Feykir


Feykir - 03.12.2015, Blaðsíða 8

Feykir - 03.12.2015, Blaðsíða 8
8 46/2015 Skagfirðingar gerðu það gott á Bikarmóti IFBB Vaxtarrækt Bikarmót IFBB í fitness, vaxtarrækt og módelfitness fór fram í nóvember. Um 90 keppendur kepptu á mótinu sem fór fram í Háskólabíói, þar á meðal voru tveir Skagfirðingar sem komust á verðlaunapall, þeir Gunnar Stefán Pétursson og Elmar Eysteinsson. Keppt var í sex keppnisgreinum og varð Gunnar Stefán Pétursson frá Sauðárkróki bikarmeistari unglinga í vaxtarrækt. Gunnar er sonur Péturs Inga Björnssonar og Regínu Jónu Gunnarsdóttur. Elmar Eysteinsson frá Laufhóli hafnaði í þriðja sæti í Fitness karla. Elmar er sonur Eysteins Steingrímssonar og Aldísar Guðrúnar Axelsdóttur. Þess má geta að unnusta Elmars, Aníta Rós Aradóttir, sem gerði það einnig gott á mótinu og varð Gunnar Stefán Pétursson (t.v.) varð bikarmeistari unglinga í vaxtarrækt og Elmar Eysteinsson varð í þriðja sæti í Fitness karla. enginn meira við mér en hann. Annars held ég mikið upp á ungu Tindastólsleikmennina í körfunni, áræðnir og ekki hræddir við neitt. Leikmenn að mínu skapi. Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Flest sem ég geri, ég er ekki látinn gera það sem ég geri ekki betur en aðrir. Hvert er snilldarverkið þitt í eld- húsinu? Örugglega uppvaskið. Hættulegasta helgarnammið? Lakkrís og Nóa Rjómasúkkulaði. Hvernig er eggið best? Spælt og linsoðið með kavíar. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Veikleikarnir. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óheiðarleiki. Uppáhalds málsháttur eða til- vitnun? Fátt er svo með öllu illt að það boði ekki eitthvað gott. Þú átt að hata að tapa en ekki tapa lærdómnum af því að tapa. Hver er elsta minningin sem þú átt? Íbúðin í bílskúrnum sem við bjuggum fyrst í ég, mamma og pabbi. Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Mörgæsirnar frá Mada- gaskar. Finnst alltaf skemmtilegast í félagsskap með öðrum og á nokkra svona hópa sem líkjast þeim. Helst þó Ljóskan og Spilaklúbburinn Þórunn sem og lærdómshópurinn Kim. Hvaða fræga manneskja mundir Hvernig nemandi varstu? Afskap- lega þægilegur, efast jafnvel um að kennarar muni eftir mér... Hvað er eftirminnilegast frá ferm- ingardeginum? Hárgreiðslan Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Atvinnumaður í knatt- spyrnu. Hvað hræðistu mest? Úff er hræddur maður í eðli mínu og get ekki gert upp á milli þeirra atburða sem gætu gerst og ég hræðist mest. En svo ég nefni eitthvað þá hræðist ég stundum Kristbjörgu Kemp deildarstjóra í Árskóla. Besti ilmurinn? Ég elska ilminn af góðum bakstri. Konuilmurinn er góður en ég nota Code frá Armani á kvöldin. Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Eins og með flest annað í mínu fari þá á fólk örugglega eftir að hrista hausinn þegar ég segi frá þessu. Til skiptis hlustaði ég á Pearl Jam, Celine Dion og Enyu. Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí? Listen To Your Heart með Roxette ;o) Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Fótbolta og körfubolta. Besta bíómyndin? Ég held að Forrest Gump hafi vinningin á Braveheart og Shawshank Redemtion. Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Í dag er það Gunnar Nelson. Það hreyfir ( RABB-A-BABB ) oli@feykir.is NAFN: Guðjón Örn Jóhannsson. ÁRGANGUR: 1975, jafngamall Begga og Bohemian Rapsody. FJÖLSKYLDUHAGIR: Kvæntur Gilsaranum úr Tröð, Önnu Leu Gests- dóttur, og á þrjár dætur með henni. BÚSETA: Hólatún 2 Sauðárkróki. HVERRA MANNA ERTU OG HVAR UPP ALINN: Ég er sonur mömmu og pabba sem koma frá Akranesi og Drangsnesi á Ströndum. Ég er alinn upp á Suðurnesjum, nánar tiltekið í Garðinum, fram til átta ára aldurs, og í Keflavík eftir það til 20 ára aldurs. STARF / NÁM: Íþróttafræðingur með UEFA A knattspyrnuþjálfara- réttindi. Er einnig menntaður húsamálari og má kalla mig svein í þeirri grein. Ég starfa við áhugamálið mitt, íþróttir, kenni þær í Árskóla og þjálfa knattspyrnu hjá Tindastóli. En aðalatvinna mín í dag er verkefnastjórn Vinaliðaverkefnisins þar sem ég þvælist um landið með Gesti samstarfsmanni mínum og fæ fyrirmyndarkrakka í lið með okkur til að setja upp leikjastöðvar í frímínútum á skólalóðinni og bjóða svo öllum að vera með. Við vinnum svo í sameiningu að því að sporna gegn einelti. HVAÐ ER Í DEIGLUNNI: Jólin og afmælisferðin til Englands þar sem ég ætla að sjá þrjá fótboltaleiki með æskuvinum af Suður- nesjunum. Gaui þú helst vilja vera? Brad Pitt eða George Clooney af því að Anna Lea er svo hrifin af þeim. Hver er uppáhalds rithöfundurinn þinn? Íslenskir: Arnaldur, Stefán Máni. Erlendir: Jo Nesbo, Johan Grisham Orð eða frasi sem þú notar of mikið? Hvar er Gestur? Hver var mikilvægasta persóna síðustu 100 ára að þínu mati? Það hlýtur að vera Konni, hann er búin að kenna öllum. Siggi Jóns fylgir honum fast eftir. Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu? Ég færi líklega aftur til 1996 til að velja annan lífstíl. Tæki samt fjölskylduna með... Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Þar sem Gestur vinur minn heldur því fram við mig að heimaslóðir mínar sé skítaplaeis þá myndi ég kannski kalla mína sögu: „Úr öskunni í eldinn.“ Framlenging: Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá fær- irðu... Las Vegas Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyði- eyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Tennisbolta til að nudda mig, blakbolta til að tala við og fót-bolta til að leika mér við. Ef fjórði fengi að koma með þá yrði það sólarvörn. Nefndu eitthvað þrennt sem þér finnst þú mega til að gera áður en þú gefur upp öndina: Stýra fótbolta- æfingu við boðlegar æfingaaðstæður hjá félaginu mínu Tindastól. Renna mér í vatnsrennibraut nýju sundlaug- arinnar á Sauðárkróki og syngja dúett með Ægi í splúnku nýju og vel heppnuðu menningarhúsi á Sauðár- króki. bikarmeistari í módelfitness, á einnig ættir að rekja til Skagafjarðar. Hún er dóttir Ara Sævars Michelsen, sonar Aage Valtýrs Michelsen frá Sauðár- króki. Auk þess að verða bikarmeistari sigraði Aníta heildarkeppnina á mótinu milli sigurvegara í bikiniflokki og fór því heim með „Overall Champion“ bikarinn. /BÞ Færðu endurhæfingu glæsilegt hlaupabretti Velunnarar Heilbrigðisstofnunarinnar Nýlega barst endurhæfingu Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki vegleg gjöf frá velunnurum. Söfnuðu þeir fyrir nýju hlaupabretti sem nú hefur verið komið fyrir í tækjasal, meðal annars með basar og öðrum fjáröflunum. Hópurinn samanstendur af fólki sem reglulega nýtir sér aðstöðuna í endurhæfingunni, en þar er vel útbúin innisund- laug, heitur pottur og lítill æfingasalur, með ýmsum tækjum til líkamsræktar. Not- endur sem blaðamaður hitti að máli voru almennt sammála um að aðstaðan skipti sköpum fyrir þá. „Þetta heldur manni gangandi,“ eins og einn þeirra komst að orði. Fanney Ísfold Karlsdóttir, sjúkraþjálfari við Heilbrigðis- stofnunina, sagði að starfsmenn þar væru óendanlega þakklátir fyrir gjafmildi velunnaranna, sem hefðu safnað fyrir þessu glæsilega hlaupabretti. /KSE Nokkrir fastagestir í sundlaug endurhæfingarinnar. Á bakkanum eru Fanney Ísold Karlsdóttir og Sigrún Aadnegard. MYND: KSE

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.