Feykir


Feykir - 04.02.2016, Blaðsíða 8

Feykir - 04.02.2016, Blaðsíða 8
8 05/2016 Óvissa um hvað nýir búvöru- samningar bera með sér Fréttaskýring Viðræður á milli fulltrúa bænda og stjórnvalda vegna nýrra búvörusamninga hafa staðið yfir um nokkurra mánaða skeið. Í yfirlýsingu frá samninganefnd bænda kemur fram að samningagerð sé nú langt komin en henni er þó ekki lokið. „Samninganefndin mun á næstu dögum leggja allt kapp á að klára samningana svo hægt sé hefja kynningu á þeim í heild meðal bænda,“ segir í yfirlýsingunni. Að sögn formanns Félags kúabænda í Skagafirði tekur stjórnin hvorki afstöðu með eða á móti honum þar sem ekki er búið að kynna nýju drögin, bændur hafi þó áhyggjur af því að í honum sé ekki framleiðslustýring. „Eins og staðan er, ef maður horfir á sölutölur, þá eru 133 milljónir lítrar af fitugrunni að seljast innanlands en það voru framleiddar 146 milljónir á síðasta ári. Núna í janúar var 11% meiri framleiðsla en í janúar í fyrra,“ sagði Róbert Örn Jónsson, formaður Félags kúa- bænda í Skagafirði, í samtali við Feyki. Hann segir að þetta sé sá þáttur sem kúabændur í Skagafirði hafi áhyggjur af. „Núna hefur verið ákveðið verð fyrir innanlandsmarkað og annað verð fyrir útflutning, sem hefur verið lægra. Í nýjum samningunum er gert ráð fyrir að það verði bara eitt verð, og þá meðaltal af þessu, og að þá muni afurðaverð lækka,“ segir Róbert og útskýrir að kúabændur í Skagafirði eigi hlutfallslega meiri kvóta en annarsstaðar þar sem Kaupfélagið hafi staðið vel við bakið á bændum með því að kaupa kvóta inn á svæðið. „Þegar nýi samningurinn kemur getur sá sem á kvóta fyrir alla sína framleiðslu í raun ekki aukið framleiðsluna, hann verður fyrir afurðatjóni og það lækkar verðið til hans.“ Róbert segir óvíst hvort eitthvað komi þar á móti í nýju samningunum. „Það er þónokkur hópur sem er í þessari stöðu, sbr. umræðuna sem er búin að vera hjá kúabændum í Eyjafirði. Þeir er hafa sett sig á móti þessu og vilja hafa framleiðslustýringuna áfram.“ Þessar áhyggjur um framtíð fundi voru allir sammála því að breyta drögunum og var þeim breytt nokkru sinnum. Síðan var komist að niðurstöðu sem menn voru sáttir við að senda frá sér og það bréf var sent, þessi drög voru aldrei samþykkt og aldrei send. Menn voru einfaldlega að óska eftir því að fá fund með þingmönnum kjördæmisins til að fara yfir stöðuna varðandi búvörusamninginn. Það eina sem vakti fyrir sveitarfélaginu var að styðja við bændur og atvinnulífið í Skagafirði með því að fara með á þennan fund og kynna sér málið. Sveitarfélagið Skagafjörður er ekki aðili að þessum búvörusamningi og hefur ekki neina stöðu til þess að íhlutast með það að viðræður verði stoppaðar.“ Um búvörusamninginn segir Stefán að miðað við þær upp- lýsingar sem menn hafi, sem eru mjög takmarkaðar, sé ljóst að menn þurfi að vanda vel til verka. „Þetta getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir sveit- arfélagið og mjólkurbændur. Þannig að mér finnst eðlilegt að menn sýni þessu stóra máli áhuga og vilji fylgjast með því hvað sé að gerast. Það er akkúrat það sem við vorum að gera á þessum fundi.