Feykir - 04.02.2016, Blaðsíða 1
BLS. 6–7
BLS. 11
Elín Gróa Karlsdóttir startar
nýjum þætti í Feyki,
Hinum aðfluttu
Runnu á mig tvær
grímur þegar
fréttir bárust af
ísbjarnakomum
BLS. 3
Anna Margrét og Kristín
Ósk hafa tekið við rekstri
Félagsheimilisins á Blönduósi
Dreymir um að
fylla húsið af lífi
Ásdís og Jón Helgi eru
matgæðingar vikunnar
Draumurinn
hennar Dísu
05
TBL
4. febrúar 2016
36. árgangur : Stofnað 1981
Frétta- og dægurmálablað
á Norðurlandi vestra
BÍLAVERKSTÆÐI
Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570
Við þjónustum bílinn þinn!
Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla,
vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun.
Íbúum í Sveitarfélaginu Skagafirði og
Akrahreppi var boðið til opins
íbúafundar á Sauðárkróki sl.
laugardag. Til fundarins boðaði
Faghópur 3, sem meta á samfélagsleg
áhrif virkjanakosta í þriðja áfanga
verndar- og orkunýtingaráætlunar, í
samvinnu við Félagsvísindastofnun
Háskóla Íslands. Að sögn Jóns Ásgeirs
Kalmanssonar, nýdoktors við H.Í. og
formanns faghópsins, var vel mætt á
fundinn, á bilinu 50–60 manns, og
sköpuðust þar góðar umræður.
Markmið íbúafundarins var að fá fram
sem gleggsta mynd af ólíkum viðhorfum
íbúa í Skagafirði til mögulegra sam-
félagsáhrifa þeirra virkjunarkosta í Skaga-
firði sem nú eru til umfjöllunar í
rammaáætlun. Fundurinn var einn af
þremur íbúafundum sem Faghópur 3 og
Félagsvísindastofnun efna til í þessum
tilgangi. Sambærilegir íbúafundir hafa
verið haldnir á Selfossi og á Kirkju-
bæjarklaustri. Jón Ásgeir segir að á
fundinum hafi þátttakendum verið skipt
niður á sjö til átta borð. Á hverju borði var
bæði umræðustjóri og ritari sem tók niður
umræðurnar, umræðustjórar fóru eftir
fyrirfram ákveðnum ramma sem sagði til
um hvað yrði rætt.
„Aðalfókusinn var samfélagsvinkill-
inn, hvaða áhrif fólk héldi að virkjanir í
Skagafirði gætu haft á samfélagið [þ.e.
Skatastaðavirkjun C, Skatastaðavirkjun D
og Villinganesvirkjun, innsk.blm.]. Svo var
líka rætt um náttúruna, atvinnu- og
efnahagsmál og ýmislegt annað, en megin
fókusinn var á hvernig fólk sæi þetta fyrir
sér fyrir samfélagið, hvort þetta væri
jákvætt eða neikvætt, samskipti og
samstöðu í sveitarfélögunum o.s.frv.,“
útskýrði Jón Ásgeir.
Aðspurður um hver hugur fólks á
fundinum hefði verið til þessara virkjana
sagði hann skoðanirnar hafi verið skiptar
eins og gengur en í lokin hafi fulltrúi hvers
hóps sagt frá umræðunum. „Þar kom
gjarnan fram að það hafi ekki verið ein-
hugur um þetta mál og að fólk hafi ekki
verið sammála. Fólk var þó sammála um
ákveðin atriði, t.d. að þeim fannst mjög
jákvætt og var þakklátt fyrir það að svona
fundur væri haldinn þar sem fólk gæti tjáð
sig og rætt um þetta efni. Einnig var fólk
sammála um að æskilegt væri að orkan
yrði nýtt í heimabyggð með einhverjum
hætti, ef af virkjun yrði, að þetta kæmi
nærsamfélaginu til góða.“
Félagsvísindastofnun mun skila skýrslu
um fundinn þar sem farið verður yfir og
greindar niðurstöður skoðunarkönnunar
sem gerð var fyrir fundinn og tengja þær
saman við þau sjónarmið sem fram komu
á fundinum. „Við í faghópnum munum
ekki raða virkjanakostunum upp í
einhverja röð útfrá samfélagsáhrifunum,
við teljum okkur ekki hafa nægar upp-
lýsingar í höndunum til þess, en þetta
verður haft til hliðssjónar geri ég ráð fyrir,“
sagði Jón Ásgeir.
Hann sagðist gera sér vonir um að
niðurstöðurnar muni liggja fyrir við lok
mánaðarins og verði aðgengilegar á vef
rammaáætlunarinnar, www.ramma.is.
/BÞ
Skiptar skoðanir um virkjanakosti
S K A G F I R Ð I N G A B R A U T 2 9 S A U Ð Á R K R Ó K I S Í M I 4 5 3 6 6 6 6
FÁÐU ÞÉR Í SVANGINN!
Nýjar vörur
Glæsilegt úrval á pier.is
Vertu vinur
okkar á
Facebook
Börn á leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki þjófstörtuðu Degi leikskólans með því að syngja fyrir gesti Skagfirðingabúðar í gær. Hefð hefur skapast fyrir því
að syngja fyrir búðargesti á þessum degi sem nú ber upp á laugardegi. Fjöldi fólks kíkti í búðina af þessu tilefni. MYND: BÞ
Opinn íbúafundur um samfélagsleg áhrif virkjanakosta í Skagafirði
Dagur leikskólans haldinn hátíðlegur
35 ára