Feykir


Feykir - 03.12.2015, Blaðsíða 3

Feykir - 03.12.2015, Blaðsíða 3
46/2015 3 Ártorgi 1 550 Sauðárkrókur & +354 455 4500 www.ks.is Innheimtustarf Kaupfélag Skagfirðinga óskar eftir að ráða starfsmann við innheimtu. Um er að ræða fullt starf með starfsstöð á aðalskrifstofu KS. Starfssvið: • Úrvinnsla og eftirfylgni innheimtumála • Upplýsingagjöf til viðskiptamanna • Önnur almenn skrifstofustörf Hæfniskröfur: • Framúrskarandi samskiptahæfileikar og þjónustulund • Starfið gerir kröfur um sjálfstæði og nákvæm vinnubrögð • Góð þekking á Office hugbúnaði æskileg • Þekking á NAV viðskiptahugbúnaði kostur Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst Upplýsingar veitir Kristjana Jónsdóttir, skrifstofustjóri, sími 455 4517. Umsóknarfrestur er til og með 13. desember 2015. Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á kristjana.jonsdottir@ks.is Hátíðarvinastundir Aðsent > Anna Jóna Guðmundsdóttir Hátíðarvinastundir voru föstudaginn 20. nóvember 2015 á báðum stigum Ársala. Tilefnið var að halda upp á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi. Farið var þess á leit við leikskóla og aðrar skólastofnanir í landinu að finna leið til að minnast þessa viðburðar fyrir 100 árum með eftirtektarverðum hætti á árinu 2015. Eftir umhugsun og vangaveltur varð niðurstaðan sú að gera söngdagskrá fyrir vinastund þar sem sungin yrðu lög við texta eftir konur. Útbúið var hefti með nokkrum lögum eftir konur, sem æfð voru sérstaklega fyrir þetta tilefni og ákveðið að flytja þessa dagskrá föstudaginn 20. nóvember á báðum stigum Ársala. Íslenska fánanum var flaggað á Völlum og Strönd og allir sungu saman lög eftir konur. Auk þess tróðu nokkrar konur úr starfsmannahópnum upp, ein þeirra lék Elvan mín bláa á harmónikku og þrjár aðrar sungu lagið Einskonar ást. Síðan sungu tvær ungar dömur lagið Með þér og hlutu mikið klapp fyrir. Anna Jóna Guðmundsdóttir leikskólastjóri Ársala Myndir frá Leikskólanum Ársölum. MYNDIR: ÁRSALIR Crossfit 550 Viltu gefa gjafabréf á grunnnámskeið í Crossfit í jólagjöf? Þá er tækifærið núna því 4. jan byrjar nýtt námskeið – einn auka mánuður í opna tíma fylgir frítt með. Kostar 15.000 kr. - Skráning er hafin á facebook síðu Crossfit 550 eða senda e-mail á crossfitskr@gmail.com í desember ætlum við að bjóðum krökkum í 8.-9.bekk frítt í Unglingacrossfit. Tímarnir eru á þrið. og fim. kl 20:00. Hlökkum til að sjá ykkur Erna Rut og Sunna Björk Spáir risjóttu veðurfari í desember en gerir ráð fyrir að nú verði hvít jól Veðurklúbburinn á Dalbæ Þriðjudaginn 1. desember 2015 komu félagar í Veður-klúbbnum á Dalbæ saman til fundar. Fundurinn hófst kl. 14:00 með einnar mínútu þögn í virðingarskyni við nýlátinn klúbbfélaga, Gunnar Rögnvaldsson, sem var virkur í starfi klúbbsins og lagði m.a. til veðurfarsvísurn- ar, sem fylgt hafa veðurspánni á þessu ári Fundarmenn voru 13 talsins og fundinum lauk kl. 14:25. Fundarmenn voru sáttir við hvernig síðasta spá gekk í megin- atriðum eftir þó svo að snjóað hafi heldur fyrr en reiknað var með og lítilega meira en klúbb- félagar ætluðust til . Nýtt tungl kviknar 11. des- ember, kl. 10:29 í suðaustri og er það föstudagstungl. Veðurfar fimmtudag fyrir tunglkomu og mánudaginn þar á eftir er talið ráða miklu um hvernig veður verður út mánuðinn. Gert er ráð fyrir að veðurfar í desember verði risjótt. Hitastig verði svipað og var í nóvember og ekki megi búast við neinum frosthörkum, þó svo að hitastig verði að mestu undir frostmarki, sem er ekki óeðlilegt á þessum árstíma. Gert er ráð fyrir að nú verði hvít jól. Klúbbfélagar senda öllum góðar óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Einnig þakka þeir fyrir athygli sem veðurspá þeirra hefur vakið og góðar kveðjur sem klúbbnum hafa borist. Veðurvísa mánaðarins: Þó desember sé dimmur, þá dýrðleg á hann jól. Með honum endar árið og aftur hækkar sól. Með góðri kveðju og ósk um gleðileg jól. Veðurklúbburinn á Dalbæ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.