“ Umræða um samningana hefur byggst á því sem kynnt var í lok nóvember á bændafund- um. Samkvæmt yfirlýsingu frá samninganefnd hafa talsverðar breytingar orðið síðan þá og verið tekið tillit til ýmissa gagnlegra athugasemda frá bændum. Að sögn Róberts er í bígerð fundur þar sem nýi búvörusamningurinn verður kynntur fyrir bændum. Í kjölfarið verði greidd atvæði um samninginn. mjólkurframleiðslu í firðinum segir Róbert hafa verið kveikjuna að því að óskað var eftir fundi með þingmönnum Norðvestur- kjördæmis. Sá fundur fór fram sl. mánudag. „Ef kúabændum í kjördæminu fer að fækka og illa fer, þá fer byggðin í sveitinni hallandi. Þetta eru áhyggjurnar sem við höfum, það eru svo miklar breytingar í nýja samn- ingnum og óvissan er svo mikil,“ sagði Róbert ennfremur. Fram kom í fréttum RÚV sl. föstudagskvöld að Kaupfélag Skagfirðinga í samstarfi við Félag kúabænda í Skagafirði og Svf. Skagafjörð hafi ætlað sér að stöðva samningaviðræður en drögum af bréfi, sem ekki var sent, var lekið til fréttastofu. „Við vorum ekki að óska eftir að stöðva samningaviðræður sem eru í gangi núna. Við vildum bara lýsa áhyggjum okkar yfir þessu fyrir þingmönnum,“ svarar Róbert aðspurður um málið. „Gunnar Bragi boðaði þingmenn svæðisins saman, og kaupfélagið, byggðarráð svf. Skagafjarðar og stjórn Félags kúabænda fundaði og þar var haldin kynning fyrir þing- mennina. Sumir þeirra þekktu ekki mikið til málsins og voru mjög ánægðir að fá þessa um- ræðu og heyra okkar sjónarmið,“ sagði hann. Vildu fræðileg úttekt á kostum og göllum núverandi kerfis Samkvæmt upplýsingum frá Kaupfélagi Skagfirðinga hafa forsvarsmenn fyrirtækisins ítrekað óskað eftir fundi með formanni Bændasamtaka Ís- lands til að fá upplýsingar þegar ljóst var hvað stæði til. Að sögn Ólafs Sigmarssonar fram- kvæmdastjóra verslunarsviðs KS hefur formaður BÍ ekki orðið við þeirri beiðni. „Okkur hjá KS hefur ekki enn gefist færi á að fá óformlegt samtal við fulltrúa bænda þrátt fyrir að vera stærsti sláturleyfishafinn í sauðfé og annar stærsti innvigtunaraðili í mjólk á landinu. Þegar okkur varð ljóst af opinberum um- mælum formanns Bændasam- taka Íslands og því sem út spurðist að til stæði að gera róttækar breytingar á stjórnkerfi landbúnaðarins, ekki hvað síst er varðaði fyrirkomulag við stjórnun mjólkurframleiðsl- unnar, spurðumst við fyrir um hvort gerð hefði verið hlutlaus, fræðileg úttekt á kostum og göllum þess kerfis sem við höfum búið við í langan tíma, þ.e. kvótakerfið. Svör til okkar voru að slíkt hefði ekki verið gert og engin formleg ákvörðun virtist vera um að slíkt stæði til af hálfu BÍ né ríkisins,“ sagði Ólafur í samtali við Feyki. Í kjölfarið ákvað Kaupfélagið að leita til Ragnars Árnasonar hagfræðiprófessors við Háskóla Íslands til að gera úttekt á nú- verandi stjórnkerfi við mjólkur- framleiðslu, kosti þess og galla, og gera samanburð varðandi aðra valkosti. Hann segir ein- göngu hafi verið lagt upp með að vinnan væri á grunni fræðilegrar en hlutlausrar úttektar. Ragnar komi sjálfur til með að kynna skýrsluna. Hvað aðkomu KS að fund- inum, sem haldinn var sl. mánu- dag, varðar segir Ólafur að fram hafi komið í samtölum við þing- menn Norðvesturkjördæmis í janúar að þeir hafi ekki virst upplýstir um stöðu mála með nýja búvörusamninginn. Þá óskaði KS, ásamt Svf. Skagafirði og Félagi kúabænda í Skaga- firði, eftir fundi með þing- mönnum kjördæmisins til að setja þá inn í málið. Eðlilegt að menn sýni þessu stóra máli áhuga Að sögn Stefáns Vagns Stefáns- sonar formanns byggðarráðs Svf. Skagafjarðar komu aðilar úr atvinnulífinu og bændur í Skagafirði að máli við sveitar- félagið og lýstu áhyggjum af stöðu sinni varðandi búvöru- samninginn og hvað hann þýddi fyrir þeirra framtíð. Óskað var eftir aðild sveitarfélagsins að fundi með þingmönnum til að fara yfir málið. „Bændur og atvinnulífið gátu upplýst þing- menn um áhyggjur sínar á fundinum, og það er eðlilegt og sjálfsagt mál að menn geri það hafi þeir slíkar áhyggjur,“ segir hann ennfremur. Varðandi fyrrnefnd drög að bréfi segir Stefán Vagn að engin efnisleg afstaða til þessara samninga hafi verið í því bréfi sem sent var. „Aðilar á þessum Nokkur