Feykir


Feykir - 04.02.2016, Blaðsíða 10

Feykir - 04.02.2016, Blaðsíða 10
10 05/2016 Alltaf með ömmuteppi í vinnslu -Oftast er ég með margt á prjónunum, en þar sem jólin eru ný afstaðin fækkaði verkefnunum talsvert og ný fara að hlaðast upp. Lopapeysur hefðbundnar og óhefðbundnar fara á prjónana og er ein gömul lopapeysa prjónuð úr afgöngum af peysum af allri fjölskyldunni, sennilega í mesta uppáhaldi hjá mér. Hún gleður mig mikið og henni má alls ekki henda. Alltaf er ég með ömmuteppi í vinnslu, sem kemur ekki til af góðu. Eitt sinn var ég að hekla slíkt teppi (hugmyndaflugið hefur trúlega ekki verið meira en það í það sinn) og ætlaði ég bara að eiga það sjálf. Spurði þá ein dóttir mín: „Er þetta teppi handa mér?“ Ekki datt mér í hug að nokkur vildi eiga svona teppi og varð mjög hissa. Síðan er ég alltaf byrjuð á nýju teppi áður en ég Peysur á barnabörnin. MYNDIR: ÚR EINKASAFNI Ég er alin upp við miklar hannyrðir og sem barn hélt ég að svona ætti þetta að vera, allt heima saumað, prjónað og heklað. Var sjálfsagt að ég reyndi eitthvað fyrir mér í höndunum. ( HVAÐ ERTU MEÐ Á PRJÓNUNUM ) berglind@feykir.is Guðrún Ágústa Árnadóttir / Sauðárkróki Það var ýmislegt sem kom upp í huga minn þegar Edda María samstarfskona mín skoraði á mig að vera næsti áskorendapenni Feykis. Mér datt fyrst í hug að skrifa um eitthvað sem tengist starfi mínu sem náms- og starfsráðgjafi eins og mikilvægi þess að einstaklingar fái þá náms- og starfsráðgjöf og fræðslu sem þeir eiga rétt á skv. lögum eða mikilvægi þess að nemendur sem eru að glíma við einhvers konar námserfiðleika fái aðstoð við að finna þau tæki og tækni sem geta hjálpað. Ég ákvað hins vegar að líta mér enn nær og skrifa um stærsta og mikilvægast hlutverkið sem ég sinni og það er foreldrahlutverkið. Ég er svo heppin að vera móðir tveggja stúlkna og stjúpmóðir tveggja drengja. Drengirnir eru fluttir að heiman og farnir að lifa sínu fullorðinslífi en stúlkurnar mínar eru enn í grunnskóla og lifum við því og hrærumst í því umhverfi sem honum tengist. Líf grunnskólabarna er ekki alveg einfalt. Það er ekki nóg með að það þurfi að mæta í skólann daglega og læra heima heldur er ýmislegt annað sem grunnskólabörn taka sér fyrir hendur. Þar má nefna íþróttaæfingar, tónlistarskóla, ýmiss konar frístundastarf, vinahópa og afmæli auk ýmissa viðburða sem tengjast skólanum. Ég fæ það oft á tilfinninguna að það sé full vinna að fylgjast með öllu því sem börnin eru að gera, passa að þau mæti á réttum tíma hér og þar og gleymi engu sem máli skiptir. Auk alls þess sem börnin taka þátt í þá erum við foreldrarnir oft á tíðum ansi uppteknir bæði við vinnu og frístundir. Ég hef oft velt því fyrir mér í öllu þessu praktíska skipulagi hversdagsins hvort við séum kannski of upptekin til að njóta þess einfaldlega að vera til. Hversu oft setjumst við t.d. niður og raunverulega hlustum á það sem börnin okkar eða maki hafa að segja (þá á ég við án þess að vera í ÁSKORENDAPENNINN UMSJÓN berglind@feykir.is Margrét Arnardóttir Sauðárkróki skrifar Erum við of upptekin til að njóta þess að vera til? símanum á meðan!)? Hversu oft fáum við okkur göngutúr eða förum í sundferð þar sem áherslan er eingöngu á að njóta þess að vera saman án þess að vera uppfull af því að við séum að missa af einhverju einhversstaðar? Þegar öllu er á botninn hvolft þá kemur þessi tími ekki aftur og það sem í mínum huga er mikilvægast í þessu lífi er að skapa góðar minningar með mínum nánustu. Ég er svo heppin að vinna með börnum og ungmennum dags daglega og fyrir skemmstu kom til mín barn til að biðja um ráð. Spurning barnsins var á þessa leið: „Hvað get ég gert til að fá mömmu og pabba til að hætta að vera alltaf í símanum og hlusta á mig?“ Svarið ætla ég að láta ykkur um en spurningin fékk mig allavega til að hugsa minn gang. Hvað er það sem er svo mikilvægt að við getum ekki litið upp úr því og hlustað á það sem börnin okkar hafa að segja? Hvaða skilaboð erum við að senda þeim með því að gefa okkur ekki tíma til að taka þátt í þeirra daglega lífi? Hvernig fyrirmyndir erum við og hvernig einstaklinga erum við að móta til framtíðar? Þegar stórt er spurt... - - - - - Ég ætla að skora á vin minn og samstarfsfélaga Ingva Hrannar Ómarsson að vera næsti áskorendapenni Feykis. klára það síðasta, því alltaf kemur sama spurningin: „Hvenær fæ ég mitt teppi?“ Þá get ég svarað: „Ég er byrjuð á því.“ Það fyrsta sem ég man eftir var að ég saumaði myndir í pappa, teiknaði mynd, Óla prik eða hús, stakk svo göt í myndina og kom þetta og varð smá saman lausara á prjónunum. Flókin handavinna er fyrir mér bara áskorun til að kanna getu mína, saumaði í, þetta gekk vel. Í upphafi gekk prjónaskapurinn ekki eins vel, enda ekki til grófari prjónar en no. 2 og garnið svo fínt að það var varla hægt að höndla það, en með æfingunni en það sem er einfalt nýtist oftast best og er að mínu mati fallegast. Oft berast mér ýmsar óskir. Óskalistinn er oft langur og óljós, eitthvað sem einhver er að hugsa um. Hingað til er óljósasta óskin sennilega brúðarkjóll dóttur minnar. Eina sem ég fékk til að styðjast við var munstrið sem átti að vera í kjólnum. Nú er á prjónunum peysa sem elsta barnabarnið bað um, stelpuleg, ekki þykk og á að vera falleg. Seinna kemur í ljós hvort hún henti fyrir unglinginn. Ég ætla að skora á hana Olgu Alexandersdóttur samstarfs- konu mína að sýna okkur inn í handavinnuheiminn sinn veit ég að þar er af mörgu að taka. Olga er fjölhæf og afkastamikil hann- yrðakona og það verður gaman að sjá hvað hún sýnir okkur. Sjölin sem allir þurftu að eiga. Peysan sem ekki má henda. Ömmuteppi. Stundum er farið út fyrir rammann.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.