segist hafa byrjað að syngja opinberlega sem ungl- ingur. „Fyrsta minningin frá því að vera að syngja fyrir fólk var í stórafmælisveislu hjá afa, þá hef ég væntanlega verið í 9. bekk.“ Um svipað leyti kom forsetinn í heimsókn í Varmahlíðarskóla og þá var Sigvaldi beðinn að syngja. „Ég man að hann sagði, þegar ég var búinn að spila fyrir hann lagið Reyndu aftur: „Já, þú ert nú bara næsti Bubbi Íslands,“ en hann hefur líklega sagt það við langflesta.“ Einnig segist Sigvaldi hafa komið fram þegar verið var að vígja sundlaugina á Hofsósi og hann komst einnig í undan- keppni Söngkeppni framhalds- skólanna sem fulltrúi FNV. Hann segir að stærsta giggið, áður en hann fór í Voice, hafi verið þátttaka í Sönglögum í Sæluviku í Miðgarði og Sælu- vikutónleikunum í maí sl. í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. „Þá var maður að syngja með Matta Papa, Jógvan, Birgittu Haukdal, Kristjáni Gísla og Ölmu Rut og þessum þjóðþekktu söngvurum. Ég tók líka þátt í Drangey Music Festival og það var mjög gaman. Svo eru þorrablótin dálítið stórt dæmi,“ segir hann. „Maður verður að vanda sig hvað maður spilar á þorrablótum svo allir fái eitthvað við sitt hæfi.“ Athygli vakti að Sigvaldi spilaði sjálfur á gítar í undan- úrslitunum, en gítarinn er hans helsta hljóðfæri þó hann hafi lært á þau nokkur. „Ég var í tónlistarskóla, byrjaði að læra á hljómborð en ég nennti aldrei að æfa mig svo ég var settur á blokkflautuna en nennti heldur ekki að æfa mig á hana. Þá var ég settur á trommur og spilaði á þær í þrjú eða fjögur ár. Eftir það fór ég að spila á gítar í þrjá og hálfan vetur og svo einn vetur í píanónám. En ég hef ekki verið í tónlistarnámi síðan ég útskrif- aðist úr grunnskóla,“ rifjar hann upp fyrir blaðamanni. Að sögn Sigvalda hefur alltaf verið mikil tónlist í kringum hann, en pabbi hans gerir töluvert af því að koma fram og syngja og spila fyrir fólk, meðal annars á Löngumýri. Þar hefur Sigvaldi einnig spilað fyrir hópa sem þar dvelja, svo sem eldri borgara og bútasaumskonur. Hann segist einnig eiga frændur í móðurætt sem eru mikið í tónlist. Þá nefnir hann að Einar Þorvaldsson og Stefán Gíslason hafi hvatt sig áfram. „Ég hef alltaf sótt í fólk sem spilar tónlist og syngur. Í nokkur ár hefur Sigvaldi verið í Hljómsveit kvöldsins, ásamt þeim Reyni Snæ Magnússyni, Jóni Gesti Atlasyni, Jóni Þór Þorvaldssyni og Alex Má Sigurbjörnssyni. Aðspurður um hvort hann hafi verið búinn að velja þjálfara fyrirfram segist Sigvaldi hreint ekki hafa verið viss um að kom- ast áfram í blindprufunum svokölluðu. „Ég var ekkert viss um ég færi áfram, að það myndi einhver snúa sér við, þannig að ég ætlaði í rauninni bara að velja þann þjálfara sem myndi snúa sér við. En þá snéru þrír sér við og þá vandaðist málið aðeins. En ég er alveg klár á því að ég hafi valið hárrétt, það er bara þannig. Það er frábært að vinna með Sölku og liðið mitt er alveg frábært. Þetta er búið að vera mjög gaman. Maður vildi velja rétt og ég er alveg handviss um að ég hafi gert það.“ Sigvaldi er vongóður um að þátttakan í keppninni eigi eftir að skapa honum einhver tæki- færi, hver sem úrslitin verða. „Ég vona að fólk eigi eftir að hafa samband þegar það er búið að sjá hvers ég er megnugur. Vonandi er fólk í tónlistar- bransanum að fylgjast með manni líka. Maður vonast eftir að geta starfað í tónlist í fram- tíðinni, alla vega til hliðar, og vonandi sem aðalstarf. Maður bara fylgir þessu og sér hverju verður kastað að manni.“ Sem fyrr verður Sigvaldi með gott stuðningslið í salnum á föstudagskvöldið. Hann segist verða mikið var við góðan stuðning úr Skagafirði. „Það er mitt heimahérað og maður gleymir ekki uppruna sínum. Mig langar að þakka vinnu- veitanda mínum og öllum í Skagafirði fyrir stuðninginn, einnig fjölskyldunni og umburð- arlyndri kærustu minni, það er þeim að þakka að ég er ekki farinn heim ennþá,“ sagði hann að lokum. Sigvaldi einbeittur í The Voice Ísland. Malen Áskelsdótttir til vinstri, Sigvaldi og kærastan hans, Bergrún Sóla Áskelsdóttir komu frá á Drangey Music Festival í sumar. MYND: ÓAB „Spenntur, vongóður og þakklátur“ Sigvaldi Helgi Gunnarsson Sigvaldi með systkinum sínum; Dagnýju og Jakobi. MYND: ÚR EINKASAFNI

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.