Feykir


Feykir - 04.02.2016, Blaðsíða 3

Feykir - 04.02.2016, Blaðsíða 3
05/2016 3 FRÁ HEILBRIGÐISSTOFNUNINNI SAUÐÁRKRÓKI Fúlt að moka frosinn völlinn fyrir æfingar Knattspyrna Knattspyrnuiðkendur hjá Tindastóli eru orðnir langþreyttir á aðstöðuleysinu á Sauðárkróki. Hitalögnin undir gervigrasinu hefur verið biluð undanfarna tvo vetur og þarf því að byrja á því að moka völlinn fyrir æfingar. „Það er ekki amalegt að þjálfa svona duglegar stelpur sem vilja æfa þó svo að völlurinn sé frosin og það þurfi að moka hann fyrir æfingu. Frábær aðstaða sem knattspyrnumönnum á Krókn- um er boðið uppá,“ sagði Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir þjálfari hjá Knattspyrnudeild Tindastóls á Facebook á dögunum. /BÞ Samið við lægstbjóðanda Skjólgarður við smábátahöfn á Sauðárkróki Í fundargerð Umhverfis- og samgöngunefndar Svf. Skagafjarðar frá því í 29. janúar sl. kemur fram að tilboð í skjólgarð við smábáta- höfn á Sauðárkróki voru opnuð þann 12. janúar sl. Það var gert á sameiginlegum símafundi í Ráðhúsinu á Sauð- árkróki og Siglingasviði Vega- gerðarinnar í Reykjavík. Alls bárust þrjú tilboð í verkið og voru þau svohljóðandi: Steypustöð Skagafjarðar ehf. kr. 43.967.600.- Vélaþjónustan Messuholti ehf. kr. 24.980.680.- Norðurtak ehf. kr. 27.806.000.- Kostnaðaráætlun kr. 32.708.300.- Samið hefur verið við lægstbjóð- anda, Vélaþjónustuna Messu- holti ehf. vegna verksins. /BÞ Runnu á mig tvær grímur þegar fréttir bárust af ísbjarnakomum Í nýjum þætti, sem hefur hlotið titilinn „Hinir aðfluttu“, fáum við að kynnast þeim sem hafa flutt annarsstaðar frá á Norðurland vestra. Við fáum að heyra hvernig samfélagið kom þeim fyrir sjónir í fyrstu, hvernig gekk að aðlagast, eignast vini og þess háttar. Fyrst til að svara þættinum er Elín Gróa Karlsdóttir frá Hólmavík. Hún hefur búið á Sauðárkróki frá árinu 2008, ásamt eiginmanni sínum Guðlaugi Sighvatssyni og fimm börnum; Særós (22), Valdimar Erni (21), Auði (19), Júlíu (17) og Maríu Rut (8). Elín Gróa er forstöðumaður fyrirtækjasviðs hjá Byggðastofnun. Upprunastaður: Fædd og uppalin á Hólmavík á Ströndum en fluttist þaðan á unglingsaldri og bjó í rúm tuttugu ár á höfuðborgarsvæðinu, lengst af í Mosfellsbæ. Hvenær og hvernig kom það til að þú fluttir hingað? -Ég kynntist manninum mínum haustið 2003 í mínum gamla heimabæ, Hólma- vík, en hann hafði þá verið búsett- ur þar í um tíu ár. Haustið 2006 flutti ég svo til hans til Hólmavíkur, mig langaði til að prófa að búa aftur „heima“ á Hólmavík. Eftir rúmt ár án vinnu þar gafst ég upp og við tókum þá ákvörðun um að flytja. Maðurinn minn var til- búinn til að flytja með mér suður en ég gat ekki hugsað mér að fara aftur þangað. Við vorum þá búin að eignast yngsta barnið og mig langaði ekki aftur í þann pakka að vera með barn á leikskóla og í skóla á höfuðborgarsvæðinu. Alltaf á þeytingi, vera of sein að sækja á leikskólann vegna um- ferðartafa og eilíft stress. Það var því mín hugmynd að flytja á Sauðárkrók, hans heimabæ. Ég taldi meiri möguleika fyrir mig á að fá góða vinnu hér við það sem ég hafði menntað mig í, en mað- urinn minn gat flutt sína vinnu með sér og sinnt henni héðan. Hvernig leist þér á það í upphafi? -Ég hafði komið hér nokkrum sinnum í heimsókn til fjölskyldu mannsins míns og kunni vel við staðinn. Mér fannst bærinn passlega stór og framhaldsskóli á staðnum, en það eitt og sér skipti mig miklu máli þar sem það var farið að styttast í að sonur minn kláraði grunnskóla. Við vorum strax ákveðin í að kaupa frekar en byrja á