helstu atriði búvörusamninga sem komu fram í yfirlýsingu frá samninganefnd bænda: • 10 ára samningstími vegna þess að breytingar eru miklar. • Viðbótarfjármagn fæst inn í samningana, alls 700 m. kr. á ári að meðaltali ef miðað er við 10 ára tímabil. Fjárhæðin verður hærri fyrstu árin en lækkar á seinni hluta tímabilsins. • Gerður verður öflugur rammasamningur fyrir landbúnaðinn í heild sem kemur í stað búnaðarlagasamnings. Aukinn stuðningur við jarðrækt og lífræna ræktun. Þróunarfé og nýliðunarstuðningur verður í rammasamningi. • Greiðslumark sem gengur kaupum og sölum hverfur á samningstímanum. • Kvótakerfi í mjólk verður lagt niður um miðjan samninginn – eitt verð fyrir afurðir eins og í sauðfénu. • Þak á stuðningi við einstaka framleiðendur í nautgripa- og sauðfjárrækt. Enginn framleiðandi fær meira en ákveðið hlutfall af samningnum (unnið út frá 0,7% í nautgriparækt). • Búrekstur verður að ná ákveðinni lágmarksstærð til þess að eiga rétt á stuðningi. • Garðyrkjusamningur verður með svipuðu sniði og fyrri samningur. Niðurgreiðslur vegna raforku verða færðar inn í samningstexta. • Fjárfestingastuðningur verður veittur til að mæta breyttum kröfum um aðbúnað búfjár í nautgripa- og sauðfjárrækt. Einnig sérstök aðstoð vegna svínaræktar. • Stuðningur til nautakjötsframleiðslu verður í nýjum samningi. • Nýtt verkefni um aukið virði sauðfjárafurða til að sækja fram erlendis og til eflingar markaðsfærslu gagnvart ferðamönnum. Af hverju þessi leið? • Stuðningur nýtist starfandi bændum en rennur ekki til þeirra sem eru hættir eða til fjármálastofnana. • Greiðslumarkskaup hafa kostað kúabændur 28 milljarða síðastliðna tvo áratugi. Fjármagnskostnaður er ekki meðtalinn. • Ekki er auðvelt að leggja mat á kostnað við greiðslumarksviðskipti sauðfjárbænda með sambærilegum hætti. Verð í viðskiptum með greiðslumark sauðfjár er ekki skráð. • Kostnaði við greiðslumarkskaup er létt af bændum. Það þýðir auðveldari nýliðun og aukin samkeppnishæfni. • Markmiðið er að gera samninga sem byggja upp traustan landbúnað til framtíðar. Brugðist var við athugasemdum með því að bæta við varnöglum • Endurskoðanir árin 2019 og 2023. Mat lagt á árangur samningsins með hliðsjón af markmiðum hans. Ákvarðanir um endurskoðun teknar með hliðsjón af því mati. • Hæg innleiðing fyrri hluta samningstíma. Kvótakerfi í mjólkinni leggst ekki af fyrr en í fyrsta lagi eftir 5 ár. • Heimilt verður að færa allt að 20% fjármuna milli verkefna innan samninganna til að breyta áherslum ef þörf krefur. • Ríkið býður innlausn á greiðslumarki í mjólk fyrir þá sem vilja hætta. Þeir geta fengið núvirt andvirði beingreiðslna greitt í einu lagi. • Nýtt verkefni um framleiðslujafnvægi í mjólk. Hægt að nýta til að búa til hvata til framleiðslustýringar til dæmis til eflingar á markaðsfærslu nautgripaafurða, sérstakra uppbóta fyrir slátrun kálfa og kúa, tilfærslu í aðra framleiðslu á kúabúum, eða tímabundnar býlisgreiðslur óháðar framleiðslu. • Nýtt verkefni um býlisgreiðslur í sauðfjárrækt. Almennur stuðningur við sauðfjárbú eftir stærðarflokkum frá 100-800 vetrarfóðruðum kindum. • Samið verður um rauð strik í nautgripa- og sauðfjárrækt til að skapa enn frekari möguleika til að grípa til aðgerða ef þróun greinanna verður neikvæð. • Ef mjólkurverð lækkar um 15% eða meira fram að fyrri endurskoðun verður ákvörðun um afnám kvótakerfisins endurskoðuð. • Í sauðfjárrækt eru sett rauð strik ef ekki tekst að auka verðmæti afurða um 7,5% að raunvirði fram að fyrri endurskoðun. Þá verður afnám beingreiðslna endurskoðað. UMFJÖLLUN Berglind Þorsteinsdóttir

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.