Feykir


Feykir - 04.02.2016, Blaðsíða 12

Feykir - 04.02.2016, Blaðsíða 12
Húsfyllir í Höfðaborg Þorrablót Hofshrepps Þorrablót Hofshrepps var haldið í Félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi laugardaginn 30. janúar síðastliðinn. Góð mæting var á blótið og að vanda mikið lagt í skemmtiatriði, Særún Björnsdóttir las annál og þorrablótsnefndin fór á kostum. Meðfylgjandi myndir tók Gréta Dröfn Jónsdóttir, Feykir þakkar henni fyrir og hvetur lesendur til að senda flottar myndir, sem teknar eru af ýmsu tilefni, til birtingar. Hægt er að senda þær á netfangið feykir@feykir.is /BÞ Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 05 TBL 4.febrúar 2016 36. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Hofsós Tillaga um endurheimt votlendis Á fundi Umhverfis- og samgöngunefndar Sveitar- félagsins Skagafjarðar þann 29. janúar sl. var lagt fram bréf frá Björgvini Guðmundssyni, dagsett 20. maí 2015, þar sem hann leggur til að Landbúnaðar- nefnd beiti sér fyrir því að mokað verði ofan í skurði í svonefndum flóa norðan við Hofsós, til að endur- heimta votlendi og byggja upp fuglalíf. Í fundargerð segir að landbúnaðarnefnd hafi vísað erindinu til Umhverfis- og samgöngunefndar á fundi sínum þann 20.11.2015. Nefndin þakkaði erindið og fól sviðsstjóra að kanna eignarhald á landinu áður en erind- ið verður afgreitt. /BÞ Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemm ilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feyki @feykir.is 6 TBL 12. febrúar 2015 35. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 KJARNANUM HESTEYRI 2 550 SAUÐÁRKRÓKUR SÍMI 455 4570 Bílaverkstæði Verið velkomin í Kjarnann! með Meguiar’s bílahreinsvörum Eigum mikið úrval af hágæða bílahreinsivörum frá Meguiar’s Hvað ertu með á prjónunum? Kristín Ólöf Þórarinsdóttir á Hvammstanga „Ekkert betra en grípa í prjónana eftir erilsaman dag“ HVAÐ ERTU MEÐ Á PRJÓNUNUM? UMSJÓN berglind@feykir.is -Handavinna hefur verið partur af mér síðan ég man eftir mér. Framan af allskyns handavinna en nú í seinni tíð hef ég haldið mig við prjónana og gríp í saumavél endrum og eins. Þegar ég var yngri hamaðist ég við að sauma út, oftast eitthvað smálegt sem mamma mín dró upp og það endaði sem dúkur eða koddaver. Einnig ótal púðaver úr krosssaum. Það var svo þegar ég fór í Menntaskóla til Reykjavíkur að ég var svo heppin að fá að búa hjá föðursystur minni en hún fékk mig til að prjóna og hef ég prjónað æ síðan. Það má líka segja það að þessi áhugi minn á handavinnu hafi orðið til þess að ég ákvað að taka textílmennt sem kjörsvið þegar ég fór svo í Kennaraháskóla Íslands. Ég er oftast með fleiri en einn Með peysur og húfur á prjónunum. MYNDIR ÚR EINKASAFNI hlut á prjónunum í einu og er yfirleitt komin langt fram úr sjálfri mér við að ákveða hvað ég geri næst. Nú síðast var ég að klára hestavettlinga á dóttur mína, tvær lopapeysur og húfur. Er með hálfgert húfuæði. Á prjónunum akkúrat núna eru tvær peysur og ein húfa. Önnur peysan er Nancy-peysa útprjónuð og ég sé fram á að hún verði langtímaverkefni ætluð mér sjálfri og svo er ég að byrja á færeyskri lopapeysu á dóttur mína og kertalogahúfu. En framundan er öskudagur og þá þarf að snara fram öskudagsbúningi. Á dagskránni er að sauma sjóræningjabúning en þau handverk sem ég hef verið einna ánægðust með eru skírnarkjólar. Í nokkur ár kenndi ég textílmenntval í Grunnskóla Húnaþings vestra og voru skírnarkjólar óhemjuvinsælir. Ég er afskaplega stolt af því að hafa tekið þátt í því með þessum stelpum, en það voru bara stelpur sem völdu sér textílmennt hvernig sem stendur nú á því, að gera skírnarkjóla því þetta er töluverð vinna og undantekningarlaust voru þær gríðarlega ánægðar þegar þær voru búnar. Handavinna af hvaða tagi sem er er mjög slakandi og þar fær maður útrás fyrir sköpunargáfuna. Það er ekkert betra en grípa í prjónana eftir erilsaman dag. Að lokum skora ég á Sigfríði Eggertsdóttur frænku mína til að taka við keflinu af mér. En hún er snillingur í að töfra fram listaverk í hekli og prjóni. www.hskrokur.is FRÁ HEILBRIGÐISSTOFNUNINNI SAUÐÁRKRÓKI SÉRFRÆÐIKOMUR 16. og 17. febrúar Sigurður Albertsson alm. skurðlæknir 18. febrúar Valur Þór Marteinsson, þvagfæraskurðlæknir 23. og 24. febrúar Haraldur Hauksson alm. æðaskurðlæknir 26. og 27. febrúar Orri Ingþórsson, kvensjúkdómalæknir Tímapantanir í síma 455 4022. Veislugestir voru fjölmargir. Særún Björnsdóttir fer á kostum. Þorrablótsnefndin.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.