því að leigja húsnæði og Elín Gróa og fjölskylda. MYND: ÚR EINKASAFNI við vorum búin að kaupa hús fljótlega eftir að við ákváðum að flytja. Stuttu eftir að við vorum búin að skrifa undir kaup á húsinu sá ég auglýst starf hjá Byggða- stofnun sem ég sótti um og byrjaði að vinna hjá stofnuninni 1. desem- ber 2007. Fyrstu mánuðina var ég í eina viku í mánuði hér á Krókn- um en vann í fjarvinnu þess á milli þar til við fluttum í lok maí 2008. Hvernig gekk þér/ykkur að koma ykkur fyrir? -Það gekk fljótt og vel að koma sér fyrir hér. Við eigum hér góða að sem hjálpuðu okkur heilmikið. Ég kom yngstu stelp- unni strax að hjá dagmömmu og eldri krakkarnir aðlöguðust fljótt og vel. Hvernig gekk að komast inn í samfélagið og eignast vini? -Mér hefur gengið ágætlega að komast inn í samfélagið. Þegar maður er með börn í skóla og á leikskóla þá kynnist maður fljótt öðrum for- eldrum. Ég bý líka vel að því að við eigum samhenta fjölskyldu hér og frábæra vinnufélaga. Fyrir þrem árum tókum við hjónin fram golfsettin sem við vorum búin að eiga í töluverðan tíma ónotuð í geymslunni og gengum í golf- klúbbinn. Í golfinu hef ég kynnst fullt af frábæru fólki. Einhver eftirminnileg stund eða góð saga frá fyrsta árinu? -Þegar við vorum að taka upp búslóðina bárust fréttir af ísbirni á Þverárfjallinu og stuttu seinna öðrum úti á Skaga. Það voru farnar á renna á mig tvær grímur að hafa sest hér að og ég leit oft upp í hlíðina hvort það væri nokkuð kvikindi þar á sveimi. Hvernig líkar þér í dag? -Ég kann mjög vel við mig á Sauðárkróki. Ég hef verið með barn hjá dagmömmu og á öllum skóla- stigum og finnst vel búið að barnafólki, þó alltaf megi eflaust gera betur á öllum sviðum. Hér er frábært að ala upp börn, næg atvinna, góð þjónusta og mikið menningarlíf. Það sem hefur verið erfiðast fyrir mig er að fjölskylda mín og vinkonur eru búsett á höfuðborgarsvæðinu. Ef það hellist yfir mig leiði á að vera hér fer ég suður í nokkra daga og þá læknast ég af suðurþránni. Er eitthvað sem þú hefðir viljað vita þegar þú komst hingað fyrst og vilt miðla til annarra sem eru nýfluttir á svæðið? - Það er mjög oft sem reiknað er með því að allir viti hvernig hlutirnir hafi verið hér í gegnum tíðina, s.s. auglýstir viðburðir á sama stað og síðast eða í fyrra. Gott að vera duglegur að spyrja og reyna að læra fljótt kennileiti og höfuðáttirnar því Skagfirðingar tala mikið í áttum. Eitthvað að lokum? -Mér finnst að fólk ætti að tala vel um Skagafjörð út á við og vera stolt af svæðinu hér sem býr yfir svo miklum kostum og möguleikum. Ef íbúarnir sjálfir tala ekki vel um staðinn eru litlar líkur til þess að fólk vilji setjist að hérna. Þetta á líka við um unga fólkið okkar. Ef það upplifir sífellt neikvæða umræðu um svæðið þá eru minni líkur á því að það flytji aftur heim eftir nám. Allar aðgerðir sem miðað að jákvæðum tengslum við heimahagana eru mikilvægar og skila sér í framtíðinni. Elín Gróa skorar á Söru Níelsdóttur kennara í FNV að segja frá fyrstu kynnum sínum af því að búa í Skagafirði. ( HINIR AÐFLUTTU ) berglind@feykir.is Elín Gróa Karlsdóttir / frá Hólmavík – býr á Sauðárkróki Tímapantanir í síma 455 4022 15. OG 16. FEBRÚAR Haraldur Hauksson, alm. æðaskurðlæknir 29. FEBRÚAR OG 1. MARS Sigurður Albertsson alm. skurðlæknir 1. TIL 4. MARS Bjarki Karlsson, bæklunarlæknir Sérfræðikomur í febrúar og byrjun mars Eldhressar fótboltastelpur. MYND: DDÁ Svona mun skjólgarðurinn við smábátahöfina líta út. MYND: VEGAGERÐIN

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.